Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 20
Séð heim að Reykjum f Hrútafirði, þar sem Sturla Slghvatsson var staddur, er hann spurði Sauðafellsför Vatnsfirðinga. Ljósmynd: Þorst. Jóseþsson. og virðist sem þá hafi of meir gætt í ráðum hans fljóthyggju og ofstopa en skynsamlegrar íhygli. Eigi verður heldur Sturlu það til lofs fært, að hann væri vægur sigr- uðum mótstöðumönnum sínum eða vandur að aðgerðum, þá er hann þótt ist hefndum þurfa fram að koma. Sást hann þá tiðum lítt fyrir, svo sem er hann að lokinni Grímseyjarför lét gelda presta Guðmundar biskups góða og ætlaði að láta blinda Órækju frænda sinn neð því að stinga úr honum augun, þótt minna yrði úr því verki en til var ætlazt vegna mis- taka þess manns, annað hvort vilj- andi eða óviljandi. sem ódæðið var settur til að fremja. Saga Sturðu Sighvatssonai allt til þess, er hann, aðeins tæplega fertug- ur að aldri. féll i Örlygsstaðabardaga 1238, er því saga vígaferla, valdabir áttu og oft ofstækisíitlls hefndar- þorsta. Hún er saga þess manns, sem ofar öllu virtist selja yfirdrottnun og völd — með hverjum ráðum. sem það ynnist. Slík er og raunar saga flestra höfðingja Sturlungaaldarinnar og sízt fegurri. hvað snertir suma aðra en Sturlu. í ljósi þessarar sögu standa Sturla Sighvatsson og þeir aðrir forystu- menn þessa tímabils sem einhverjir mestu __ óhappamenn stjórnmála- sögu íslands, og hiaut þjóð- in að gjalda áfallanna af óhappaverkum þeirra með því að þola erlenda undirokun hartnær sjö aldir. Ein er þó sú frásögn Stulungu, er sýnir Sturlu Sighvatsson í öðru Ijósi en hinar aðrar frásagnir herma. Frá sögn sú, er lýsingin á viðbrögðum Sturlu, er honum bárust fregnirnar af Sauðafellsför þeirra Vatnsfirðinga. Sturla bjó að Sauðafelli í Dölum rausnarbúi, svo sem hæfði slíkum höfðingja. Voru þar híbýli „gnógleg og góð“, segir Sturlunga, og búskap- ur annar þar eftir. Kvæntur var Sturla Sólveigu Sæmundsdóttur, Jóns sonar, úr Odda á Rangárvöllum. Hef ur hún án efa verið glæsikona, vel gefin og höfðinglunduð sem henni stóðu ættir til. Var það eigi lítill styrkur framagjörnum manni sem Stulu að fá slíks kvenkosts. Er Sæ- mundur, faðir Sólveigar, dó, var Snorri í Reykholti til fenginn að skipta arfi milli barna hans, og lét hann Sólveigu hafa koseyri af arfin- um. Má lesa það milli línanna, að þar kunni Snorra að hafa vissir hlutir til gengið, enda segir Sturlunga, að honum hafi þótt við Sólveigu skemmti legt að ræða. Og er hann frétti að Sturla hefði fengið hennar „varð hann fár við og þótti mönnum sem hann mundi til annars hafa ætlað“, bætir frásögnin við. En hafi Sturla í beim kvánarmálum sínum brugðið fæti fyrir áætlanir Snorra, frænda síns, þá átti hann eftir að elda við hann og Órækju, son hans, síðar meir grátt silfur á fleiri sviðum. Svo sem frá er greint í Sturlungu, hafði Þorvaldur Vatnsfirðingur veg- ið á hinn ódrengilegasta hátt Hrafn á Eyri við Arnarfjörð, einhvern göf- uglyndasta höfðingja Sturlungaaldar- innar. Vígs þessa hefndu synir Hrafns síðar með því að brenna Þorvald irini, er hann var staddur hjá vini sínum, Skeggja á Gillastöðum. Að loknu því verki flúðu Hrafnssynir á vit þeirra feðga, Sturlu Sighvatssonar og föður hans, Sighvats á Grund, og tiku þeir feðgar þeim vel. Synir Þorvaldar tóku ríki eftir föð ur sinn. Hugðu þeir á hefndir, og beindu eigi sízt reiði sinni að Sturlu Sighvatssyni, sem þeir sökuðu um fjörráð við föður sinn. Og þar kom haustið 1229, að þeir bræður drógu að sér lið og héldu til Sauðafells þe-irra erinda að reka hefnda á Sturlu. Sturla hafði farið norður í Hrúta- fjörð, rétt áður en Vatnsfirðingar komu í Sauðafell og var því eigi heima, er þá bar að garði: Óþarft er að rekja aðgerðir þeir’ra Vatnsfirð inga á Sauðafelli, svo kunnar eru þær öllum.er Sturlungu hafa lesið. Unnu þeir á Sauðafelli hin verstu níðings- verk á varnarlausu og saklausu fólki, og segir Sturlunga svo um viðskiln- að þeirra þar, „að þeirra híhýla væri mestur munur, hversu góð voru fyrir klæða sakir og annars, áður þeir komu um nóttina, og hversu óræstiieg og fátæk voru, er þeir fóru brott. Flaut blóð um öll hús, og nið- ur var steypt drykk öllum og spillt öllu því, er þeir máttu eigi með komast.“ Strax morguninn eftir, er Vatnsfirð ingar voru farnir frá Sauðafelli, voru tveir menn sendir til Norðurlands að segja Sturlu tíðindin. Þeir komu morg uninn eftir að Reykjum í Hrúta- firði, þar sem Sturla var staddur. Var Stula á fætur risinn og hafði geng- ið til laugar, þá sendimenninga bar að garði. Þá er Sturla kom úr laug- inni, gengu sendimenn til hans og fluttu honum tíðindin. Má nærri geta svo sem atburðir stóðu til, að eigi hefur sú fréttayfirlýsing fögur verið, er þeir fluttu honum. Hlýddi Sturla þögull á frásagnir þeirra, og er þeir höfðu lokið frá ótíðindum að segja, spurði hann sendimann, hvort Vatnsfirðingar gerðu Sólveigu mein. Sendimenn sögðu hána heila. „Síðan spurði hann einskis“ segir Sturlunga. Þetta atvik sýnir okkur aðra mynd af Sturlu en hinar aðrar frásagnir Sturlungu gera. Maðuinn, sem kunn astur er að því að bregðast við títt og hart, er honum þótti á sinn hlut gengið, og láta þá oft ofsa og fljót- ræði verða skynsamlegum viðbrogð- um yfirsterkari, hlýðir þögull á, en án • efa þungbúinn, er sendimenn flytja honum tíðindin um ódæðisverk þau og spjöll, sem Vatnsfirðingar unnu á fólki hans, heimili og eign- um. Og er þeir hafa lokið sögu sinni, er það aðeins eins, sem hann þarf að spyrja. Hann spyr, hvort þeir gerðu Solveigu, konu hans, mein. „Síð an spurði hann einskis." Sturlunga er fáorð um ástir og hjónaband þeirra Sauðafellshjóna minnist hvergi á slíkt. Hin eina vitn eskja, sem lesendur fá um þau mál, birtist í þessari stuttu frásögu. Og 812 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.