Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 7
samar engjar eða slægjulönd, og frjó semin er svo mikil, þegar vorflóðin hafa flætt yfir engjalönd, eyjar og hólma, að þar sprettur svo vel, að hægt er að heyja þarna úrvalshey á véltæku slægjulandi, án þess að hafa nokkurn tíma plægt landið eða dreift á það áburði. í Tornedalnum má því segja, að mikil búsæld ríki beggja megin elf- unnar. Á vetrum eru ár og stórfljót í Tornedalnum ísi _ lögð, oftlega 5-7 mánuði ársins. Árnar, sem falla í stórfljótið Tornelfi, koma úr háfjöll- um og falla straumhörð um gljúfur og brattlendi. Ef snögglega hlýnar í veðri á vorin, verður vatnagangur- inn ægilegur og árnar brjóta' af sér ísinn, sem er geysilega þykkur, og hlaðast þá upp heil fjöll úr jökun- um í víkum og vogum og á eyjum og hólmum úti í fljótinu. En þegar hlýviðrið fer hægt yfir og ísinn moltnar af fljótunum án umbrota og straumþunga, þá fellur Tornelfur fram breið og lygn og flytur með sér frjóefni og gróður- mold. Og þegar flóðin sjatna, þá þýt- ur grasið upp og bændur þurfa ekki annað fyrir að hafa en slá og hirða heyið. Þegar skólastarfi var lokið síðasta daginn, sem ég var í Kiruna, lögðum við upp í ferð austur yfir Torneifi, með mér var námsstjórinn, Erik Lundemark, og skólastjórinn frá Kir- una, sem jafnframt var formaður ráðsins í héraðinu. í efstu daladrög- um Tornedalsins er allstórt lands- svæði austan Tornelfar, sem tilheyr- ir sænska ríkinu. Þessi strjálbýla byggð er í grunnum daladrögum með- fram Lainioelfi og Muonioelfi. Ferð- inni var heitir til fámenns sveita- þorps, sem nefndist Lainio. Þar var gamalt, lélegt skólahús og þessir for- ustumenn skólamála ætluðu að velja stað fyrir nýtt skólahús. Fyrst ók- um við um ásótt, skóglaust heiðaland, og eftir rösklega klukkutímaakstur erum við komnir að stórfljótinu, Torn elfi. Fljótið var þarna mjög breitt og leið fram með lygnum, þungum straumi. Hvergi sá ég brú yfir fljót- ið. — Allt í einu erum við komnir alveg á fljótsbakkann. Þar var dálítil bryggja, og við hana lá stærðarflcki á floti. Við flekann stóðu tveir þreklegir karlar, snöggklæddir með uppbrettar sktyrtuermar. ""Á fljótsbakkanum var kofi eða lítill fbúðarskúr fyrir ferju- mennina. Yfir fljótið voru strengdir tveir gildir stálvírsstrengir. Bilstjór- inn ók hiklaust út á bryggjuna og út á flekann. Við fórum fyrst allir út úr bílnum og litum í kringum okkur. Á fljótinu eru þarna hvergi brýr, og ég held, að hvergi séu brýr á fljótinu nema mikil járnbrautar- brú við Helsingjabotn hjá Hapar- anda. En hér var lögferja yfir fljót- ið. Ferjan var ekki alveg ólík ferj- unni, sem var á Héraðsvötnunum, fyrr á árum. Ég fór ekki aftur inn í bílinn heldur stóð á flekanum og studdist við bílinn og var nú haldið af stað. Fyrir réttum 20 árum eða sumarið 1926 hafði ég farið yfir Hér- aðsvötnin á ferjunni hjá Stóru-Ökr- um. Minnir mig, að þar væri hægt að taka á flekann í einu fjóra hesla, ásamt tveimur til þremur mönnum. Á Héraðsvötnunum var ferjan dreg- in yfir á streng með hjóli, sem snú- ið var með handafli, en þarna var höfð nokkuð önnur aðferð, en þó mjög frumstæð. Báðir ferjumennirnir höfðu í höndum sterklega eikarkylfu, álíka langa og kylfur lögregluþjóna. Einhvern veginn brugðu ferjumenn- irnir kylfunum þannig á strengina, að þeir gátu mjakað flekanum yfir, en hæg var ferðin á þessum frumstæða ferjufleka. Á hinum fljótsbakkanum var líka stutt, sterkleg bryggja, og um leið og flekinn rann að bryggj- unni, ók bílstjórinn bílnum upp á bryggjuna og áfram eins og leið lá til þorpsins. Um kvöldið, þegar við fórum aftur til baka yfir fljótið, endurtók sig sama sagan. Þegar yfir fljótið kom, breyttist landslagið mjög. í kringum Kiruna var ásótt heiðaland, nokkuð vaxið skógi, en þarna