Tíminn Sunnudagsblað - 10.09.1967, Blaðsíða 16
Kirkjan á Hofi var reisf á árunum 1883—84. Hún hefur veriS í umsjá þjóS-
minjavarðar um árabil og var endurbyggS árið 1954.
hverjum þokka, sem stórhýsin
skortir stundum. Á slíkum stað
getur maður skilið, hvernig séra
Matthías ávarpar Hróarskeldudóm
kirkjur „Nú er hálfs-þumlungs
smáblómið himninum nær/báð-
um háturnum þínum við ský.“
Skammt frá Hofi fundust bæj-
arrústir árið 1954, og er talið full-
víst, að þær séu af bænum Gröf,
sem fór í eyði við gosið rnikla
árið 1362. Gísli Gestsson rannsak-
aði rústirnar næstu sumur, en
þær hafa varðveitzt mjög vel und-
ir þykku vikurlagi. Þessi fundur
hefur mikíð menningarsögulegt
Menn hverfa af sjónar
svíðinu, — fróðleikur týn-
ist. Það eina, sem getur
varðveitt hann, er hið rit-
aða orð.
— Lesendur biaðsins
eru beðnir að hafa þetta i
huga, þegar þeir komast
yfir fróðleík eða þekkingu,
>em ekki má glatast.
gildi, því að ekki eru annars stað-
ar á landinu til rninjar bæjaUhúsa
frá þessum tíma, og varpa rúst-
irnar því nýju ljósi á þróun ís-
lenzkra byggingarhátta. Að rann-
sóknum loknum var mokað ofan
í rústirnar, en væntanlega verða
þær grafnar upp að nýju síðar
meir og þá byggt yfir þær.
Þegar austar dregur, er dimmt
yfir og þokudrungað. Við förum
fram hjá Kvíárjökli, en þar er
talið, að Sveinn Pálsson hafj gert
sér grein fyrir eðli skriðjökla, er
hann var fyrstur manna á leið
upp á Öræfajökul. Senn komum
við að Kvískerjum. Það er mjög
afskekktur bær, fimmtán kíló-
metrar eru til Hnappavalla, næsta
bæjar í Öræfum, og nærfellt heltn
ingi lengra að Reynivöllum í Suð-
ursveit. Á ICvískerjum búa nú
fimm bræður, miklir gáfu- og
fróðleiksmenn, sem af eigin ramm
leik hafa aflað sér mikillar þekk-
ingar á hinum ólíkustu sviðum.
Þeir hafa, til að rnynda, gert ýms-
ar merkar athuganir á sviði nátt-
úrufræði. Veðurathuganir hófust
á Kvískerjum fyrir nokkrum ár-
u,m, og reynist þar vera mest ár-
leg úrkoma, sem kunnugt er um
á byggðu bóli hér á landi.
Á Breiðamerkursandi blasa við
dæmi um framsókn jö'kla og síð-
ar rýrnun þeirra. Lengi var byggð
undir Breiðamerkurfjalli. Þar var
Fjall, landnámsbær Þórðar Illuga
að menn ætla, og Breiðá, þar sem
Kári Sölmundarson bjó. Byggð
hélzt þarna fram eftir seytjándu
öld, en lagðist þá af sakir ágangs
jökla. Breiðamerkurfjall luktist
jökli um 1700, og um svipað leyti
hurfu rústir bæjanna undir jökul.
En um síðustu aldamót lauk harð-
indaskeiðinu, og árið 1946 kom
þar, að Breiðamerkurfjall var
ekki lengur lukt ísgreipum.
Og nú komum við að Jökulsá,
sem hlýtur að teljast eitt sér-
kennilegasta vatnsfall á íslandi.
Hún er örstutt, enda nábýli sjáv-
ar og jökuls á þessum slóðum. en
afar vatnsmikil að sumarlagi og
þá óreið. Hafa mjög margir
drukknað 1 ánni. Stundum var
farið fyrir Jökulsá á jökli. en
slík ferð var glæfraleg, og varð
banaslys þar síðast fyrir fjörutíu
árum. Miklar breytingar hafa orð-
ið þarna á síðustu árum og ára-
tugum,1 og hefur myndazt hyl-
djúpt lón við jökulinn, og fiýtur
þar borgarís.
Við klöngrumst upp á brúna og
hötdum eftir göngubraut á hennl
miðri. Þegar yfir um er komið.
kveðjum við Páll Sigurð Jakobs-
son og þökkum konum fyrir sam-
fylgdina. Og hæfa mun að enda
þennan pistil, þar sem Páll er að
ræsa Wlllysjeppann Z 128 á
bakka Jökulsár.
784
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