Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 8
áætlunarbíllinn fór hægt yfir. Vegur inn lá yfirleitt mjög nærri fljótinu, og var sæmilegur yfirferðar. Allmarg- ir farþega voru með bílnum í fyrstu, en oft var stanzað og farþegar fóru og komu. Um kl. 4 var stanzað all- lengi við vegamót, þar sem tveir áætl-. unarbílar áttu að mætast. Rétt þar hjá, sem bíllinn stanzaði, var ofur- lítið byggðahverfi, 3-4 bæir á sömu hæðinni, en landið var þarna yfir- leitt flatt og skóglaust. Bifreiðarstjór inn og fáeinir farþegar, sem þá voru í bílnum, fóru heim á einn bæinn, en við félagar sátum einir eftir í bílnum. Að lítilli stundu liðinni kom ung stúlka hlaupandi út að bílnum og spyr, hvort mennirnir vildu ekki koma heim eins og hitt fólkið og þiggja kaffisopa. Við þágum þetta með þökkum og gengum heim með konunni. — Þeg- ar sænski námstjórinn sagði henni, að ég væri íslendingur, varð húA mjög undrandi. Aldrei hafði hún neinn mann augum litið frá þeirri úthafseyju. Heima á bænum var okk ur ágætlega tekið og mér fannst þetta svo líkt því að^ koma heima á bæ við þjoðbraut á íslandi. Eins og kunnugt er, var Svíþjóð hlutlaus í styrjöldinni, en Finnar lentu i hörmulegri aðstöðu. Fyrst réðust Rússar á þá og unnu strax af þeim iand við Ladögavatnið, en síð- ar hleyptu Finnar Þjóðverjum inn i landið og áttu þeir víst að taka þátt í vörnum landsins móti Rússum. Þeir höfðu sínar herstöðvar í norðurhluta Finnlands og þá fyrst og fremst í Tornedalnum. Setuliðið þýzka varð strax mjög illa þokkað í Finnlandi og síðast hófst styrjöld milli setu- liðsihs og Finna. En herstöðvar Þjóð- verja voru sem fyrr segir allmiklar í Tornedalnum. Að lokum fór svo, að Þjóðverjar kölluðu lið sitt heim frá Finnlandi. En þegar setulið Þjóð- verja yfirgaf Tornedalinn, brenndu þeir hvert einasta býli Finnlandsmeg in í dalnum á 80-100 kílómetra svæði. Áður hafði mikið af íbúum héraðsins flúið yfir fljótið til Sví- þjóðar, ýmist á vetrum, er fljótið var ísi lagt, eða í næturhúminu að sumrinu. Vorið 1946, þegar ég fór þarna um, var aðeins byrjað að endurreisa byggð ina og voru þar allmörg bæjarhús í smíðum. En víða sáust uppistandandi hlöður og útihús, sem Þjóðverjarnir höfðu ekki nennt að kveikja 1, ef hús- in stóðu spöl frá bæjarhúsunum. Neðaríega í dalnum, Finnlands megip, beint á móti Övertornea, er dálítlð sveitaþorp og þéttbýl sveit, sem heitir Ylitorneá. Þar höfðu flestar byggingarnar _ síoppið við íkveikju óg brupa. — í þessu byggða- hverfi var geysilega mikil sögutíar- verkgmiðja og f§ikn af timbri. f>ar var iíká-jfremúr fátæklegur, Ibjálka- byggður barnaskóii, og nokkurn spöl frá sjálfu þorpinu var ungmenna- eða lýðháskóli. Öll þessi byggð hafði slopp ið við brunann. Um það var mér sögð þessi saga: Þýzkur undirforingi hafði haft yfir stjórn á setuliðinu í þessari svei.t. Hann hafði komið sér vel og sýnt landsmönnum kurteisi. Var hann þess vegna vel kynntur. Honum var farið að þykja vænt um fólkið og byggð ina. Yfirforinginn, sem fyrirskipaði brennurnar, hafði dvalizt lengra uppi í dalnum og reynzt þar hinn mesti harðstjóri. Hann dreifði mönnum sín um um dalinn og lét kveikja í allri byggðinni Finnlands megin á sama tíma. Þegar svo eldar loguðu um endilanga byggðina, þá ók foring- inn eins og leið lá niður með Torn- elfi, til þess að sjá með eigin aug- um, hversu íkveikjan hefði tekizt. Yfirleitt höfðu menn hans unnið trúlega, og eldar loguðu um alla byggðina, en aðeins fáein útihús, svo sem hjallar, hlöður og fjárhús, stóðu sums staðar uppi óbrunnin. En nú víkur sögunni til undirfor- ingjans sem átt hafði að sjá um íkveikjuna í Ylitorneá. Hann hafði séð ráð til að bjarga byggðinni. Hann safnaði saman feikna miklu af timbri og alls konar rusli, sem tilheyrði sög unarverksmiðjunni, og gerði af stóra. hlaða hér og þar um byggðina, og kveikti svo í verksmiðjunni og