Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 4
ÞAR HARPAN BANNAR BÖRNKNUM AÐ SOFA eftir VALGEIR SIGKRÐSSON IV. Torfi i Klofa var ekki einungis frægur meðal samtiðarmanna sinna, heldur engu siður meðal seinni tíðar manna, sem hafa skráð margar þjóðsögur um hann. Jón Árnason kynnir hann á þessa leið í þjóðsögum sínum: „Torfi var auðmaður mikill, því var hann kall aður ríki Torfi, hann var afburða maður til krafta, því var hann kall aður sterki-Torfi. Hann bjó í Kloía á Landi í Rangárvailasýslu, því var hann ýmist kallaður Klofa- Torfi eða Torfi í Klofa.“ í sögn, er Brynjúlíur frá Minna- Núpi skráði að mestu eftir Hannesi Hannessyni, sem kallaður var Hannes roðauga, segir, að á yngri árum hafi Torfi búið í Skarði hinu eystra, en átt annað bú í Klofa. Hjá Torfa var smalamað- ur, sem var skyggn. Eitt haust bar svo við, að hann kom jafnan mjög seint heim á kvöldin. Er Torfi spurði, hvað því ylli, sagðist hann vera að horfa á huldUfólkið, það væri að flytja sig. Þóttist Torfi þá vita, hvað það boðaði, og bað smalamann að láta sig vita, ef það hraðaði för sinni óvenjulega mik- ið. Á gamlárskvöld kom smalamað ur heim og sagði, að nú flýtti hulduíólkið sér svo mjög, að það tæki ekkert upp, sem dytti, jafn- vel ekki börn. Sagði Torfi þá, að á þessari nóttu mundu Heklueldur eyða bænum og bað hvern mann koma burt með sér sem skjótast. Húsfreyja sagði, að Stóra-Skarð mundi standa, eins og það hefði staðið, og vildi enginn með honum fara nema smalinn. Tók Torfi þá peningakistil sinn og hljóp á hest, setti smalann fyrir aftan sig og hélt áleiðis að Klofa, En er þeir komu að Rangá, sáu þeir eldinn koma upp yfir fjöllin. Fóru þá af um dögunarbil á nýársmorgun átján bæir og hvert mannsbarn, er þar var. í björgunarlaun gaf Torfi smalanum Mörk á Landi. í Klofa hafði Torfi jafnan fjöl- menni og sterkar gætur á því, að fjandmenn sínir kæmu sér ekki að óvörum. Hann átti þar sterk- legan og rammbyggðan húsabæ. Frá bænum lét hann grafa jarð- göng austur fyrir tún og var geng- ið í þau úr svefnherbergi hans. Hugðist hann flýja þar út, ef ófrið bæri að höndum að næturlagi eða svo óvænt, að hann gæti ekki náð til húskarla sinna. „Var jarðhús þetta ekki smuga ein eða ranghali undir jörðinni heldur sterklega uppgerður gang- ur með stoðum og bitum, svo ekki þuriti að óttast fyrir að það félli niður. Ekki var heldur dimmt í húsinu, því Torfi hafði látið gjöra glugga á þvi með nokkru millibili og hagað svo til, að undir hverj-. um glugga miðjum væri biti. Á þessa bita lét hann breiða sauðar- gærur blautar, bæði til þess að það liti út líkara jarðgryfju ef komið væri að í myrkri og svo til þess að óvinir hans, ef þeir kynnu að álpast þar ofan í, gætu ekki náð neins staðar handfestu nema í gærurnar. En svo var hátt undir bitana að það var einskis manns meðfæri að komast upp á þá af gólfi, svo þeir sem niður duttu gátu ekki komizt úr jarðhús- inu, fyrr en Torfi lét annaðhvort drepa þá eða ,gaf þeim líf ella.“ Jón Árnason þjóðsagnasafnari, sem skráði þessa sögn, segir, að staurar ákaflega gildir og langir, ef tollað hafa saman fyrir fúa, hafi fundizt i bæjarstæðinu í Klofa laust eftir andamótin 1800, þeg- ar austurbærinn þar var tekinn niður. Höfðu menn það fyrir satt að þetta væru stoðirnar úr jarð- húsi Torfa. Torfa var búsýslumaður mikill og heldur ágengur við sveitunga sína og nágranna, og húskarla sina lét hann jafnan vera að störf- um, er hann hélt kyrru fyrir heima. Ilann lét hlaða garð geysi- háan og breiðan- frá Klofa og allt norður í Skarðshálsa til þess að geta nýtt þar beit fyrir sauði sína, sem sumir segja sex hundr- uð, en aðrir níu hundruð að tölu, í snjóavetrum, þegar ófært var að reka þá þangað með öðru móti. Komu margir langt að til þess að sjá mannvirki þetta. En engum leiðst að sjá garðinn eða fara yfir hann, nema gegn því að stinga þrjá hnausa og leggja í hann. Voru þær álögur kallaðar „Torfalög," og er sagt, að þaðan sé kominn máls- hátturinn „að gjalda Torfalögm.“ Á heimili Torfa var stundaður hljóðfærasláttur, enda var hann hinn mesti gleðskaparmaður Til hans er heimfært vísubrotið: „Hef urðu komið að Klofa, þar harpan bannar börnunum að sofa.“ Á dögum Torfa gekk svarti- dauði (plágan siðari). Hún barst út árið 1493. Gekk hún það suin- ar sunnanlands og vestan allt að GilsfirtSi, en árið eftir nyrðra. Dreifðist plágan um landið sem bláleit gufumóða, og eyddust þá bæir um nálega allar sveitir, og sumir erfðu alla ætt síná all.t að fjórmenningum. í Árbókum Espólíns er mann- fallinu lýst svo: „Að mörgum kirkj FRÁ TORFA í KLOFA OG ÆTTMENNUM HANS - SIÐARI HLUTI TÍMi KN - SUNNUDAGSBLAÐ 772

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.