Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Síða 2
TINT UPP AF GOTUNNI Björn Jakobsson skrásetti Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir. „VARSTU FEGINN AÐ LÚFFA" Kristófer Brandsson gaf Einari Magnússyni, bónda á Steindórs- stcSum, próventu sína og sat þar í ellinni. Síðustu árin var hann blindur, og hafði helzt fyrir stafni að mala korn, eins og þá var títt á bæjum. Systursonur hans, Guðbrandur, bjó í allmörg ár á Kleppjárns- reykjum, sem nú er læknissetur. Guðbrandur stundaði nokkuð söðlasmíði, en var ekki mikill búmaður, og lengst af efnalítiil. Þótti Kristófer systurscnur sinn ekki standa nógu vel í stykkinu og ræddi stundum um það við sjálfan sig, en nógu hátt, svo að aðrir heyrðu. Eitt sinn sat hann á rúmi sínu og hafði kodda á borði fyrir framan sig og lét hann vera sem Guðbrand. Sagði hann nú Guðbrandi óspart til syndanna, lét mörg og stór orð faila í hans garð, og sem áherzlur lét hann högg dynja á koddanum. Varð hann því þunghentari sem lengra leið á ræðuna, og við síðasta höggið þeyttist koddinn út á gólf- Varð honum þá að orði með sigurhreim í röddinni: „Á, varsfu feginn að lúffa, Brandur?" 770 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.