Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Síða 18
Steini aö útbúa yrðlingsöxina við gren- munnann í Niðurgöngugili. dregnar nið’ur fyrir nef og eru bófa- legir ásýndum. Ég held heim í tjald, skríð niður í pokann og er spenntur. Tíminn líður, þeir eru í skotbyrginu. Hvað geri ég nú, ef yrðlingur kemur í söxin? Tek poka, flýti mér . . . Mig dreymir Steina. Hann er að skjóta upp í loftið úr haglabyssunni. Tvö skothylkí koma fljúgandi. Og skyndilega kemur kona út úr dönsku húsi og segir: Ja, men Steini, hvad er det dú gór: Jeg jager, segir Steini, glottir breitt og skýtur aftur skot,- hylkjum upp í loftið. — Ég hrekk upp við, að Geiri kemur inn í tjaldið. Á svip hans sést, að ekkert hef ur gerzt. Svo fer ég út til Steina, og við komum okkur fyrir innar í grjóturðinni í gilinu, og horfum fast í þá átt, sem læðan eða rebbinn eru væntanleg samkvæmt vindstöðu. Vart er liðin meira en klukkustund er læðan kemur allt í einu skokkandi kæruleysislega með æti í kjaftinum niður gilgarminn þeim megin, sem við erum. — Þveröfugt við öll lög mál, undan vindi. En áður en hún er komin í færi, sr^tiún snarlega í vinkilbeygju og bi jp tr upp gil- botninn. Munnurinn o'þnast á Steina, kjálkinn sígur, og hann horfir lang- leitur á eftir henni, lítur síðan á mig, en segir ekki eitt einasta orð. Loks fær hann málið og hvíslar: — Nú var það ljótt, maður. Ég kinka kolli: — Það var ekki fum á henni. — O, þetta er svo taugasterkt, svar ar hann. Löng stund líður, unz hann segir: — Það þýðir ekkert að hanga hérna, komdu. Þeir skiptast á að vaka um nótt ina, en ekkert gerist. Þau koma ekki að. Eöstudagsmorginninn rennur upp, með sól og vindi. Nýtt skotbyrgi hef ur bætzt við, nokkuð frá hinu fyrra. En nú er vindátt breytt, og það þýð ir, að tófan mun koma annars staðar að, ef hún kemur. Þriðja skotbyrgið er hlaðið á milli Niðurgöngugilsins og Þjórsár, þar er Dynkur hávaða- samur. — Hún kemur varlg að í sól og vindi, segir Geiri. — Nei. Dagurinn líður. Ég fer öðru hverju að gæta að hrossunum. Þau una sér vel. Síðdegis kemur annar yrðlingur í söxin, skrækirnir í honum heyrast inn í tjald og Steini stekkur til og nær honum. Um kvöldið er fyrri yrðlingurinn bundinn við stein og hann gaggar og gaggar, en livorki rebbi né læðan koma að. — Við Steini níðumst á helgustu tilfinningu náttúrunnar, segir Geiri. — Já, segir Steini, ég man einu sinni, hvað það var voðalegt. Hún kom að, stökk frá, en gat ekki slitið sig frá hljóðum yrðlingsins, og kom aftur, og þá skaut ég hana. — Maðurinn er grimmastur allra, segir Geiri. Svo kemur nóttin, ekkert heyrist nema niður Dynks, ekkert sést, og ekkert gerist. — Þetta er erfiðasta aðstaða, sem ég hef lent í við greni, segir Geiri, maður hvorki sér né heyrir. Ekkert hljóð heyrist heldur úr greninu og engin hreyfing á neinu. — Það líður fram á laugardag. Him inninn skýjast, rigningin hangir í Ef ég væri ekki Alexander. í orrustunni við Granikos og Issos á árunum 334 og 333 fyrir Kr. sigr- aði Alexander mikli persneska kon- unginn Dareios. En Dareios var þó ekki gjörsigraður að fullu og öllu, því að hann hafði þrátt fyrir tapið yfir miklum her að ráða, sem var langtum fjölmennari her Alexanders. Samt sem áður gerði Dareios Alexand er friðartilboð, sem var mjög freist- andi. Hann skyldi fá 10.000 talentur greiddar út f hönd og yfirráð yfir öllum löndum Persa austan Efrats og auk þess dóttur konungsins. Aldrei hafði perneskur konungur auðmýkt sig svo rækilega. Þegar Alexander sagði yfirhershöfðingja sínum Perm- enion frá þessu ævintýralega tilboði, sagði hershöfðinginn: loftinu og vonleysið sezt að. Eftir er að leita á öllum innafréttinum og fara inn yfir Sand (Fjórðungs sand) og tíminn líður. Að síðustu ákveða Geiri og Steini að gefast upp við svo búið þar eð ekkert hefur heyrzt frá tófunum, og halda áfram förinni. — Fyrri yrðlingurinn, sem er refur, er settur í pokann sinn. Við sækjum hestana, fellum tjaldið og setjum upp á. Pokinn er bundinn á bak Geira. Yrðlingurinn rekur upp eitt gagg um leið og við höldum af stað. — Systir hans hefur safnazt til feðra sinna. Yrðlingurinn, sem Geiri handsamaði f NiSurgöngugiii. — Ef ég væri Alexander myndi ég ganga að svo stórkostlegu tilboði, heldur en að stofna sjálfum mér og her minum í enn meiri hættur í hin- um óþekktu löndum. — Það myndi ég líka gera, svar- aði Alexander, ef ég væri Parme- nion. Gat misst höfuðið. Svo bar við á hernaðarráðstefnu hjá Napóleoni mikla, að herforingi nokkur mótmælti keisaranum kröftug lega. Loks þraut Napóleon þolinmæði og hrópaði æfur: — Herra minn, þér eruð höfðinu hærri en ég, en haldið þér áfram að standa uppi í hárinu á mér, getur svo farið, að sá munur hverfi úr sög- unni. KORN 0G MOIAR 642 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.