Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 11
ar. Loðvík Napóleon gat nú þótzt eíga tilkall til ríkis. En sennilega hefur enginn haft trú á því, að draumur Loðvíks Napóleons myndi nokkru sinni ræt tist. Honum var nú leyft að koma til Frakklands, en var brátt vis- að úr landi, þar eð hann reyndist í ýmsu vera á sama máli og lýð- yeldissinnar, andstæðingar Loðviks í'ilippusar, borgarakonungsins. En ekki kom Loðvíki Napóleoni til hugar að láta stjórnmál af- Skiptalaus, og gaf hann út fyrstu ritsmíðar sínar um þau efni. Það er árið 1836, sem Loðvík Napóleon vekur fyrst á sér veru- lega athygli, en þá stóð hann fyrir svonefndu Strassborgarsamsæri. í Strassborg hafði Marseillasinn, þjóð- söngur Frakka á Uyltingartímanum yerið ortur, og þar hafði aðsetur herdeild, sem Napóleon mikli hafði verið í. Og nú ætlaði bróðursonur keisarans að fá herdeild þessa á sitt hand, draga saman her og halda til Parísar. v Foringi téðrar herdeildar tók vel á móti hinum unga manni, og nautum hans, en yfirmaður her aflans í Strassborg taldi trygg- ast að taka hinn bjartsýna keis arafrænda höndum og láta flytja hann fanginn til höfuðborgarinnar. Þannig varð Parísarganga Loðvíks Napóleons nokkuð með öðrum hætti en hann hafði ætlað, til raun hans til þess að hrifsa völd í Frakklandi hafði mistekizt með öllu. Loðvík Filippus lét ekki stefna hálfnafna sínum fyrir dómstól, held ur gerði sjálfur um mál hans. Kon- ungur hafði átt við ýmsa örðugleika að etja á stj órnarferli sínum. Lýð- veldismenn í París höfðu gert upp reisn, jafnaðarstefnan var fædd og verkalýðsbarátta komin til sögunnar. Miðstéttirnar börðust fyrir rýmkuðum kosningarétti. Þannig má vera, að konungi hafi þótt uppátæki Loðvíks Napóleons hlálegt og ekki alvarlegt áhyggjuefni. En hann sá fyrir því, að Loðvík Napó leon fengi um sig geislabaug píslar- vottsins í vitund almennings. Refsing hans var eingöngu fólgin í útlegð í Bandaríkjunum. Ekki varð Loðviki Napóleoni þó setudrjúgt í Vesturheimi. Hann komst aftur til Sviss á fölsku vegabréfi og náði fundi móður sinnar skömmu áður en hún dó. En nú fór Frakka- konungur að ýfast verulega við þess- um afspring Bonaparteættar. Hann fór þess á leit við Svisslendinga, að þeir vísuðu Loðvíki Napóleoní úr landi -eg hótaði að beita hervaldi, ef ekki yrði látið að kröfum hans. Ef til vill hafa þessi viðbrögð Loðvíks Filippusar orðið nafna hans hvatn- ing, að minnsta kosti sýndu þau, að konungur tók hann alvarlega. Loðvík Napóleon erfði væna fúlgu eftir móður sína, og nú hvarf hann burt úr Sviss af fúsum vilja og settir að í Lundúnum og keypti sér dýrindis hús, hélt ríkmannlegar veizlur, hafði stúlui á leigu í óperunni og átti sér ástkonu af háum stigum. Ekki gleymdi hann þó stjórnmálunum. Hann keypti tvö dagblöð í París, er tala skyldu máli hans, og árið 1939 gaf hann út stærsta ritverk sitt, Des Idées napoléoniennes eða Napóleonskar hugmyndir. Þar ægir saman bónapartisma, jafn- aðarstefnu og friðarstefnu. Þar ræðir hann um föðurbróður sinn sem fulltrúa byltingarinnar og vin frelsis og framfara. Merki hans þarf að hefja á ný, segir Loðvík Napóleon. Hann lætur ósagt, hver það eigi að gera. En hvað er eðlilegra en hugur lesandans hvarfli til bróðursonar keisarans? m. Árið 1840 ákvað franska stjórn in að láta sækja líkamsleifar Napo- leona mikla til Sankti Helenu, en keisarinn hafði lagt svo fyrir i erfðaskrá sinni, að aska hans skyldi „lögð til hvílu á bökkum Signu með- al frönsku þjóðarinnar, sem ég hef elskað svo mjög.“ Skipið, sem ösk- una flutti, átti að taka land í borg- inni Boulogne við Ermarsund, og bróðursyni keisarans var ekki ætlað að koma þar nærri. En Loðvík Napóleoni þótti hlýða að sýna, að ekki væru Bónapartar dauðir úr öll- Loðvík Napóleon gengur út úr fangelsins í Hamkastala hinn 25. maf árið 1846. Alla tíð sfðan loddi við hann auknefnið Badinguet, en svo hét verkamaður sá, er léði honum klæðl til flóttans. um æðum. Hann leigði sér gufubát í Lundúnum, fékk sextiu trygga fylgj endur sína til þess að slást í för með sér og stefndi til Boulogne. Aska föðurbróður hans átti ekki að fá leg í landi, sem Bónapartar máttu sín einskis i. Loðvik Napóleon lét þess getið við förunauta sína, að það væri jafnöruggt og sólin skini á himninum, að þeir næðu til Parísar að fáum dögum liðnum. iFramhald á 813. síðu. Götubardagi í París hinn 25. júní árið 1848. Cavignac hershöfð- ingi fékk óbundnar hendur að kveða uppreisnina niður, Það tókst honum á fjórum dögum, en þá lágu þúsundir i valnum. — Júníuppreisnin greiddi mjög götu Loðvíks Napóleons til valda. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 803

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.