Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 14
Séð niður í Skúmsfungur ofan af Sandfelli. okkar. Garnirnar eru þagnaðar. Þrest- irnir syngja einir og stöku fluga tek- ur undir. í skógum verður maður meiri mannvinur en ella. Það er verst hvað er lítið um þá á ísiandi. En erlendir barrskógar með moldar- flór og súrlykt geta ekki vakið þá tilfinningu sem lágvaxinn íslenzkur birkiskógur vekur. Þeir geta heldur ekki kallað fram landslagið og gætt það lífi eins og hann. Þeir fela líf þess. En nytsemis-trúboðar skóg- ræktarinnar hafa höggvið rákir í birkiskóginn til þess að planta barr- trjám og þær minna á gapandi sár. Hér eins og víða annars staðar á fegurðin að víkja fyrir nytsemdinni, sem þess utan verður kannski aldrei nema hugsuð nytsemd. Hestarnir skokka léttan. Eldri hrossin nema staðar í Hallslaut. Þau yngri hafa gefizt upp í bili við að ógna forystu þeirra og taka níður með þeim. Hallslaut er fastur áningar staður. Þetta er aflangur og stór grasigróinn bali, sem á aðra hliðina í Sandá en hina í svörtum og lífvana sandi. Hér þykir fjallmönnum og fjall- hestum gott að stanza fyrir pela og gras. Og það hafa þeir gert frá ómuna tiða. Varla mun sá maður vera til í sveitinni, sem kominn er til nokkurra ára, að hann hafi ekki tyllt sér I þessa laut. Hún er sjálf- sagður áningarstaður, því að áfram; haldið inn í dalinn er sandur einn lengi vel. Gamli vegurinn í í Þjórsár- dal er rétt við, liggur í ótal hlykkj- um inn sandinn, en nýi vegurinn til Búrfells er eins og þaninn strengur og þar þjóta bílar á óleyfilegum hraða, því að þeir eru að gæta þess að verða ekki of seinir inn í fram- tíðina. Margt breytist í þessum dal vegna Búrfellsvirkjunarinnar. Það eitt að vita af hundrað mönnum í dalnum breytir honum. Ekki svo: Auðnarfegurð hans er söm, en hún snertir öðruvísi. Menn verða sér hc-Id- ur ekki eins meðvitandi um fortíðar- sögu staðar, þegar nútíininn er í deiglunni á sama stað. Þessi dalur, sem fram til þessa hefur fyrst og fremst talað máli fortíðarinnar, talar nú jafnvel meira máli framtíðarinn- ar. Þögn sögunnar er rofin og gamla viðlagið — Þá var öldin önnur, er Gaukur bjó á Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. — verður ekki eins áhrifmikið og áður, þegar maður veit af stórvirk- um athafnavélum í hlaðinu á næsta fornbæ, Sámsstöðum. Mér hefur alltaf verið erfitt að hugsa mér dalinn án Gauks á Stöng og Hjalta Skeggja- sonar á Skeljastöðum, en nú verður enn erfiðara að hugsa sér hann án Búrfellsvirkjunarinnar. Ég spyr ekki Steina og Geira, hvað þeir hafa farið hérna oft um. Ég veit, að þeir vita það ekki sjálfir. Allra sízt Geiri, sem hefur verið refa- skytta í þrjátíu ár og átt hér leið með fé guð má vita hvað oft. Hann tínir í mig örnefnin í dalnum, jafn óðum. Steini spilar undir. Eina veru- lega vatnsfallið, sem við ríðum yfir á leið inn dalinn er Fossá. Hún er ekki vatnsmikil nú, en getur orðið harðill yfirferðar á haustum, þegar stórrignir eða í leysingum á vorin. Dæmi eru til að fjallmenn á leið til fjalls hafi orðið að dvelja nætur- langt vestan megin við hana meðan vatnsflaumurinn minnkaði, svo að þeir gætu komizt yfir. En nú á hún sem sagt engin ævintýri handa okkur. Við þurfum að ríða lengra til þess að finna þau. Klukkan er níu að kvöldi. Við er- um komnir í Hólaskóg, sem er eng- inn skógur fremur en Bláskógar skammt austar. Nöfnin eru ein eftir. Trén horfin. Nokkrir grænir blettir á girtri grastó skammt frá leitar- mannakofanum sýna, hvert sum trén 638 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.