Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 16
hina stórbrotnu náttúru, sem þarna var um að ræða. Bergson tók sér langar gönguferðir, og nú gerði skáldið í honum uppreisn gegn hinni dauðu efnishyggju, sem áður hafði lagt sköpunarhæfileika hans í fjötra. Nú fannst honum meira að segja hlægilegt margt af því, sem hann hafði verið að gera sér í hugarlund um lífið og tilveruna, og einkenndist það yfirleitt af því, sem kalla mætti vélhyggju. Efnafræðingarnir voru í raun og veru blindir. Þeir sáu ekki fegurð sólarlags eða sólarupprás- ar, og efnishyggjuvísindin voru at- hvarf þreyttra vitsmuna, sem glatað höfðu allri von og hugrekki. Hin mikla breyting, sem varð á Henri Bergson, var ekki neitt kraftaverk, þó að svo gæti litið út. Hún kom smátt og smátt, og var í raun og veru ekki annað en upp- reisn skáldsins gegn dauðri vél- hyggju. Einnig mætti segja, að inn- sæishæfileiki Bergsons hafi tekið að rumska í sambýli við stórkostlega náttúrufegurð. Hann gerði sér ljóst, að til þess að skilja náttúruna og einhvern tilgang í ríki hennar, yrðu menn að lita á hana sem eina heild, en mættu ekki staðnæmast við ein- hverja takmarkaða hluta hennar. En aðalvandamál vísindalegra rannsókna taldi Bergson vera fólgið í því, að sérhver hlutur væri at- hugaður og afmarkaður sem rúm- fræðilegt fyrirbrigði. Eðlisfræðin skýrir til dæmis litadýrð sólar- lagsins með því að segja, að þar sé um að ræða ljósgeisla, sem ferðast í gegnum rúmið, og töfra hljómkvið- unnar skýrir hún með því að segja, að um ákveðnar bylgjulengdir sé að ræða.. Öll gildi eða verðmæti eru þannig skýrð sem tölfræðileg fyrir- brigði. Mannleg skynsemi er eins og mælitæki. Hún telur sveiflur veru leikans. En henni er ókleift að kanna dýpt hans. Hún skiptir lifandi heild í steinrunnin millibil. — En úr þessu verður fjarstæða að dómi Bergsons. Lífrænustu reynslu mannanna, ef svo mætti að orði kveða, taldi hann hreyf inguna. En eins og allt annað telj- um vér hann vera röð dauðra punkta í rú En hún er það auðvitað ekki, ekk' omur en kvikmynd á tjaldi er röð augnabliksmynda, er koma hver á eftir annarri. Vísindin geta aðeins táknað (symboliserað) en ekki skýrt þetta fyrirbrigði, sem kallað er hreyf ing. — Milli tveggja punkta á töflu drögum vér línu með krít, og vér tölum um punkta á Iínunni sem punkta í rumi. En raunverulega er ekki til neinn puriktur í rúmi. — Þvi að punktur er takmarkaður hlutur, en rúmi má skipta endalaust. Þegar hönd vor hreyfist eftir töflunni, til þess að búa til línuna, er þar ekki um að ræða neina röð óhreyfanlegra punkta. Hvernig er unnt að skapa hreyfingu úr því, sem vér köllum tíma? Það er ekki hægt að mæla hann. Augnablikin eru ekki punktar, sem liggja samhliða I rúmi. Raunveruleg ur tími, sem Bergson kallar innri varanlcika hefur engin takmörk, byrj- ar ekki og endar ekki, og það er þessi innri varanleiki,( sem vér getum öll fundið. En það er ekki unnt að skýr- greina hann, og vísindin geta ekki náð tökum á honum. Raunverulegur tími er vöxtur og breyting og þró- un, en verður ekki skýrður sem röð punkta, sekúnda, mínútna, klukku- stunda eða daga. Bergson hafði uppgötvað hið líf- ræna gildi merkilegustu reynslu mannsandans, — hins innra varan- leika, hins raunverulega tíma. Og þessi innri reynsla hans sann- færði hann um það, að þetta, sem kallað er skynsemi, eða greinihugur (analytical thought), væri algerlega ófrjótt og hjálparlaust frammi fyr- ir því viðfangsefni að botna eitthvað í lífinu. Því að greinihugurinn getur aðeins reiknað — lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt. En hann getur ekki fundið til. Tilfinningin til- heyrir öðru sviði vitundarlífsins — sviði innsæisins. Að sjálfsögðu var Bergson ljóst, að þetta, sem kallað er innsæi, („intuition“ á erlendu máli) naut ekki mikils álits meðal vísindamanna og heimspekinga, en hann var staðráðinn I því að að