Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Síða 17
harður veruleiki, sem gerir mig a'ð
hestasveini og Geira og Steina að
dýraleiturum. Ég teymi hestana eftir
miðhjallanum, Steini er talsvert
langt á undan mér, en Geiri hverfur
læðupúkalegur niður fyrir hjallann,
með byssuna í hendi. Eftir drykk
langa stund gefur Síeini mér merki
um að koma, og brátt birtist Geiri
hjá honum. Enginn rebbi þar.
— Þetta er hundgamalt greni, yf
ir hundrað ára, segir Geiri, ég hef
ekki legið við það nema tvisvar á
þessum þrjátíu árum.
— Og ég hef legið einu sinni við
það á mínum sjö árum, segir Steini.
Við ríðum lengra inn Gljúfurleit
ina, og þá kemur að Steina að vera
iæðupúkalegur og hverfa. En þeir
birtast báðir aftur fljótlega og ég
held til þeirra. Steini situr á nafna
sínum og dinglar fótunum:
— Hér legði ég alltaf, ef ég væri
tófa.
— Og yrðir skotinn.
— Nei. ég er of klókur.
Geiri horfir niður í urðina, þar
sem grenið er, tekur upp tóbaks-
pontuna, slær í stein og fyllir nefið,
dæsir.
— Á, segir hann og stingur pont
unni í vasann: — Þetta er kallað
Standgreni. Ifún er hér oft, þótt hún
sé ekki hérna núna.
Við sitjum hver á sínum steini,
hestarnir í hnapp hjá.
— Það er víst bezt að fara að síga.
Næsti áfangastaður er Dalsá. Og
ég reikna vísindalega út á úrinu
mínu, hvenær við verðum komnir
þangað — það er stutt á úrinu
mínu. Ég er þegar farinn að
hugsa um ávaxtadósina, sem ég ætla
að taka upp þar. En það stendur ekk
ert um refi og duttlunga þeirra á úr
skífunni: í Niðurgöngugili, sem er
skammt neðan við hinn stórkostlega
foss, Dynk, er greni, sem Geiri fann
í hitteðfyrra, þegar hann var að ganga
niður gilið, en það dregur nafn sitt
af því, að þar fara göngumenn í
Gljúfurleit niður í göngurnar. Steini
kemur fyrstur að gilbrúninni, stanz
ar snögglega og gefur merki, þrífur
byssuna og læðist í einum keng að
brúninni. Hann húkir þar dágóða
stund, og óþolinmæðin r að drepa
mig. Loksins gefur hann okkur
merki og við læðumst til hans. Hann
hvíslar lágum rómi:
— Ég sá hann.
Þeir læðast niður stórgrýtisurö og
gægjast í hverja holu. Það er spennu
þrungin þögn í öllum hreyfingum
þeirra. Þeir eru lengi, og ég virði
fyrir mér gilið, eða öllu heldur gil
in, því að þarna koma fjögur þröng
giljadrög saman í eitt gil, og neðst
í stórgrýtisurð á krossgötum þeirra
er grenið. Þar fyrir neðan er dálítil
grastó og tær og lygn lækur. Hér er
sviðið þröngt, sést ekki nema í gil
brúnirnar og bláan himin fyrir ofan.
Geiri og Steini koma aftur. Svipur
þeirra er alvarlegur:
— Þetta er meiri djöfulsins stað
urinn, hvíslar Steini.
— Hann gæti ekki verið verri,
áréttar Geiri. Við húkum á bak við
tröllstóra steina á gilbrúninni, og
allt í einu hnippir Geiri í mig og
segir:
—Sérð‘ann.
Og þarna liggur refurinn á moldar
barði langt í burtu og horfir á okk
ur sperrtum eyrum, hreyfingarlaus.
Hann er hvítur. Eftir alllanga stund,
smeygir Geiri sér bak við mig og
hverfur. Hann ætlar að reyna
að komast í færi. Við Steini látum
refinn sjá okkur til þess að leiða
athyglina frá Geira, og fylgjumst
með honum. En skyndilega sprettur
hann á fætur og er horfinn. Geiri
kemur aftur.
— Ég sá hann sem snöggvast.
Ég leggst upp við stóran stein og
rækta með mér þolinmæði. Og allt í
einu birtist Geiri með yrðling í hönd-
unum. Ég trúi varla mínum eigin
augum.
— Ég gómaði hann við gren-
munnann, segir hann og brosir.
Yrðlingurinn er umlukinn síórri
greip hans, horfir með fallegum aug
um út í bláinn og gefur ekki frá
sér hljóð, fyrr en hann er settur í
poka. Þá urrar hann reiðilega.
— Þetta er mannsefni, segir Geiri.
Þeir ákveða að tjalda í grastónni
yið lækinn eftir nokkrar bollalegging
ar og við klöngrumst niður stórgrýtis
urðína með hafurtaskið. Síðan göng
um við Geiri talsverðan spöl með
hestana á haga og heftum þá, en
Steini setur yrðlingaöx í gren-
munnann.
Klukkan er rúmlega tíu að kvöldi,
mildur þeyr í iofti. Við byggjum skot
byrgi úr grjóti á einum gilmúlanum.
Þeir „máta“ það á alla vegu, munda
byssurnar á grjótveggnum, húfurnar
Steini aS ganga niður stórgrýtisurðina í Niðurgöngú-
gili, þar sem grenið er. Tjaldið rétt fyrir neðan og tvö
giliadrög i baksýn. — Félagarnir hvilast í tjaidinu.
- r" ' ' " K'
IÍM INM - SUNNUDAGSBLAÐ
641