Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 14
eríku. En þegar Jón sá ísland hverfa, þá varð honum að orði: Ég kveð þig, ísland. Verði þér allt að veg, og veiti guð þér stóra framtíð enn og marga sonu, sem elska þig eins og ég, en eru meiri skapstillingarmenn. Og nú kem ég að þeim þætti I ævi Jóns Ólafssonar, sem er merk- astur fyrir Austurland. Hann kom aftur til íslands 1875 og var svo bú- settur í Kaupmannahöfn 1876—1877. En þaðan kom hanft með prentsmiðju sem hann setti niður á Eskifirði á útmánuðum 1877 og hóf útgáfu á blaðinu. Skuld. Hafði hann með sér íslenzkan prentara, Þorkel Þorkéls- son frá Lækjarkoti í Reykjavík, og prentaði hann Skuld meðan hún kom út á Eskifirði og þær bækur, sem Jón gaf út þar. Skuld var fyrsta viku- blað á Austurlandi og prentsmiðjan heitin eftir eftir henni og nefnd Skuldarprentsmiðja. Það var táknrænt, að Jón skyldi velja blaði sínu þetta nafn. En Skuld táknar framtíðina, og það var framtíð íslands, sem var hans brennandi áhugamál. Pyrsta blað Skuldar Ijom út 8. maí 1877, og var þá talið stærsta blað á íslandi, og gert ráð fyrir, að út kæmi af henni fjörutíu tölublöð á ári og kostaði árgangurinn f jórar krónur. Blaðið var sett í númeruðum dálkum eftir amerískri fyrirmynd. f þessu fyrsta blaði var hið gullfallega kvæði Páls Ólafssonar: „Ó, blessuð vertu sumarsól,“ sem hvert mannbarn á fslandi kannast við. Skuld kom út í þrjú ár á Eski- firði. 1877—1880. Blaðið var allfjöl- breytt að efni, en ekki að sama skapi vinsælt. Ritstjórinn var deilugjarn og óvæginn og lenti fljótt í ýmsum rit- deilum. Framhaldssaga var í blaðinu og ritdómar um bækur. Þá voru þar margar greinar um bindindismál, með al annas allmargar greinar eftir séra Magnús Jónsson á Skorrastað.. f öðrum árgangi byrjaði ritstjórinn að birta endurminningar sínar frá Vesturheimi, og Þorvaldur Thorodd- sen ritaði rokkrar greinar um nátt- úrufræði. Af öðrum, sem rituðu í Skuld, má nefna Indriða Einarsson, sem ritaði um hagfræðileg efni, Eirík Magnússon og skáldin Pál Ólafsson og Pál J. Árdal, sem birtu þar kvæði sín. Fylgirit með Skuld var Nanna. Voru í henni mest sögur til skemmt- unar. Af bókum, sem prentaðar voru í Skuldarprentsmiðju á þessum árum, má nefpa fyrstu kvæðabók Jón Ól- afssonar, Söngvar og kvæði 1877. Þá kom hin gullfallega saga Kátur piltur, eftir Björnstjerne Björnsson út á Eskifirði í þýðingu Jóns Ólafssonar.r Má ótvírætt fullyrða að Skuldarprent- smiðja hafi haft margvísleg menn- ingarleg áhrif á Austurlandi. Að visu varð blaðið Skuld aldrei vinsælt, en það flutti margvísleg fræðandi efni. Það mun og hafa átt mikinn þátt í því að vekja Austfirðinga til um- hugsunar um landsmál. Þó leið blað- ið alltaf nokkuð við hinar hatrömmu pólitísku deilur, sem þar fóru fram. Jón Ólafsson fór til Kaupmanna- hafnar, ásamt Þorkeli, prentara sín- um, og hugðist halda áfram að gefa Skuld út þar. En þá um veturinn dó Þorkell prentari. Eigi að síður hófst fjórði árgangur Skuldar í Kaup- mannahöfn 7. janúar 1881, en fimmti árgangur, 1882, kom út í Reykjavík. Auðvitað voru þessir síðari árgang- ar af Skuld ekki til eins mikillar vakningar á Austurlandi og hinir þrír fyrstu. Þau urðu afdrif Skuldarprent- smiðju, að Sigurður Jónsson frá Gaut- löndum keypti hana og flutti hana til Seyðisfjarðar. Og í henni var gamli Austri prentaður. En Jón Ólafsson hefur komið meira við sögu Austurlands en með útgáfu Skuldar. Hann var þingmaður Suðu- Múlasýslu í þrjú kjörtímabil, 1881— 1889 og 1909—1913. Konungskjörinn þingmaður varð hann 1905. í sam- bandi við þingstörf sín hafði