Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Side 19
ÞAR SEM MOLDIN ER ÞAR ER LlFID LÍKA Enn þá kemur það fyrir, að kjör- viði rekur á fjörur. Það happ henti mig að kvöldi hins síðasta dags nóv- embermánaðar, þegar Magnús skáld- bónda á Vöglum í Blönduhlíð bar að dyrum mínum og dvaldi hjá mér næturlangt. Magnús er maður marg- fróður og minnugur, létt um mál og enginn tæpitungu- né hálfvelgjumað- ur. Bar því að vonum margt á góma, og hripaði ég niður af því hrafl það, sem hér fer á eftir. — Viltu ekki byrja á því, Magnús, að segja einhver deili á uppruna þín- um, ef eitthvað af þessu spjalli okk- ar skyldi nú einhvern tíma eiga eftir að koma fyrir sjónir ókunnugra? — Nú, nú, ég er þá fæddur á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 31. marz 1897. Það er því vafasamt, að ég lafi í því að teljast til svonefndra aldamótamanna, en mér skilst að það þyki merkur þjóðflokkur. Faðir minn var Gísli Sigurjón Björnsson, Jóns- sonar Ásmundssonar frá Haga í Aðal- dal, en Ásmundur sá Sölvason bjó á Halldórsstöðum í Laxárdal í S-Þing. 1805. Móðir mín var Þrúður Árna- dóttir frá Miðhúsum í Blönduhlíð, Jónssonar, Björnssonar, Hafliðason- ar frá Glæsibæ, en móðir Árna afa míns var Þrúður skáldkona í Mið- húsum. Föðurmóðir mín var Sigríður Þorláksdóttir frá Yztu-Grund í Blönduhlíð, en afi hennar var Hannes Bjarnason prestur og skáld á Ríp. Á Ökrum lifði ég alla mína bernsku og æsku til tvítugs. — Og minnist auðvitað margra ánægjustunda frá þeim árum? — Og mikil skelfing, ég held það nú, — ég held það nú. Margt var nú brallað í þá daga. En minnisstæð- ast er mér kannski sjálfræðið, sem ég naut, já, og við krakkarnir í Torfunni, yfirleitt. Ég mátti ólmast og leika mér, þegar ég vildi. Og ég notaði mér það vel. Helzti leikfélagi minn var Jón heitinn Jónsson á Hösk- uldsstöðum. Nei, ég get ekki hugsað mér skemmtilegri bernsku né betri leikfélaga en ég átti. Þá voru gömlu hjónin á Höskuldsstöðum, Stefán og Guðrún lifandi. Og ég get ekki ímynd að mér betra fólk en þau voru, þessi yndislegu gömlu hjón. Hjá þeim átti ég eins konar annað heimili. Við Nonni brölluðum nú margt. Flesta daga vorum við að sullast í bæjarlæknum. Á sumrin var hann krökkur af smásilungum. í læknum var dálítill foss. Upp fyrir hann kom- ust silungarnir ekki. En þeir voru mikið undir fossinum, svo að okkur Nonna þótti sennilegt, að þeir hefðu áhuga á að komast upp fyrir. Og auð- vitað var ekkert sjálfsagðara en að hjálpa þeim til þess. Veiddum við því 40 síli og settum upp fyrir foss- inn. Morguninn eftir vorum við snemma á fótum til þess að athuga, hvernig sílin hefðu það í nýju heim- Magnús Gíslason kynnunum. En viti menn. Öll síl- in voru farin niður fyrir fossinn aft- ur, hvert einasta kvikindi. Svo við hættum að vorkenna þeim. En við gátum gert annað fyrir sílin. Á vor- in var sett stífla í lækinn og honum veitt suður og ofan á grundina. Þá þvældust sílagreyin með straumnum og lágu svo ósjálfbjarga í grasmu. Meðan á þessu stóð, vorum við löng- um stundum önnum kafnir við að koma þeim aftur í lækinn. Höfðum þó vit á því. Svona flaut nú einstaka góðverk með strákapörunum. Ég gæti bezt trúað, að við höíum verið brautryðjendur um trjárækt í Blönduhlíð. Við bjuggum til garð of- an við Höskuldsstaði, fengum trjá- plöntur frá Akureyri og gróðursett- um í garðinum. Trén döfnuðu vel, á meðan við höfðum eirð í okkur til að hugsa um þau. Næst hófumst við handa um kar- töflurækt. Uppi við Grjótstekk var gömul rétt. Okkur hugkvæmdist að gera hana að kartöflugarði. Til þess að létta okkur jarðvinnsluna fengum við gamalt tindaherfi, sem Búnaðar- félagið átti, og Stefán á Höskuldsstöð um lánaði okkur brúnan þægðarklár til að draga herfið. Þarna fengum við bara ágæta uppskeru. Stefán skáld Vagnsson var mikill og góður félagi okkar þá og síðar, þótt hann væri nokkru eldri. Hann orti um þetta merkilega ræktunarstarf okkar, og minnir mig, að fyrsta erindið hafi ver ið svona: Þar sem að Kaplagilið gráa, gnæfir á móti himinsól, í skjóli við hamrabeltið háa, hverju blómi sem veitir skjól. Þótt sé hann af öllum áttum harður ávallt er logn í þessum reit, þarna er hinn frægi félagsgarður, fegursta prýði í vorri sveit. Já, já, erindin voru fleiri en við- lagið ávallt svona: , Hnausana svo með heift og bræði herfuðu þeir á gamla Brún, þar til hann loks af lúa og mæði lagðist dauður á Grjótstekkstún. Einu sinni datt okkur í hug að fara á fuglaveiðar. Mikið var af hels- ingjum á bökkunum og sýndist okkur ómaksins vert að reyna að góma eitt- hvað af þeim. Á Minni-Ökrum bjó Sigfús gamli, sú góða grenjaskytta. Hjá honum fengum við dýraboga. Fórum nú heldur hróðugir með bog-' ann ofan á bakka, engdum hann þar og hæjuðum niður rammbyggilega. Og til þess nú að auka veiðilíkurnar náð- um við okkur í baunir, sem við bleytt- um í brennivíni og létum þær á bog- ann. Þetta var að kvöldi til. Morg- uninn eftir hröðuðu karlar sér á fæt- ur, heldur eftirvæntingarfullir. Mætt- um við þá Jóni móðurbróður heldur svipþungum, og spurði hann okkur þegar, hví við hefðum egnt bogann þarna. Jú, við ætluðum að veiða í hann helsingja. — Já. einmitt, en Rætt við Magnús Gíslason frá Vöglum tíminn - sunnudagsblað 643

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.