Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 4
lágnætti við Tornevatn. Sólin flýtur yfir fjöllin um miðsumarskeiðið. í lögsagnarumdæmi Kiruna er ákaf lega strjálbýlt en þó eru á víö og dreif nokkuð fjölmenn byggðarhverfi, og ef maður ber saman flatarmál lög- sagnarumdæmisins og mannfjöldann, þá reynast að meðaltali 2 menn á hvern ferkm. Útflutningur á járngrýti frá Kir- una og Gellivare er geysilega mikill. Talið er, að árið 1961 hafi útflutn- ingurinn orðið um 25 milljónir lesta. Fer aðalútfluttningurinn um Narvík, en á sumrin að nokkru um 'borgina Luleá við Heisingjabotn. Það var sunnudaginn 26. maí vor- ið 1946, sem ég kom til Kiruna, síðla dags. Ég tók mér gistingu í litlu gistihúsi og fékk til umráða lítið kvist herbergi, en gluggi þess sneri út að námufjallinu. Um miðnættið sat ég fáklæddur við opinn herbergisglugg- ann og virti fyrir mér umhverfið. Allar hæðir og fjöll í nágrenninu voru böðuð í kvöldsólinni, en um stund var sólarlag á götum bæjarins og láglendinu í kring. En fljótlega hækkaði sóiin aftur á lofti, og um II. Kiruna. Víðlendasta borg verald ar. Langfjölmennasta borgin í Lapp- landi er námubærinn Kiruna. — En borgin er líka víðlendasta borg ver- aldar. Lögsagnarumdæmi borgarinn- ar nær yfir 14 þúsund ferkm. (Vatna- jökull 9-10 þús. ferkm.) íbúar innan takmarka sjálfrar borg arinnar voru árið 1961 um 19000, en í öllu lögsagnarumdæminu um 27000, og íbúum fer ört fjölgandi. Borgin Kiruna er nyrzt og vest- ast í fjalllendi Lapplands og er rösk- Iega 500 metra yfir sjávarmál. Frá Kiruna til Narvíkur í Noregi eru um 140 km. og nokkru lengra til Luleá við Helsingjabotn. En hver er ástæðan til þess, að þarna uppi í hálendi Lapplands hef- ur vaxið upp fjöimenn og sívaxandi borg? Svarið er einfaldlega þetta: Til- vera þessarar fjallaborgar byggist nær eingöngu á námugrefti og þeirri at- vinnu, sem námugröftur skapar. Rétt suðaustan við borgina er fjallið Kiirunavaara (Rjúpnafjallið). En í þessu fjalii er mesta járnnáma Sví- þjóðar. En það er eiginlega rangt að segja, að 1 þessu fjalli sé járnnáma, heldur er fjallið allt ein járnnáma. Árið 1902 var lokið við að leggja járnbraut frá Kiruna til Narvíkur. Má segja, að það hafi verið mikið afrek á þeim tímum. Vitanlega var sprengiefni notað við gerð jarðgangn- anna, en annars varð að vinna verk- ið með haka og skóflu. Engar raf- veitur voru þá þarna norður frá og engin stórvirk tæki. Á þessu sama ári var gerð áætlun um byggingu borgarinnar Kiruna, borgarstæði val- ið og gerð áætlunarteikning af henni. Hún var þannig fyrirfram sikpulögð, og er að því leyti ólík gömlum borg um, sem uxu fyrst upp eins og smá- þorp óreglulega og skipuiagslauat klukkan eitt var allt umhverfið og borgin öll böðuð í morgunsól. Ég hafði seinni hluta dagsins og um kvöldið kynnt mér dálítið sögu þessarar námuborgar, með viðtölum við námuverkamenn, sem ég hitti í gistihúsinu, og gistihússtjórann. Nú rifjaði ég þetta upp í hlýrri nætur- kyrrðinni. Þegar ég leit fyrst á námufjall- ið, fannst mér einkennilegt að sjá heljarmikið skarð í gegnum það, og í þessu skarði sá ég risastóra krana og alls konar stórvirk vinnutæki. Fjallið Kiirunavaara, sem blasti við augum mínum í kvistglugganum, er ekki mjög hátt, en alllangur fjall- garður og þykkur. — Venjulega eru járnnámur og kolanámu unnar þann- ig, að grafin eru göng inn í fjöll- in eða niður í jörðina, en í þessu járngrýtisfjalli er námugröfturinu þannig, að rutt er ofan af fjallinu ónothæfu grjóti, og það lagt til hlið- ar, og myndar því úrgangurinn nýtt fjall, en síðan er brotið skarð í fjall- ið og nothæfu járngrýti ekið í burtu i járnbrautarvögnum til Narvíkur í Noregi eða til borgarinnar Luleá við Helsingjabotn. Verkamenn, sem ég talaði við, sögðu mér, að þetta málm- auðga fjall myndi endast í 300 ár, 796 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.