Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 17
stundinni til herþjónustunnar. Hann er aðeins starftæki hugans og táknar aðeins lítinn hluta hans. Hann fær aldrei af sjálfsdáðum risið ofar hinni daglegu reynslu vorri. Hann er alger lega efniskenndur. Hinn sanni veruleiki, segir Berg son, er handan við allar skynjanir. Hann er ofar öllum hlutrænum sam böndum. Hann er þróun, sem á sér stað, ekki áðeins í rúmi, heldur einn ig — og fyrst og fremst í tíma. Tök- um til dæmis mann, sem vér getum kallað herra Jón Jónsson. Segjum, að hann sé 45 ára gamall. Hann geng ur á þessu augnabliki á götunni. En auðsætt er, að hann er ekki fremur þessi maður, sem vér köllum Jón Jónsson, heldur en þegar hann var fyrir 40 árum, þegar hann var að ólm ast sem lítill 5 ára snáði. Hinn raun- verulegi Jón Jónsson er ekki sú per sóna, sem vér sjáum á einhverju ákveðnu augnabliki. Raunveruleiki þessa manns er hin samfellda þró- un hans frá því að hann fæddist og til dauðadags. Hitt er annað mál, að Jón þessi Jónsson er eini maðurinn, sem skilur og lifir þennan veruleika. Hann er eini maðurinn, sem lifir hvert augnablik síns eigin lífs, tekur á móti því sem innri reynslu. Það er aðeins innsæi hans, — hið skap- andi • vit, — sem opinberar honum sjálfan sig sem lifandi og vaxandi sál. — í þessu sambandi er viðeigandi að minnast lauslega á það, sem aðrir heimspekingar hafa nefnt hið lif- andi og hið dauða sjónarmið, því að greinilegt er, að Bergson er hér að tala um nákvæmlega hið sama. Því miður er það svo, að flestir dómar mannanna barna eru kveðnir upp frá hinu dauðn sjónarmiði („the static vlewpoint“ á ensku máli). Maður er dæmdur eins og hann er á einhverju ákveðnu augnabliki, en ekki með tilliti til þess, sem hann var, eða hins, sem honum er ætlað að verða Lifandi heild er hlutuð í sundur, þverskurður tekinn og litið á hann, eins og hann væri sjálfur hin lifandi heild. Sérhver maður er, ekki aðeins það, sem hann er á einhverju ákveðnu augnabliki, heldur og það, sem hann var, og hitt, sem hann á eftir að verða. Það er öldungis víst, að frá þessu lifandi sjónarmiði horfði Jesús Kristur á Sál frá Tarsus, enda átti það eftir að koma í Ijós, að Meistaranum hafði ekki missýnzt. Árið 1900 var Henry Bergson gerð- ur að prófessor í heimspeki við Coll ége de France. Margar bækur hans, svo sem til dæmis „Tíminn og hinn frjálsi vilji,“ „Efni og minni,“ „Hugarorka“ og „Hlátur og há- speki“ vöktu geysimikla athýgli bæöi í gamla og nýja heiminum. Hér var veikgerður, yfirlætislaus og auð- fnjúkur Davíð, sem slöngvaði steini að hinum volduga Goliat efnishyggj- unnar. Hér var tungumjúkur próféss- or, sem talaði á sefjandi hátt um andann, þegar tízka var að tala á andríkan hátt um efnið. — En fyrir- lestrar Bergsons urðu fádæma vinsæl ir. — Um þá var sagt: „Þögn féll yfir salinn, og áheyrendurnir kenndu kynlegrar hrifningar, þegar þeir sáu hann nálgast frá baksviði hringleika- hússins, setjast niður bak við skyggð- an lampa, án allra handrita, venju lega með fingurgóma beggja handa sameinaða." Hann talaði hægt, með virðuleika og rólegu hljómfalli. Mál far hans var listrænt, en um leið með vísindalegum blæ. Hann hneykslaði suma af hinum gráskeggjuðu prófess orum með því að halda því fram. að heimspekin ætti að lækna mein mann anna, en ekki að fela þau eða sætta menn við þau. Hann fann upp ný orð og orðasambönd í sfað gamalla og slitinna orðatiltækja og skoraði á áheyrendur sína að taka það, sem hann segði, til athugunar á sjálfstæð an hátt. Reyndi hann að gera þeim það Ijóst, að ef þeir óskuðu að kom- ast í snertingu við veruleikann, mættu þeir ekki liggja á liði sínu eða telja sér trú um, að það kostaði enga áreynslu. „Tilgangur minn með athugunum mínum, “ sagði hann, „er að túlka nákvæmlega það, sem sér- hver af oss er að leitazt við að finna hið innra með sjálfum sér.