öll- um timburhlöðunum. — Þegar yfir- foringinn kom akdhdi í sínum gljá- fægða bíl, sá hann ekki á hönd sér fyr ir reykjarsvælu um alla byggðina. Svo var bálið gífurlegt og reykurinn mik- ill. Þá taldi yfirforinginn, að allt hefði farið eftir áætlun og flýtti sér sem mest í burtu frá þessu logandi héraði. En þegar svo bálið dvín- aði og reyknum létti, þá stóðu öll húsin uppi, og ekkert tjón hafði orð- ið annað en það, að öll verksmiðju- húsin voru brunnin til grunna og allt timbrið. Þessi þéttbýla sveit slapp því við eyðingu eldsins. Ég kom í báða þessa skóla, sem fyrr eru nefndir, og sá með eigin augum, að engar skemmdir höfðu orðið á þessum húsum. Skólastjóri barnaskólans var kona, sem hét Anio Alan Antti. Hún átti hærra í dalnum dálitla bújörð. Var þetta nýreist nýbýli, og sá maður hennar um búskapinn, þegar hún var við sín kennslustörf. Þetta nýbýli þeirra hjóna brenndu Þjóðverjarnir til ösku og nær ekkert bjargaðist af inn ahstokksmunum. Þó sýndi frúin okk- ur kringlótt borðstofuborð úr harð- viði, sem hafði sviðnað dálítið en ekki brunnið til skaða. Við það drukk um við kaffið í íbúð frúarinnar í skólahúsinu. Bústofni þeirra hjóna, sem var aðallega svín og hænsni, höfðu þýzku hermennirnir áður ræni <5g étið. Dvöl mín í Finnlandi var ekki löng, en hún var að sumu leyti söguleg. Til að komast inn í Finnland, þurfti ég vitanlega að fara yfir Tornelfi, eins og áður, er ég fór frá Kiruna, en sá var munurinn, að nú fór ég yfir fljótið, þar sem það rann á landamærum,'og voru því ýmis kon- ar vandkvæði á yfirförinni. Hömlurn ar voru aðallega þær, að útlendingar máttu aðeins fara yfir landamærin í Haparanda, en þar var aðaltollstöð og járnbrautarbrú yfir fljótið. -Þó var tollstöð þarna við fljótið í Övre- torneá og önnur Finnlands megin í Ylitorneá, en þessar tollstöðvar voru aðeins fyrir heimamenn beggja vegna. Um útlendinga giltu allt aðrar reglur. Eftir nokkurt þjark, fengum við loks leyfi til að fara yfir fljótið næsta morgun snemma, ef við kæmum aftur til baka um kvöldið. Við lofuðum því hátíðlega, og tollverðirnir lofuðu að útvega okkur bát hjá tollstöðinni Finnlands megin. Ekki er ég viss um, að þarna hafi verið lögferja yfir fljótið, heldur hafi karlar, sem áttu einhverja fleytu, stundað þetta sem atvinnu. Klukkan 8 morguninn eftir vorum við Lundemark komnir niður að fljótinu hjá tollstöðinni og biðum bátsins. Tollstöðin var lítill íbúðar- skúr og í skúrnum voru tveir toll- verðir með borðalagðar húfur. Þeir voru skrafhreifnir og spurðu margs frá íslandi. Við settumst svo niður á grasi vaxinn fljótsbakkann, en báturinn lét bíða eftir sér, og liðu nær því tveir tímar, þar til Ioks hann kom. Á meðan við bið- um þarna á fljótsbakkanum skeði nokkuð, sem kom mér á óvart. Við höfðum setzt framarlega á grasi vaxinn fljótsbakkann. Veður var hlýtt og bjart yfir. Fljótið streymdi fram, lygnt og straum- þungt. Allt í einu varð ég þess var, að fljótið óx með allmiklum hraða og flæddi upp á bakkann til okkar og urðum við að færa okkur hærra upp. Lundemark námsstjóri skýrði þetta fyrirbrigði. Tornelfur er talin um 470 km löng frá efstu uppsprettum við landamæri Noregs, en svo fellur hún í gegnum geysimikið stöðuvatn, sem heitir Tornetrask, én frá vatn- inu til sjávar er fljótið um 408 km. Þessa daga var hlýtt í veðri og náðu hlýindin upp í hálendið, þar sem upp- tök fljótsins eru. En í Tornelfi falla eins og fyrr segir Lanioelfur og Muon iaelfur. Leysingin uppi í hálendinu var geysimikil, þar sem allt hálendið var þakið snjó. Leysingin er mest um hádegið og fram eftir deginum, en svo kólnaði jafnan með kvöldinur og þá lækkaði aftur í fljótinu. Flóð aldan, sem féll fram á meðan við sátum við fí^ótið um klukkan 8—10 Framhald á 814. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 800

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.