hann margvísleg afskipti af framfaramál- um fjórðungsins. Hann var einnig kvæntur ágætri austrfirzkri konu, Helgu Eiríksdóttur frá Karlsskála. Það þótti mörgum undarlegt, þeg- ar höfundur íslendingabrags, gekk í Heimastjórnarflokkinn og sætti sig við uppkastið 1908. Þá var það á fjöl- mennum fundi við Lagarfljótsbrú, að hann var minntur á þetta. Þegar hann hóf ræðu sína, heyrðist söngur bak við ræðumanninn. Voru þar komnir nokkrir nemendur úr Eiða- skóla, sem sungu íslendingabrag fullri röddu. Jón gerði hlé á ræðu sinni og hlustaði þegjandi á söng hinna ungu manna. Að því loknu sneri hann sér að þeim, hneigði sig og sagði: „Ég þakka.“ Hélt hann svo áfram ræðunni. Hér verður ekki rakin ævisaga þessa ævintýramanns. En lengst vann hann að ritstjórn og öðrum rit- störfum. Til dæmis var hann um skeið í Winnipeg og var þar ritstjóri beggja vestur-íslenzku blaðanna, Lög- bergs og Heimskringlu. Einnig var hann um tíma bókavörður í Chicagó. Hér heima gaf hann út ýmis blöð, en síðast var hann meðritstjóri að Iðunni 1915—1916, og þar kom út upphaf að endurminningum hans, er hann nefndi „Úr endurminningum ævintýramanns.“ En af minningunum var lítið komið, er hann féll skyndi. lega frá árið 1916. Af félagsmálastarfsemi Jóns má nefna mikið starf í þágu Góðtempl- arareglunnar á íslandi. Hann var annar fyrsti formaður Stórstúku ís- lands og lagði bindindismálinu jafn- an lið í blöðum sínum. Það var hlutskipti Jóns Ólafssonar að vera ruðningsmaður í íslenzkum þjóðmálum. Sáðmennirnir hafa kom- ið á eftir og notið ávaxta af störf- þjóðmálum. Sáðmennirnir hafa kom- ið á eftir og notið ávaxta af störf- um hans. Og þó að sambandsmálið við Danmörku væri leyst á annan veg en Jón Ólafsson taldi æskilegast, kastar það engri rýrð á störf hans, því að enginn efast um, að hann hafði ávallt velferð íslands fyrir augum. Jón var stórbrotinn persónuleiki, andríkur eldhugi, en óvæginn í orr- ustum við andstæðinga sína. Gáfurn- ar voru fjölhæfar. Honum var sér- staklega sýnt um fagurt mál og rit- aði fleiri en eina kennslubók í ís- lenzku. Af þeim má nefna Móður- málsbókina og Litlu móðurmálsbók- ina. Hann kenndi um skeið í Verzl- unarskóla fslands og var ritstjóri Þjóðólfs og Reykjavíkurinnar, auk fjölmargra fleiri blaða. ^ Sennilega hefur berserkurinn Jón Ólafsson lýst sér bezt í einni stöku, sem er alkunn. En stakan er þessi: „Við skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór og endur og sinn gefi á bátinn. Nei, halda sitt strik vera í hætt- unni stór og horfa ekki um öxl, það er mát- inn.“ Þá er önnur vísa hans alkunn, sem einnig er talin lýsa einum eiginleika í fari hans. En hana kvað hann, er hann kom hingað heim frá Vestur- heimi: Ég fór hálfan hnöttinn kring, og hingað kom ég aft^ir. Ég átti bara eitt þarflegt þing, og það var góður kjaftur. Austfirzka skáldið, sem kvað íslend ingabrag, hugðist kveða frelsisþrá í þjóðina, svo að hún leitaði einarð- lega eftir frelsi sínu. Nú höfum við öðlast þetta frelsi. En gerum við okk- ur Ijóst, hvers virði það er? Væri hann nú mitt á meðal okkar, mundi hann láta básúnu gjalla á einhverju blaði nútímans: Gætið þess að varð- veita tungu og þjóðerni! Gleymið ekki gersemum þjóðarinnar, íslend- ingasögunum, sem hafa gefið okkur tilverurétt til að vera sérstök þjóð! Gleypið ekki við erlendum áhrifum hugsunarlaust! Takið mannlega á móti íslenzku handritunum, ef þeim skolar aftur á fjörur þjóðarinnar! Þannig get ég hugsað mér, að Jón Ólafsson mundi tala, mætti hann mæla við þjóð sína í dag. 806 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.