hefja það til þess vegs og virðingar, sem hann taldi, að því bæri. Því að inn- sæið er, ef það er réttilega notað, réttmætur og göfugur eiginleiki vit- undarinnar: „Það er vissulega ein leiðin til að finna hjarta hlutanna." Þannig fórust Bergson orð. — En innsæi er dálítið þokukennt hugtak. Hvað þýðir það í raun og veru? — Átti það sér einhverja sérstaka stærð í heilanum eða var það algerlega óháð honum? Vísindamennirnir héldu því fram, að hugurinn gæti ekki starf- að án heilans, og að hugur væri þess vegna efni og ekkert annað. — Einn af þeim orðaði það þannig: „Ekkert efni — enginn hugur.“ Bergson sökkti sér nú niður í það viðfangsefni að kanna mannlega vit- und. — Sérstaklega taldi hann mikils um vert í því sambandi að rannsaka endurminningahæfileik- ann. Hann gerði ýmsar tilraunir og komst að raun um það meðal ann ars, að menn misstu alls ekki allíaf minnið, þó að einhverjar skemmdir yrðu á heilanum. Ef vitundin væri aðeins eins konar framleiðsla heil- ans, hlyti hver skemmd á honum að hafa einhver áhrif á minnið. Sömu- leiðis komst Bergson að því, að menn gátu misst minni, þó að engar skemmdir yrðu á heilanum. — Það gat þó að sjálfsögðu komið fyrir, að ákveðnar skemmdir í heila -yllu minnisleysi, en hér virtist ekki vera «m neina algilda reglu að ræða. Heil inn geymir því vissar minningar, t.d. í sambandi við lærdóm og annað það, sem skapar leikni og vana. Maður lær ir til dæmis að stjórna bíl. Hann hef- ur orðið að taka sér ákveðnar kennslu stundir í þessari íþrótt og heilinn geymir árangurinn af hverri kennslu stund. Að lokum verður það að vana, meira eða minna áreynslulausum eft ir atvikum. En ef bílstjórinn ætti að muna eftir öllum atvikum og öðru því, sem var í kringum hverja kennslu stund, mundi það kosta hann mikið átak að kalla það fram í vitund ina. En vitundin sjálf virðist vera mjög „selectiv", sem kallað er, það er að segja: Hún velur eða vinsar úr það, sem máli skiptir, og hún þarf á að halda, og man það. Þetta er „kvalitatívt", en ekki „kvantatívt," — það tilheyrir því, sem kalla mætti verðmæti eða gildi — ekki hinu, sem nefnt er magn eða fyrirferð. Þetta er í raun og veru ekki heilastarf. Hér skýtur upp kollinum það, sem sumir nefna “ sjálf“ eða „ég“. Þetta „sjálf“ eða „ég“ er aðeins þekkt af mér, engum öðrum, og það er ekki unnt að lýsa þvl eða láta það öðr- um í té með orðum. Vísindamaður- inn nær ekki tökum á því með nein mælitækjum. Og ekkert af því, sem tilheyrir þessu „sjálfi“ eða ,ég“ verð- ur mælt eða vegið. — Verður mikil- fengleiki hugsunar ákvarðaður með tölum eða útreikningi? Er hægt að segja, að tilfinning sé svo og svo margar hitaeiningar? — Nei! — Ekkert af hinni innri göfgi mannsins finnst í heilanum. Hann er aðeins vélkerfi (mekanismi). Hann er ekki sálin. Og hann skapar ekki neitt. Engin vél getur skapað. Engin vél gat skapað hið fræga málverk Leonardos da Vincis, Hina síðustu kvöldmáltíð, með því að blanda sam- an einhverjum ákveðnum litum, eða Paradísarmissi Miltons með því að raða saman stöfum og orðum hins enska stafrófs. — Sannleikurinn er sá, að frammi fyrir raunverulegu lista- verki verður heilinn að viðurkenna smæð sína og hjálparleysi, eins og ómálga barn! — Hin miklu listaverk í ríki náttúrunnar og mannanna, og mesta listaverk allra listaverka •— maðurinn — verða aldrei skilin af heilanum, en aðeins af sálinni, sjálf inu, innsæisvitundinn. — Bergson kallar innsæið hið skap- andi vit. Það er hin innri vitund vor um varanleika og vöxt — til- finning fyrir varanlegu innra lífi eða veruleika, grunur um eitthvert botn- laust djúp í oss sjálfum. Það er aðeins á tímum mikillar reynslu, að vér uppgötvum vort sanna sjálf og drýgjum yfirmannlegar dáðir. — Heilinn er eins og liðsforingi, sem kallar á tiltölulega fáa liðsmenn — hugmyndir, sem nauðsynlegar eru á 808 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.