Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 12
/ Jón Ólafsson var ekki neinn frið- flytjandi. Hann var fyrst og fremst stríðsmaður, óvæginn og stundum ósvífinn og ávallt harður í horn að taka. inni. Hann tók ferðatöskurnar með sér. Eldri maðurinn beið þarna um stund. Hann vissi, að flóttamaðurinn var með farseðil til Vesturheims í vasanum og tvö hundruð ríkisdali í peningum, og hafði hann útvegað hvort tveggja. Þegar báturinn var kom inn út að skipinu, sneri hann aftur upp í bæinn. En hver var þessi ungi, garpslegi maður, sem var að flýja land og fara til Vesturheims? Lengur vil ég ekki dylja nafn hans. Þetta var Jón Ólafs- son, skáld og ritstjóri. Hann hafði fyrir fáum dögum verið dæmdur í tólf hundruð ríkisdala sekt fyrir blaðagrein um Hilmar Finsen lands- höfðingja. En þessa fjárhæð gat hann engan veginn greitt, og fangelsið eitt blasti við honum. Máðurinn, sem fylgdi honum tii skips, var Páll Ólafs- son skáld, bróðir hans, á Hallfraðar- stöðum. Hann sat þá á þingi fyrir Norður-Múlasýslu og var að hjálpa bróður sínum að flýja la ii, svo að hann lenti ekki í fangelsi. Síðar var þessi sekt lækkuð í yfirrétti niður í fjögur hundruð ríkisdali, meðal ann ars fyrir áhrif frá Hilmari Finsen. Greiddi Páll hana, og Jón Ólafsson kom heim aftur. Mannlegt lif mótast af þrennu: Foi tíð, nútíð og framtíð. Og af þessu þrennu er nútíðin mikilvægust, því að hún er það eina, sem við ráðum yfir. Sagt hefur verið um okkur íslend- inga, að við lifðum meira í fortíð- inni en aðrar þjóðir. í því kemur fram áhugi okkar á sögunni. Og víst er um það, að menningararfu for- tíðarinnar hefur haft mikil áhrif á þjóðmenningu okkar. Þjóð, sem á gullaldarbókmenntir eins og íslend- ingar, má ekki missa sjónar á þeim. Söguþráðurinn má ekki slitna, ef fá- menn þjóð, sem komin er í þjóð- braut, á að halda séreinkennum sín- um. ★ Síðari hluta nætur klukkan þrjú og fjögur vorið 1873 sáust tveir menn á gangi á götum Reykjavíkur. Þeir báru ferðatöskur og stefndu niður að höfninni. Annar maðurinn var mið aldra, fremur lítill vexti, en kvikur á fæti, en hinn stórvaxinn, svipmik- ill piltur um tvítugt. Þeir töluðu lít- ið saman. Þó var auðséð, að sérstak- ur trúnaður var á milli þeirra. Hvað voru þessir menn að fara? Voru þeir að flýja, og ef svo var: hvers vegna? Hvað höfðu þeir brotið af sér? Báðir voru mennirnir svo drengilegir, að ólíklegt var, að þeir hefðu brotið landslög. Þegar þeir komu niður að höfn- inni, kvöddust þeir, og steig yngri maðurinn út á bát, sem var á för- um að ensku skipi, sem lá á höfn- Hér verður ekki sagt frá Jóni Ólafs syni vegna þessa atviks, þó að ég hafi notað það sem inngang að máli mínu, heldur vegna þess menningar- þáttar, sem hann á í sögu Austur- lands, þar sem hann stofnsetti tyrst- ur prentsmiðju á Austurlandi, r.ieð fjárhagslegum stuðningi Páls bróður síns og gaf þar út fyrst austíirzka blaðið. Þeim þætti mega Austfirðing- ar ekki gleyma úr sögu sinni. Verð- ur hér minnzl á fáein atriði úr sögu Jóns, áður en skýrt verður frá blaða- útgáfu hans á Eskifirði. Jón Ólafsson fæddist á Kolfreyju stað i Fáskrúðsfirði 20. marz 1850. Var hann sonur séra Ólafs Indriða- sonar og Þorbjargar Jónsdóttur frá Dölum, og var hún síðari kona séra Ólafs. Páll Ólafsson var hálfbróðir hans. Jón missti föður sinn ellefu ára gamall, og var hann þá byrjaður að kenna honum undir skóla, því að Jón var snemma greindur og bráðþroska. Hið siðasta, sem séra Ólafur gerði á banasænginni, var að skrifa Páli m 804 TÍIINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.