Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 15
Eins og allir vita, fást margir við það að yrkja, annað hvort í bundnu máli eða óbundnu. Það er tiltölulega auðvelt að læra rímreglur og ná tök- um á helztu lögmálum máls og stíls yfirleitt, en meira þarf til. Margir yrkja til dæmis sæmileg kvæði, en samt sem áður hrífa þau oss ekki. Þau eru bragðlítil sálarfæða — ef þau eiga þá skilið að heita sálar- fæða — og geta ekki talizt til neinna andlegra veizlufanga. Vér segjum stundum, að þau vanti „neistarin“ Og um þá menn, er yrkja síik kvæði, er líka sagt, að þá vanti neistann" sem skáld. — Hver eða hvað er þetta, sem kallað er neisti? — Áður en vér svörum því, skulum vér líta yfir æviferil og starf mferkilegs andans manns, franska heimsepkingsius Henris Bergsons. Hann var fæddur ár ið 1859 í París, dáinn 1941. Upphaf- lega var hann alger efnishyggjumað- ur. Segja má, að hann hafi trúað á náttúruvísindin. Hann var að eðlis- fari afburða stærðfræðingur. En hann var líka listamannssál, hafði næman málsmekk og hélt mjög upp á mynd- rænan stíl. í raun og veru sameinaði hann í sér mikla vísindalega ná- kvæmni og mjög auðugt ímyndunar- arafl eins og margir Frakkar. Lagði hann sérstaklega stund á sagnfræði og bókmenntir Grikkja og hefur ver ið sagt um hann, að á bak við hinn vísindalega huga hans hafi verið skáld sál og það var skáldsálin, sem að lok um bar hærra hlut í viðureigninni við vísindin. Seytján ára að aldri gekk Berg- HU*i*rt****tU ' í ' ' m IÉÉ1 ÉÍIlÍIIIIIÍIÉllÍI GRETAR FELLS: HEIMSPEKINGURINN HENRI BERGSON son í École Normal Superieur. Á þeim tíma var hann gallharður efnishyggjumaður, sem sá alla hluti í ljósi vaxtar og hnignunar. Eins og enski heimspekinguriðn Spencer var hann samfærður um, að öll þjóðfélög og öll siðferðiskerfi hiytu að leysast upp og fara forgörðum af eðlisnauðsyn, eins og mannlegt hold. Sérhver göfug hugsun, öll móðurást, hver drengileg dáð — allt var þetta einber tilviljun, borið á vængjum vinda og hvirflað niður T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ í duft og ösku. Lífið er tilgangslaust og allt er vonlaust. Svo mjög var Bergson sannfærður um þetta, að skólafélagar hans kölluðu hann guð- leysingjann. Hann var bókavörður í sínum bekk og einu sinni ávítaði kennarinn hann fyrir það, að hann héldi ekki bókahillunum hreinum: Hvernig getur sál þessa bókavarðar okkar þolað þetta hirðuleysi? — spurði hann bekkjarbræður hans. — en þeir svöruðu einum rómi. Berg- son hefur enga sál“! Þegar Bergson brautskráðist úr École Normal Superieur, bauðst honum kennarastaða við háskóla í Clermont—Ferrand í Auerguehér aði. — Þegar hann tók við þessu starfi var hann alger efnishyggjumaður, en það var þó hér, sem hann gerbreytti um lífsviðhorf. Röksemdirnar, sem til urðu í rannsóknarstofun- um, formúlur eðlisfræðinganna og hið áferðarfallega orðagjálfur guð leysingjanna — allt þetta gufaði upp og varð að engu í sambúðinni við 807

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.