Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 2
Mitur í íslendingar eru óneitanlega and varalausir í velgengni. Okkur heizt lítið á gildum sjóðum, þótt þeir berist okkur upp í hendur í góð- ærum. Gjaldeyrisforðinn er þrot- inn jafnskjótt og á móti blæs, því að ósparlega var nieð hann farið, þegar bezt lét í ári. Ríkinu safn- ast ekki varasjóðir, þrátt fyrir ofsalega skattheimtu í löngu góð- æri, því að upp er étið á hverju máli að kalla, hvað sem aflast. Atvinnuvegirnir eru þröng á sömu stundu og bliku dregur á loft. Al- kunna er, hve annarri og þriðju kynslóðinni gengur báglega að halda blómlegum fyrirtækjum ætt ar sinnar í horfinu. Það hlýtur að flögra að manni, að í okkur sé einhver veila, sem brjálar gerðir okkar og hugsunarhátt, þegar ekki skjánum þarf að berjast með hnúum og hnefum til að sjá sér farboða. Fyrir aðeins fáum áratugum voru það búskussar einir, sem ekki voru að öllu birgir, svo sem efni og atorka framast leyfðu, þegar vetur gekk í garð. Fyrr á öldu'm lá einokunarverzlunin danska sí- felldlega undir þeim ákærum, að birgðir nauðsynja væru ónógar í kaupstöðum landsins. Þá var ekki siglt milli landa að vetrarlagi að jafnaði og flestar bjargir bannað- ar, ef vöruþrot varð í kaupstað. Nú streyma skipin að landinu og frá því allan ársins hring, og samgöngur innanlands eru að jafn aði sæmilega greiðar — á sjó og landi og í lofti. Einmitt þetta virð- ist hafa alið upp í okkur andvara- leysi. Svo tæpt er teflt, að ekkert hjól má stöðvast litla stund. Þá verður þurrðá einhverju. Þegar tollafgreiðsla stöðvaðist nokkra daga í haust, brá samstund is svo við, að ekki fékkst sykur né kaffi. Þegar siglingar stöðvuð- ust skamma hríð með ströndum fram, varð olíulaust vestan lands og austan, þar sem þó var mikið í húfi, að ekki þryti olía. Það má sýnilega ekki-mikið út af bera til þess, að til vandræða komi. Um langt skeið hefur hafís ekki komið að strondum landsins, þar til nú síðustu ár, að aftur hefur bólað á honum. Þetta tillæti náttúr unnar er gleðilegt. En þó er vafa- mál, að það hafi verið okkur að öllu leyti hollt. Hefði hafísinn hrannazt upp að ströndum lands- ins á dögunum, eins og vel hefði getað gerzt, ef ekki hefði brugðið til austanáttar, virðist einsætt, að þrot hefði orðið á mörgu, sem bágt var án að vera, bæði norð- an lands og austan. Sumu hefði sennilega verið hægt að bjarga við með ærnum tilkostnaði, öðru ekki. Af svipuðum toga er það, að engar fóðurbirgðastöðvar eru í landshlutum, þar sem kal hefur þráfaldlega rýrt svo heyfeng manna, að til mikilla og dýrra hey- flutninga hefur orðið að grípa. Ég minnist eins og sjálfsagt fleiri gamaila bænda, sem urðu hyggjuiþungir, ef kom ofan í flekk hjá þeim eða kind drapst úr bráða- pest. Þeir bjuggust allt eins við, að nú væri hann að leggjast í ó- þurrka og pestin stráfelldi yngra féð. Það var sem betur fór oft- ast óþarfur bölmóður. En orsök hans var heiðarleg ábyrgðartilfinn ing búmannsins, þótt í öfgafullri mynd birtist hún. Hagsældin þessa síðustu áratugi hefur fóstrað annað skapferli: Úr því að þetta gekk svona vel í fyrra og hitteðfyrra, þá slampast það ldka núna. Er á meðan er. En það er hugsunarháttur, sem getur reynzt dýrkeyptur. Skyldi meðal- vegurinn okki vera farsælastur: Forsjálni með æðruleysi. Hvar er ísland? spurði Lúðvík Kristjánsson í sagnfræðifyrir- lestri sínum í útvarpinu á dögun- um. Við hefðum gott af því að hafa svarið við þeirri spurningu í minni — líka þeir, sem eiga að semja sögu með verkum sínum, þótt ekki hreyfi þeir penna, svo að orð sé á gerandi. J.H. „Landsins forni fjandi“ lagðist ekki upp að ströndum Norðurlands að þessu sinni. En þótt búas* megi við hafís, hvenær sem er að vetrarlagl og við verið á þá staðreynd minntir undanfarin ár, er ekkl hafður hinn minnsti viðbúnaður tll þess að koma I veg fyrir vandræði. 74 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.