Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Qupperneq 15
Árið 1770 ákveS brezka stjórnin aS fella niSur ýmis opinber gjöld, sem ný- lendubúum vestanhafs hafSi veriS gert aS greiða og lögð höfðu veriS á undan- genginn áratug. Te var þó tollað enn sem fyrr, og varð reyndin sú, að lítt dró úr óánægju nýlendubúa. Frægt er í sögum, er nokkrlr menn, dulbúnir sem rauSskinnar, réðust út I kaupfar í Bostonhöfn og vörpuðu tefarmi þess útbyrS- is. Og þessi mynd, sem heitir Tesamkvæmið í Boston, sýnir, að oftar hefur mönnum hitnað { hamsi þar í borg á þessum árum: skattheimtumanninum Mal- colm hefur verið velt upp úr tjöru og fiðri, og rann er neyddur til þess að drekka skál konungs í tei, áður en hann er leiddur til hengingar. það að vera hliðhollan honum. Franklín velti fyrir sér þeirri lausn, að nýlendubúar yrðu í konungssambandi einu við Bretakonung, og yrði þá höfð hliðsjón af sambandi Skota við Englendinga fyrir árið 1707, er ríkin sameinuðust. En smám saman gerðist Franklín róttækari. Honum þótti Bretar sýna ósanngirni í öllum skiptum sínum við nýlendurnar og þá ekki hvað í verzlunarmálum. Kaupskap arstefnunnar svokölluðu (merk- antilisma) gætti mjög á átjándu öld, en ein af kennisetningum hennar var sú, að verzlun nýlendu skyldi að mestu bundin við móður landið, sem ætti á allan hátt að hagnast á nýlendum sínum. Brezka stjórnin fylgdi þessari stefnu, og kom þetta allhart niður á Ameríku mönnum og stappaði í þá stálinu. Kom sú óánægja, sem ríkti í ný- lendunum, glöggt fram í teráninu í Boston árið 1774. Um líkt leyti tók að kastast í kekki með Frank- lín og brezku stjórninni, báðum megin Atlantshafs dró úr sáttfýsi manna, og nú var ógerningur að vera í senn Breti og Ameríkumað- ur. Snemma árs 1775 frétti Frank- lín lát konu sinnar í Fíladelfíu, og nú var honum ljóst, að ekkert batt hann við Lundúnir. Hann sigldi því vestur um haf. Þá um sumarið sauð upp úr í nýlendunum. Komið var upp her undir stjórn Georgs Washingtons, auðugs landeiganda, og bardagar við Breta hófust. Nýlendubúum vegnaði allvel í upphafi, og Bret- ar lýstu því yfir, að um uppreisn væri að ræða, og nýlendu- búar sögðu . upp hollustu við brezka þingið fyrir sitt leyti. Meginlandsráðstefnan svokallaða, sem sat linnulítið á rökstólum og markaði stefnu nýlendubúa, ákvað að grípa til frekari aðgerða: allar þjóðir nema Bretar hlutu rétt til verzlunar á austurströnd Norður- Ameríku, og eftir miklar bollalegg ingar var nefnd skipuð í júní árið 1776 til þess að undirbúa sameigin lega sjálfstæðisyfirlýsingu fyrir nýlendurnar þrettán. Benjamín Franklín átti sæti í þessari nefnd, enda hafði hann verið hvetjandi hinnar örlagaríku ákvörðunar.Hinn 4. júlí samþykkti meginlandsráðstefnan sjálfstæðis- yfirlýsingu þá, sem nefndin hafði samið. Er það síðan þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna, enda koma Bandaríki Ameríku þá til sögu sem sjálfstætt ríki. Sjálfstæðisyfirlýsingin er hið merkilegasta plagg. Þar er lögð áiherzla á grundvallarréttindi manna, meðal annars að gera upp reisn gegn ranglátu stjórnarfari, sem unnið hefur sér til óhelgi. Þá er gerð grein fyrir stefnu Breta í Ameríkumálum og rökstutt, að stofnun sjálfstæðs ríkis sé eina úr- ræðið. Tliomas Jefferson, síðar for- seti Bandaríkjanna, er talinn aðal- höfundur yfirlýsingarinnar, en ugg laust hefru Franklín haft þar hönd í bagga. Það kann að virðast furðulegt, að brezka heimsveldið skyldi ekki vera þess megnugt að kæfa þessa uppreisn Ameríkumanna. Skýr- inga á gengi nýlendubúa í byrjun má leita í því, að málstaður þeirra naut mikillar samúðar í Bretlandi og Bretar voru ófúsir að berjast vestra, svo að leita varð til þýzkra málaliða, og her Georgs Bretakon- ungs þriðja varð að berjast við ný- stárlegar aðstæður, þar sein her- tækni sú, sem beitt var I Norður- álfu, reyndist sjaldan vel. Enn fremur háði það Bretum, að þeir d|tu i miklum erfiðleöcum méð aíla aðdrætti um landveg. Én hitt T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 639

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.