“ Auðvitað voru sumar kenningar Bergsons lítt skiljanlegar venju- legum hversdagsmönnum, því að það er nú einu sinni svo, að þeir eru tiltölulega fáir, sem hafa getu og enn þá síður unun af því að klífa hin háu fjöll heimspekinnar. En margir tóku samt kenningar Bergsons trúan legar og mátu þær mikils. Bergson hafði lag á því að setja þær þann veg fram, að þær yrðu aðlaðandi og jafn vel sefjandi. Hann brosti sjálf- ur mjög fagurlega og öll fram- koma hans var vel til -þess fallin að verka þægilega á áheyrendur hans. Hann var prúðmenni mikið og kunni vel að umgangast menn, og er það meira en hægt er að segja um suma heimspekinga, svo sem til dæmis Nietzsche og Schopenhauer. — Sjálf ur hefur hann skilgreint prúðmenm ið á þessa Ieið: - „Hinn fullkomni heimsborgari veit, hvernig hann á að ' tala, við hvern sem er, um áhuga- mál hans, hann skilur skoðanir við- mælanda síns, enda þótt hann að- hyllist þær ekki alltaf, en þar fyr- ir þarf hann ekikí að afsaka allt. Þess vegna geðjast oss að hon- um, jafnvel áður en vér höf- um kynnzt honum nokkuð að ráði. Vér byrjuðum með því að tala við ókunnugan mann, en oss til undrunar og yndis uppgötvum vér í honum vin.“ — 1 Bergson er höfundur heimspeki, sem stundum hefur verið kölluð heim speki hinnar skapandi þróunar. — Hann reif niður þá kenningu, að hugur og heili— væri eitt og hið sama. Hugurinn er, að hans dómi, miklu meira en heilinn. Eðli hugans eða vitundarinnar er algerlega óskyit eðli heilans. Vitundin er skap- andi. og það er aðeins þessi skap- andi vitund, sem skilið getur grutid- vallar^annindi reynslunnar. Heil- inn er aftur á móti sama sem greini- hugurinn („the analytica! mind“), en hann er ekki skapandi eða frjór —. Reynsla er skapandi heild, — heild, sem er ekkí sama sem htutar hennar samanlagðir Tré eða kvæði er líf- ræn heild, ekki samsafn einstakra hluta — Vér getum ekki gert línu úr punktum og'kallað hana þróunar- línu. Vér geturJt" ekki raun og veru framlengt sekúndur í mínútur, eða mínútur í ldukkutíma Vér gerum þetta afr vísu, en þá er um að ræða það, sem Bergson kallað „dauð- an tíma“. en hann er ekkert annað en tákn hins lifandi tíma, er hann nefnir svo. En sérhvert augnablik h.ns „lifandi tíma" táknar ekki eitthvert brot tímans, heldur allan tímann. Greinihugurinn getur aðeins starfað í augnablikinu, en hið skapandi vit (tengihugurinn, sem svo er nefndur í guðspekilegum fræðum) felui í sér þróun eða vöxt — fortíð. nútíð og framtíð, allt í senn — Vöxtur hinn ar innri vitundar, eða hins skapandi vits — það er lífið. segir Bergson. Það er segulstraumurinn, sem hræirr og hrindir öllu fram Bergson nefn- ir þetta myndrænu nafni — .ueista lífsins" („Elan vital“ á frönsku). — Þó að heilinn verði að engu með líkamanum, er þessi „neisti lífsins,“ ódauðlegur, alveg eins og tím- inn verður alltaf til. þó að allir luuv ir rúmsins farist Bergson freisaði tímann úr fangelsi rúmsins og hóf hann til hásætis í innri vitund manns ins. Þess vegna sagði hann: „Maður inn Iifir ekki i tímanum, hcldur iifir tíminn í honum." Því að tíminn er innra fyrirbrigði. — Lítinn vafa tel ég á því, að það, sem Bergson kall- ar „neista lífsins," sé hið sama sem Jesús Kristur nefndi „eilíft líf“ — Hann sagðist vera.í heiminn borinn til þess að gefa mönnum þetta „eilífa líf,“ það er að segja það, sem Berg- mundi hafa nefnt hið „skapandi vit“, hina frjósömu innri lífsfyllineu, sem Kristnamurti mundi líklega kalla „sannleikann" eða eitthvað þess hátt- ar. Hvort hægt er að gefa þessu um: Sérhvert augnablik er nýtt á móti mál, sem má deila um. Eitt af hinu sérkennilegasta í kenningum Bergsons er það, að nú- tíð eða framtíð sé ekki vélrænn árangur fortíðarinnar. Sérhvert augna blik nútíðar er algerlega sérstætt, og sérhvert augnablik framtíðar er TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 809

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.