Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 5
Landamæra bærinn Övertorneá og hiS nafntogaSa miðnætursólarfiall, Aavaaksa, sem er Finnlandsmegin fljótsins. ef ekki væri brotið árlega meira en riú væri gert. Við þetta grjótnám er notað gífurlega mikið af spre'ngiefni og risavaxin vinnutæki svo sem rkan ar og lyftur. Annar námubær í Norður-Svíþjóð var fyrrum miklu þekktari. Var það námubærinn Gellivare, en athafnalíf þar mun heldur hafa dregizt saman á síðustu áratugum, og þar er nú þéttbýlt byggðahverfi, en ekki kaup- staður eða borg í venjulegri merk- ingu. Eins og fyrr segir, hefur borgin Kiruna verið byggð frá byrjun eftir fastri áætlun og er því mjög skipu- lega byggð. Allt er' þar með nýtízku sniði og skólar, og aðrar opinberar byggingar glæsileg hús með öllum nútíma þægindum, þótt borgin sé um 150—160 km. norðar á hnettinum, en nyrztu tangar íslands. Kennaralið í Kiruna var sérlega myndarlegur hópur og óvenjulega var þar margt af ungu fólki, samanbor- ið við sambærilega skóla annars stað- ar í Svíþjóð. Til þess lágu tvær ástæð ur. Borgin Kiruna var tiltölulega ný reist og hún hafði vaxið hratt og þess vegna bættust árlega í hópinn nýir kemjarar. En hin ástæðan var þó eflaust veigameiri. Það hafði kom ið í Ijós fyrr á árum, þegar fjölga tók fólki í Norður-Svíþjóð, og þá sér staklega í Lapplandi, að erfitt var að fá kennara til starfa þarna norð- ur í kuldabeltinu. En sænska fræðslu málastjórnin tók þá til sinna ráða. Hún gaf út þær reglur, að þeir kennarar, sem hugsuðu sér að njóta styrkja til utanfarar eða annars frama í sambandi við kennslustörf, skyldu fyrst taka að sér kennslustörf um einhvern tíma í nyrztu byggðum landsins, og þar á meðal norður í Lapplandi. Margir kennararnir í Kir- una voru því ungir, vel gefnir menn, sem ætluðu sér í framhaldsmenntun meðal framandi þjóða. í skólastarfinu var því líf og fjör eins og jafnan fylgir ungu fólki. Mér fannst því skólastarfið þarna norður í kuldabeltinu mjög til fyrirmyndar. Sérstaklega virtist mér verknáms- skólinn fullkominn. Verknámsskól- ann sóttu vitanle'ga bæði piltar og stúlkur. Piltar voru þar við nám frá 12—16 ára aldri eða alls í 4 ár. Þeir unnu aðallega að smíði, bæði úr tré og málmi, og ennfremur lærðu þeir meðferð véla og unnu að viðgerðum á þeim. Eftir fjögra ára nám, er þeir útskrifuðust úr skólanum, fengu þeir einhver takmörkuð réttindi iðnaðar- manna. Síðasta árið höfðu þeir með- al annars gert upp bílvélar, smíðað hestvagna, bæði hjól og allt tréverk, og unnið að öðru tré- og málmsmíði. Stúlkurnar byrjuðu snemma handa vinnu í barnaskólanum og fóru svo margar um 12 ára aldur í verk- námsskólann og fengu þar'alla venju- iega húsmæðrafræðslu, bæði í handa- vinnu, matreiðslu og öðrum störfum húsmæðra. Síðasta veturinn fengu þær líka tilsögn í meðferð ungbarna. — Skólinn fékk lánuð nokkur börn á fyrsta, öðru og þriðja ári, og stúlk- urnar fengu að spreyta sig á að sinna þeim. — Ég fékk leyfi til að koma inn í salinn til barnanna. Þar voru nokkrar stúlkur 15 til 16 ára að sinna þeim. Sum börnin lágu í vöggu eða rúmi, en önnur voru að labba um stofuna eða salinn, sem þarna var einskonar kennslustofa. Allar voru stúlkurnar með grisjuklút fyrir munninum, til varnar því að sýkja börnin af kvefi og öðrum sjúkdóm- um. Svo virtist, sem stúlkunum þætti þetta fóstrustarf mjög ánægjulegt. Á meðan ég stóð þarna inni, gekk allt sinn vanagang. Stúlkurnar tóku litlu börnin upp og skiptu á þeim. Létu á pelann fyrir þau og hlúðu að þeim. Þarna inni var hlýlegt og heimilis- legt og engan vafa tel ég á þVí, að ungu stúlkurnar hafa í þessari deild verknámsskólans öðlast skilning á ýmsum vandamálum lífsins I sam- bandi við stofnun heimilis og aðhlynn ingu ungbarna. Þessi nýreisti námubær er um 160 km. mprðar á hnettinum en nyrztu tangar '"íslands, en þó virtist mér gróður þarna vera mjög svipaður og á íslandi, en tíðarfar er þó mjög ólíkt. Þótt sumarið sé ekki langt, þá er það yfirleitt hlýtt og bjart og varla rignir þarna um hásumarið. í Kiruna hverfur sól ekki af lofti írá því síðast í maí allt til síðla í júní- mánuði. Sumarið er því. sólbjart og hlýtt og gróðurinn samkvæmt því til- tölulega góður. Að vetrinum liggur Jakahröngl hrúgast upp vlð bakka og grynningar að vetrinum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 791

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.