Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 13
FáskrúðsfjörSur — sveitin, þar sem Jón Ólafsson, prestssonur frá KolfreyjustaS, ólst upp. Ljósmynd borsteinn Jósepsson. syni sínum, og biðja hann að sjá svo um, að Jón yrði settur til mennta. Jón hóf að rita bernskuminningar sínar í Iðunni, en var stutt á veg kominn. En skemmtilegastar eru þær bernskuminningar, sem hann hefur birt í kvæðinú um hjásetuna í fjall- inu á Kolfreyjustað. Þar segir svo: Gaman er um holtin há að hlaupa kringum ær í haga, man ég alla mína daga, fyrsta sinni er sat ég hjá. Undurvel lá á mér þá, he'.zt ég vildi hlaupa í sprett Staðarheiði austur alla upp á Halaklett. Halaklett ég upp komst á, ennþá koman þar mig gleður, þá var bjart og bezta veður, út um hafið allt ég sá. Sá á Papey suður þá, eygði svo í einum svip fjörutíu franskar duggur, fimmtán róðrarskip. Jón var sendur í latínuskólann í Reykjavík þrettán ára gamall. En jafnskjótt og hann hætti námi í skól- anum, fór hann að gefa út blað og taiaði þar djarflega frelsismáli þjóð- arinnar. Matthías Jochumsson var skólabróð ir Jóns í latínuskólanum. Hann lýsir Jóni svo síðar: „Hann var allra sveina fríðastur sýnum og kurteisastur — hinn hátt- prúðasti og hverjum manni hógvær- ari í tali. En að þrem árum liðn- um var Jón orðinn blaðamaður og ritstjóri, þjóðarinnar djarfasti „penni“ og nafnkunnur um land allt. Hann hafði sleppt skólanum af eigin hvöt og stóð þar seytján ára, föðurlaus, umkomulaus, félaus, allslaus, en rit- aði eins og sá, sem vald hafði, rit- aði sem ofurhugi og ofsamaður og mest gegn valdsmönnum landsins og þeirra ráðsmennsku — ritaði svo, að við vinir hans stóðum hræddir og höggdofa. Og engu síður ofbauð höfð- ingjunum, sem hann deildi við. Hvað gengur á fyrir pilti þessum eða er honum sjálfrátt og er hann með öll- um mjalla? spurðu þeir hver annan. Já, vér spyrjum enn eftir fimmtíu ár: Hvað vildi hann? Og hér skal því svarað: Hann vildi það sama, sem ótal ungir ofurhugar frá ómunatíð hafa viljað — hann vildi frelsa lýð og land frá ófrelsi, ójafnaði, óláni og rangsleitni. Til þess að leysa þetta mikla stórvirki af hendi hafði hinn seytján ára unglingur hvorki reynslu, fróðleik né flokksfylgi, nema nokk- urra ungra menntamanna. En hann hafði eitt: Hann hafði hugsjón. Og þessi hugsjón æsku hans var leiðar- Ijós hans alla ævi og rauði þráður- inn í örlögum hans.“ Þannig ritaði Matthías við fráfall Jóns Ólafssonar 1916. Jón Ólafsson hóf útgáfu lítils blaðs, sem hann nefndi Baldur, árið 1868. Það var tekið eftir þessu blaði sök- um ritleikni Jóns. Ljóð hans og rit- gerðir hleyptu eldmóði í æskulýðinn, og gamla fólkið hreifst einnig með við vængjatak arnarungans aust- firzka. En þess var ekki langt að bíða að ofurkapp Jóns Ólafssonar ylli árekstrl í fjórða tölublaði af þriðja árgangl Baldurs er út kom 19. marz 1870 — daginn fyrir tvítugsafmæli Jóns Ól- afssonar — kom Íslendingabraguí með söngnótum við. Þar í var þetta: En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja og flýja í lið með níðingafans, sem af útlendum upphefð sér sníkja eru svívirða og pest föðurlands. Allt kvæðið var í þessum anda og víða kveðið fast að orði. Það vakti geysilega athygli um land allt, og höfundurinn varð á svipstundu þjóð- kunnur. Blaði'ð var gert upptækt, en nokkr- um eintökum þess bjargaði Jón I kolakassa í herbergi sínu, er Jeitin var hafin. Meðan stóð á málsókn- inni út af íslendingabrag flýði Jón til Noregs. En málalok urðu þau, að Jón var sýknaður í landsyfirdómi. Þegar Jón kom heim, fór hann að gefa út nýtt blað í Reykjavík, sem hann nefndi Göngu-Hrólf. í ávarpinu fyrir blaðinu farast honum syo orð; „íslendingar, landar mínir! Ég þarf ekki að lýsa mér fyrir yður. Þér þekk ið mig, sem á í æðum eldheitan loga- straum: Þér þekkið allir skáldið, sem kvað íslendingabrag." En blað þetta varð ekki langlíft. Vorið 1873 birtist í því greinin um landshöfðingjann, sem áður er minnzt á. Þá fékk hann hinn þunga sektájS dóm og átti þá aðeins fötin, seift hann stóð í. Þá hjálpaði Páll bróðír hans honum til þess að flýja til Am- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 805

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.