Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 6
Mjög algeng tegund útlhúsa t Tornedal matvœll. snjór yfir öllu, og stundum allþykkur. En mest snjóar í logni og skefur því^ snjóinn sjaldan í skafla. Á vor- in eyðist snjórinn smátt og smátt fyrir sólbráð. Þegar ég kom til Kiruna síðustu dagana í maí, var snjórinn að mestu horfinn. í skurðum og jarð- föllum sáust þó víða hjarnskaflar. Víða sáust líka klakahellur, þar sem skugga bar á að húsabaki, og runnu smálækir þaðan út á götuna, en i varpanum móti sól, framan við hús in, voru útsprungnar sóleyjar og fífl- ar. Ekki var þó langt síðan snjór var þar yfir öllu. Var það nýfallinn snjór en undir nýja snjónum voru hjarn- breiður í skurðum og lægðum. Um miðjan apríl hringdi ég frá Stokkhólmi norður í Lappland og spurðist fyrir um veður og færi. Var mér þá sagt, að nýfallinn snjór lægi barna geymir fóik kjöt og flsk og önnur yfir allri byggðinni, og í nyrztu hér- uðum hefði borið nokkuð á bjarn- dýrasporum í snjónum, en síðla vetr- ar í marz og apríl eru bjarndýr að skríða úr híðum sínum, grannir og langsoltnir eftir vetrardvalann. Geta þeir þá stundum verið hættu- legir mönnum. Var mér ráðlagt að fresta för þangað norður að minnsta kosti um mánaðartíma. Ég fór að því ráði og kom því ekki á þessar slóðir fyrr en síðustu dagana í maí. Sunnudaginn, sem ég var í Kiruna, var svonefndur mömmudagur um alla Svíþjóð. Mömmudagurinn er ætíð síð asta sunnudag í maí. Það er sænsk- ur, þjóðlegur siður, að þann dag reyni aiiir, sem eiga móður á lífi, að heimsækja hana, ef nokkur tök eru á, en annars senda henni sím- skeyti eða tala við hana. - Þegar ég kom í símstöðina í Kir- una, rétt fyrir hádegið þennan mömmudag, var þar mikil ös. Mest var þetta ungt fólk, sem ýmist var að senda símskeyti eða bíða eftir símtölum. í vaxandi borg, þar sem atvinna er nóg, er ætíð mikið af ungu fólki, aðfluttu, og þarna í Kir- una var fjöldi af aðkomuunglingum frá Suður-Svíþjóð og líka frá Noregi og víðar að. Ég spjallaði við sumt af þessu unga fólki. Margt af því var þreytulegt og alvarlegt á svipinn, og þráði móður sína og heimahaga. Sumt af þessu unga fólki hafði ekki séð móður sína eða átthagana í mörg ár. í heimavistarskólunum í Svíþjóð fá öll börnin að fara heim til sín um þessa helgi, ef þau eiga ekki allt of langt heim. í heimavistarskólan- um fyrir Lappaþörn rétt hjá Gelli- vare, fékk ekki nema rúmlega helm- ingurinn að fara heim. Hin voru svo langt að komin. Eitt þeirra átti rösk- lega 100 km leið heim til sín. Rétt austan við Kiruna fellur fljót- ið Tornelfur. Það kemur úr geysi- stóru vatni, sem liggur á hálendinu uppi við iandamæri Noregs og Svíþjóð ar. Vatnið heitir á máli heimamanna Tornetrask, en er nefnt Torne-vatn í íslenzku landkortabókinni. Litlu austar og norðar kemur ofan úr há- fjöllum uppi við landamærin allstórt fljót, sem heitir Lainioelfur og fellur í Tomelfi og enn norðar og austar fellur annað allstórt fljót, sem heitir Muonielfur og rennur. alllengi á landamærum Finnlands og Svíþjóðar, en eftir að þetta fljót fellur í Torn- elfi, rennur Tornelfur á landamærun- um alla leið til sjávar, en elfan fellur út í Helsingjabotn. ■ Þessi fjót, og láglendið í kringum þau, mynda efri huta Tornedalsins, en það er m'jög víður og mikill dal- ur, tiltölulega frjósamur og nokkur þéttbýl byggðahverfi beggja megin fljótsins. Tornelfur er talin 408 km., ef upptök fljótsins er miðuð við Torne vatnið, en 570 km., ef uppsprctt- ur fljótsins vestan við vatnið og vatn ið sjálft er tekið með í lengd fljóts- ins. Þetta landamærafljót, Tornelfur, er því geysilega mikið fljót og vatna- svæði þess mikil víðátta. Talið er að Tornedalurinn sé land- sig, sem myndazt hafi á ísöld, og hefur þarna ef til vill fyrst eftir það verið grunnur og víður fjörður, þar sem dalurinn er nú. Stöðugt bera fljótin, sem falla í Tornelfi, fram möl og leir og gróðurmold ofan úr fjöllunum. Þessi framburður setzt í fjótið, en flýtur ekki allur til sjávar. Telja jarðfræðingar, að farvegur fljóts ins og dalurinn hækki um nálægt því einn sentimetra á ári. Leirinn og gróðurmoldin, sem fljót- ið ber fram, myndar líka lágar eyjar og hólma úti í fljótinu og meðfram fljótinu myndast smátt og smátt frjó- Séö yfir Övertorneá «8 vetrarlagi, þegar allt er huliö fönn. 798 T f IU I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.