Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 2
Hvítárbrú Kjá ISu, þar sem áSur var feriustaSurinn. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. Eirsar Sigurfinnsson: Hrakningar við Hvítá Hrakningar við Hvítá nefnist smágrein í Sunnudagsblaði Tím- ans 21. ágúst í fyrra. Að sjálf- sögðu er sjaidgæft, að slík sagá sem þar er sögð, gerist um það leyti árs og mun því þykja ótrú- leg þeim, sem ekki hafa komizt í kynni við vorhörkur eða vetrar- þrautir sem sambærilegt sé við það, sem stundum gerðist áður fyrr. En það er mála sannast, að margur hefur mátt erfiði og kulda kanna við ferjustörf og fylgdir yf ir stórvötn landsins, áður en brýrn ar blessaðar leystu .vatnamenn og ferjukarla af hólmi. Frásögnin rifjar upp ýms atvik frá þeim árum, er ég átti við vötn að rjá — fyrst aurvötnin straumþungu og síbreytilegu í Skaftafellssýslu og síðar að nokkru leyti sem ferjumaður við Iðuferju. Vissulega var þá stundum lagt á „tæpasta vað“ og jafnvel tvísýn leikslok, þegar einhverjum lá mik- ið á — kannski lífsnauðsyn að komast yfir. Það mætti segja margar sögur af volki þeirra, sem næstir bjuggu Kúðafljóti og hinum ágætu vatna- hestum þeirra, því að margir þurftu að fá fylgd á meðan þjóð- leiðin lá þar um. Og mjög hefur Sólheima- og Skógahestum og bændum brugðið við, þegar Jök- ulsárbrúin kom til sögunnar. Hvítá á Iðuhamri er djúp, straumþung með nokkru öfug- streymi, iðuköstum, en skemmti- legur og hægur ferjustaður að jafnaði. En þegar hvassviðri er eða vatnavextir, er verra við að eiga. Og þegar snjó- eða ískrap huldi alveg yfirborð vatnsins, eins og einatt er á vetrum, þykkt og svo þétt, að hvergi er vök eða glufu að sjá, eða í leysingum, þeg- ar jakaferð var mikil — þá var oft þungur róðurinn og seinsótt- ur. Þá þurfti þrek og þolinmæði til þess að komast landa milli. Eins og marga rekur minni til, var efnt til alþingiskosninga haust ið 1949, og kjördagurinn ákveð- inn 23. október, sem var fyrsti sunnudagur í vetri. Þingstaður Biskupstungnahrepps var að Vatns leysu, og þangað urðu allir að komast til þess að nota sinn mik- ilsverða kosningarétt. Biskupstungnahreppur er víð- lendur og umluktur vötnum. Tungufljót fellur eftir honum endilöngum og skiptir þessari stóru sveit í tvær tungur, vestri og eystri. Hreppnum heyra líka til nokkrir bæir handan Hvítár: Auðsholt fyrir austan, þar voru fjögur býli, og fyrir sunnan ána Eiríksbakki, Helgastaðir (tvíbýli) og Iða (tvíbýli). Kjördaginn var norðanstormur með frosti. Hvítá rann milli skara með þéttu isskriði Auðsholtsmenn komust yfir með sæmilegu móti. Áin er breiðari þar og krapið því gisnara. Frá fyrrnefndum bæjum sunnan ár mættust allir að Iðu og héldu að ferjustaðnum, alls fimmtán manns, konur og karlar. Báturinn, lítill, léttur prammi, var nú tekinn og í hann fóru fjórir menn. Meðal þeirra yoru Loftur Bjarnason og Ingólfur Jóhannsson, báðir frá Iþu, harðknáir og þaulvanir ferju- menn. Þungur barningur var móti storminum gegnum þétt og þykkt krapaskriðið. Þó náðist að norð- urskörinni, þar sem fólkið fór upp, og kom Ingólfur einn suður yfir á bátnum. Aftur tók hann þrjá með sér og tók til ára rösklega að vanda. Annar karlmaður var frammi í bátnum og rótaði krap- inu frá með skóflu, eftir því sem unnt var. Loks komst þetta fólk upp yfir og Ingólfur aftur einn suður yfir. Þegar hann eftir lang- an og strangan róður náði að skör inni, var bátnum kippt upp, og ferjumaður sagði alveg ómögulegt að fara fleiri ferðir. Áin færi versnandi og væri orðin gersam- lega ófær. Enginn mótmælti því, sem þessi maður sagði: Orð hans voru hæsta réttardómur í þessu máli. Þegar gengið hafði verið frá bátnum, fóru þessir níu kjósendur, sem frá urðu að snúa, heim að Iðu, og þótti víst flestum gott að kom- ast í hlýjuna. Hófst nú umræða Framhald á bls. 814. 194 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.