voru mýrlendar, skóg- lausar sléttur, gróðurlitlar og hvítar af sinu. Áfram var ekið um gróðurlausar mýrarnar, þar til komið var að skól- anum í þorpinu Lainio. Var þá farið að kólna f veðri og dregið fyrir sól. Golan á sléttunni var nöpur. Skóla- stjórahjónin tóku vel á móti gest- unum. Skólastjórinn var ættaður frá Kiruna og kunni vel við sig í kulda- beltinu, en konan hans, ung og glæsi- leg, var ættuð að sunnan úr Jamta- landi og undi sér ekki vel hér norð- ur frá. Sérstaklega sagði hún, að sér leiddust Lapparnir, sem jafnan færu um þorpið vor og hgust á ferðum sínum upp i fjöllin. Ferðafélagar minir fóru út I kvöld kulið að velja stað fyrir væntanlegt skólahús, en ég sat inni í hlýjunni hjá skólastjórafrúnni og börnunum, Inger litlu, þriggja ára, og Erik, fjög- urra ára. íbúðin var vistleg og hlý, fjögur herbergi og eldhús. í annarri stofunni var stór bókaskápur með góð um bókum. Var bókasafn þessa skóla- stjóra í kuldabeltinu meira og betr^ en hjá stéttarbræðrum hans sunnar í landinu, sem ég hafði komið til. Datt mér þá i hug, það sem sagt er um ísland og íslendinga, að hinn kaldi, langi vetur hafi um allar aldir stutt að bóklegri menningu fslend- inga. Börnin lltlu voru hvort öðru skemmtilegra. Þau settust hjá mér og spurðu margs. Loks var liðið að háttatíma hjá þeim, því að klukkan var að ganga níu. Þau áttu að baða sig áður en þau fóru að sofa, en þau voru treg til að fara í háttin. Loks lét Inger litla undan og fór með mömmu sinni að baða sig. Hún kom svo inn og bauð góða nótt. Mamma hennar fór svo.með hana inn í svefn- herbergið og breiddi ofan á hana. Var þá komið að Erik að fara í bað- ið. Þegar litla Inger heyrði, að mamma hennar og Erik voru farin úr stofunni, brá hún sér fram úr rúm- inu á náttfötunum og kom fram í stofuna til mín með bók, sem í voru dýrasögur, og bað mig að lesa. Ég fór að lesa sögu um elgsdýrið, en það heilir á sænsku algen, en er bor- ið fram eljen. Þarna skjátlaðist mér, og sú litla var ekki lengi að finna það.„Nei — eljen skall du aga,“ sagði hún og var alveg hissa á fáfræði minni. í því kom pabbi hennar inn og hinir gestirnir og þá var Inger litla ekki lengi að stökkva inn I svefnherbergið og lét síðan ekkert I sér heyra. Þegar við höfðum svo þegið góð- gerðir hjá þessum ágætu hjónum, fórum við sömu leið til baka vestur yfir Tornelfi, og síðan var ekið með okkur Lundemark alllanga leið niður dalinn að kauptúni.nu Vittangi á eystri bakka Tornelfar. Þangað komum við rétt um miðnættið og fengum þar gistingu og ágætar móttökur. Um morguninn heimsótti ég skól- ann, sem var allfjölmennur. Rétt fyrir hádegið var ég í síðustu kennslu stund í bekk hjá 12 ára stúlkum. Hálfa kennslustundina spjallaði ég við stúlkurnar. Ég sagði þeim sög- una um Helgu jarlsdóttur, sem fór alla leið til íslands með manninum, sem hún unni. — Stúlkurnar sátu hljóðar og hugsandi yfir örlögum hinnar glæsilegu jarlsdóttur. — Ég fór svo að spjalla við skólastjórann, en stúlkurnar sátu kyrrar í sætum sínum. Allt í einu sagði ein stúlkan: „Hals til Island“. Þá spurði ég að gamni mínu: „Ilvort biðjið þið að heilsa stúlk- um eða piltum á íslandi“? Á sænsku er það flickorna eller pojkarna. Þá kom nú heldur hreyf- ing á hópinn. Stúlkurnar hvísluðust á og hnipptu hver í aðra. Síðan kom svarið eins og frá æfðum talkór: „Pojkarna. Við biðjum að heilsa pojkarna“. Og svo skrfktu þær allar og hlóu. Eftir hádegið tókum við Lunde- mark okkur far með áætlunarbifreið, sem var á leið niður dalinn, en við ætluðum um kvöldið að gista I litlu kauptúni, sem heitir Över- tornea og er á bakka Tornelfar beint á móti þorpinu YlitorneS í Finn- landi. Þetta var nær því 100 km leið og 799 TÍMINN - SUNNUDAGS3I.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.