Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Síða 13
þá glötuðust. Forboði þessa er eí til vill það, að þeir Steini og Geiri fóru ásamt Ella, Runólfi Guðmundssyni á japösnkum jeppa, (sem heitir Tóta), fyrr í vor í dýraleit á framafréttin- um, og gekk sú ferð vel, þótt víða væri óvenju blautt. Þessi ferð okkar þriggja núna er hin þriðja 1 vor. Áður höfðu þeir Geiri, Steini og Elli leitað á Flóamannaafrétti. Og höfðu haft samtals 13 dýr. Klukkan er langt gengin í þrjú. Við stígum á bak. Geiri hefur fjóra til reiðar, og eru hrossin þá orðin tíu. Hann hefur tvær hryssur og tvo fola. Annar þeirra er Skjóni, sem sveitungar hans gáfu honum, þegar hann varð sextugur. Hjá Víðihlíð, þar sem systir Kolbeins, Sigríður Jóhanns dóttir, býr fjárbúi, auk þess að vera skólastjóri barnaskólans, opnast skyndilega hið fegursta útsýni í hreppnum: Hekla hinum megin Þjórs ár, blá og hvít. Og það er líkt og hún gæði umhverfið nýju lífi. Það er ekki hægt að horfa á hana eins og fjall. Hún er lifandi vera. Allt um- hverfið Iýtur henni og flytur augu þín jafnhraðan til hennar, hvert sem þú horfir. Og saga hennar fyllir þig. Þetta er hennar riki og þú ert aðeins maður. Þjórsá undirstrikar tign hennar með hvítu bleki á svörtum grunni og skilur um leið sýslur. Það hlýtur að hafa verið ægifögur sjón héðan að sjá eldelvurnar renna niður hlíðar Heklu 1947. Þá lagði líka margur Gnúpverjinn leið sina hingað til þess að undrast. Áður en hundraðkallarnir uröu jafn ljótir og verðlitlir og þeir eru núna, var á þeim sú mynd, sem brátt birtist augum okkar: Fé að renna niður skarðið milli Ásólfsstaðafjalls og Bringu og meðfram Þjórsá. Það er að vísu ekkert fé að sjá núna, en allt annað, sem tilheyrir mynd- inni. En um réttir fyllist þessi mynd af jarmandi fé á ný, og þá langar mann líka til þess að eignast gamlan hundraðkall á ný. En gamall veru- leiki verður aldrei nema minning. Látum hana sofa, því að nú ríðum við á breiðum vegi, sem lotterí fram- tiðarinnar. — Búrfellsvirkjunin — hefur fært þessum hreppi. Sívakandi ýtur hafa unnið ósleitilega að vegin- um í langan tíma, breikkað hann, breytt honum og lagt nýja vegar- spotta, þar sem gamli vegurinn var of hlýðinn við landslagið. Þessar stóru jarðýtur hafa engu hlift til þess að fullnægja hinu verkfræðilega viti. Og Gaukssteinn, þar sem Gaukur Trandilsson er sagður hafa varizt banamönnum sinum, var molaður af vígtönn jarðýtu eða sprengdur. Það voru leið mistök, sem enginn sá við. Eini steinninn í allri sveitinni, sem ekki mátti mola. Við rekum. Eldri hrossin l hópn um hafa margfarið þessa leið og rata allt til Arnarfells í Hofsjökli. og merarnar, (sem eru fimm, auk einnar ófullveðja frá Hæli), skiptast á um að halda forystunni í kven- kynslegum metnaði með viðeigandi kollhúfum og'augnagotum til náung- ans. Og í hvert sinn sem ungæðis- legur foli tranar sér fram, gerir ein hver þeirra sig líklega til þess að löðrunga hann. Hross sýna oft mann legt líf í spaugilegu ljósi. Meðan hrossin sýna okkur í spéspegli sín um, tekur náttúran á sig nýjar mynd ir, sem eru að mestu ósnortnar : fjarlægðinni, en mannlegar hendur hafa dregið eitt og eitt pensilfar i nálægðina: Bæi, tún, girðingar, vegi. Hófatökin þoka okkur upp með Þjórsá, sem ýmist sveiflar sér létti- lega um sandeyrar eða dunar með þungum straumi. Og skógur Skriðu fells verður allt í einu til. Áður fyrri lifði mörg sauðkindin sína sælustii daga á brumknöppum þessa skogar, en síðar eignaðist Skógræktin hann og girti hann af. Þarna voru líka haldin skröll allt fram á síðustu ár undir forystu skógarpúkanna með góðri þátttöku drísildjöfla sunnan úr Reykjavík og víðar. Hljómsveitir gauluðu, unglingar skræktu, flöskur brotnuðu, tvö og tvö tíndust og sum ir fengu á kjaftinn. Margur fékk sína manndómsvígslu í þeim hildar- leik, raunverulega eða ímyndaða. Og framtaksamir blaðamenn skemmtu sér við að hneyksla lesendur sínar á brothættum brennivínssögum úr Þjórsárdal. Sannleikurinn varð lygi og lygin sannleikur, eftir því sem verkast vildi. Svo var þetta bannað. Og eftir það gátu friðsamir ferða- langar með óbrenglaða náttúru iátið sér líða vel í skógarrjóðrunum. — Við ríðum fram á eina slíka fjölskyldu í litlu tjaldi við skógarhliðið. Lítil stúlka gægist undan tjaldskörinni og kallar mamma. þegar hún sér hest- ana, en við erum hornir sjónum hennar, áður en varir. að Skriðufelli, innsta bænum á leið okkar. Bærinn stendur mitt í skógardýrðinni, og græn tún og balar hverfa inn í enn grænni skóg á alla vegu. Hér hlýtur rómantíkin að geta orðið sæt- ari en annars staðar, ef nokkuð er að marka orð sumra sagnfræðinga um, að landslagið móti mennina. Tíu- hjóla trukkur stendur á hlaðinu, steindauður í ailri fegurðinni. Við bindum hestana við sitt hvorn enda hans, svo að síður sé hætta á. að þeir hlaupi burtu með hann. Garn irnar gaula ámátlega í okkur, og hljóð þeirra verða enn heimtufrekari, þegar við setjumst við krásum búið borð inni í stofu. Steini og ég sitj- um i alspennu hvor andspænis öðr- am, líkt og glímumenn bíði þess, að sagt sé einn, tveir og þrír. Geiri er rólegur. — Gjörið þið svo vel . . . Á eftir sitjum við eins og pakksaddar veggjalýs, getum ekki hreyft okkur úr stað og horfum dasaðir hvor á annan. —' Geiri er eins og hann á að sér. Skriðufell er oft síðasti bær- inn, sem menn kveðja, þegar þeir fara á fjall og sá fyrsti, sem þeir heilsa, þegar þeir koma af fjalli. Hér hafa margir munnar og magar fengið fylli sína fyrr og síðar. Loks skreiðumst við út um bæjar dyrnar og klifrum á bak, og á eftir okkur heyrist: —Komið þið við í bakaleiðinni. Ilmurinn í skógargötunni fyllir vit Kugað a3 hest- um í Hallslaut. Geiri — til vinstri — fylg- ist meS hinum sjö ára gamla lærisveini sin- um, Steina. T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 637

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.