Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 20
MÍKAEL SOSTSJENKÓ: ÆVINTÝRl APANS í bæ nokkrum í suðurhluta landsins var dýragarður. Ekki þó sérlega stór dýragarður: Þar var eitt tígrisdýr, tveir krókódílar, þrír snákar, zebradýr, strútur og api — eða réttara sagt apaköttur. Og auðvitað alls konar tegundir smá- dýra — fuglar, fiskar, froskar og aðrar enn óæðri tegundir úr dýra- ríkinu. í upphafi stríðsins, þegar fasist- ar fóru að varpa sprengjum á bæ- inn, féll ein beint í dýragarðinn, og hún sprakk með óstjórnlegum krafti, öllum dýrunum til mikillar furðu. Slöngurnar þrjár biðu bana sam- stundis. Það var kannski ekki svo hræðilegt. En til allrar óhamingju fór strúturinn sömu leiðina. En hin dýrin sluppu með skelf- inguna. ^f öllum dýrunum varð apa- kötturinn langhræddastur. Búrið hans valt um við loftþrýst inginn og féll af pallinum. Hlið- arveggur brotnaði, og apaköttur- inn okkar kastaðist út úr búrinu niður á gangstíginn i garðinum. Apakötturinn datt á gangstiginn En hann lá þar ekki kyrr eins og menn, sem þjálfaðir eru í hernaði. Þvert á móti. Hann klifraði sam- stundis upp í tré. Þaðan stökk hann upp á girðinguna og af girðing- unni niður á götu. Hann hljóp eins og vitlaus væri. Hann hljóp og hefur líklega hugsað: — Ja, ef þeir eru að kasta sprengjum hér, þá kann ég að minnsta kosti ekki að meta það. Og þar af leiðandi hljóp hann eins og. fætur toguðu eftir göt- um bæjarins. Hann hljóp gegnum allan bæinn. Hljóp út á þjóðveginn og eftir þjóð veginum út úr bænum. Því að apa köttur er ekki manneskja. Hann skildi ekki, hvað var að gerast — sá ekki, að skynsamlegast var að halda kyrru fyrir í þessum bæ. Hann hljóp og hljóp og varð þreyttur. Uppgefinn. Klifraði þá upp í tré, át flugu sér til hressing- ar og síðan fáeina orma og sofn- aði á trjágrein. Um þetta leyti fór herflutninga- bíll um veginn. Bílstjórinn sá apa- köttinn uppi í trénu. Hann var furðu lostinn. Hljóðlega læddist hann að apanum, sveipaði jakkan- um sínum um hann og lét hann inn í bílinn sinn. Hann hugsaði: —Það er betra að koma hon- um fyrir hjá einhverjum kunningj- anum en láta hann drepast úr hungri, kulda og vosbúð. Og síðan hélt hann ferðinni áfram með apaköttinn i bilnum hjá sér. Hann kom til bæjarins Borisov, fór þar að sinna erindum sínum og skildi apaköttinn eftir í bíln um. Hann sagði við apann: — Bíddu eftir mér, ljúfurinn. Ég kem innan tíðar. En apaköttufinn okkar beið ekki. Hann klifraði út úr bílnum, skauzt út um brotna rúðu og fór að flakka um göturnar. Og þarna gengur hann svo elskulegur um göturnar, labb ar um með rófuna spretta upp í loftið. Vegfarendur voru að sjálf sögðu þrumu lostnir. Þeir reyndu að grípa hann, en það er hægara sagt en gert að handsama hann. Hann var viðbragðsfljótur og lið- ugur og hljóp hratt. Þeir náðu hon um ekki, heldur þreyttu hann með þessum tilgangslausa eltingarleik. Uppgefinn var hann, og svo varð hann auðvitað soltinn. En hvar gat hann náð í mat? Það var ekkert ætilegt á götun- um. Hann gat ekki farið með sperrta rófuna inn í veitingahús eða kjörbúð. Þar að auki hafði hann enga peninga, ekkert lánstraust, enga skömmtunarseðla. Engu að síður eigraði hann inn í kjörbúð Hann grunaði, að þar væri eitthvað að hafa. Og inni i búð innj var verið að úthluta græn- meti: Gulrótum, agúrkum og sykri. Hann skokkaði inn í búðina og lék a fólk til að komast fyrr að borð- inu. Hann stökk einfaldlega yfir höfuðin á viðskiptavinunum og til afgreiðslustúlkunnar. Hann þeytt ist upp á búðarborðið, spurði ekki um verðið á gulrótuum, heldur hrifsaði eina og hljóp út eins og hann ætti lífið að leysa. Hljóp út úr verzluninni, ánægður með íeng sinn. Tja — apaköttur botnar ekki neitt í neinu — sér ekki neinn kost við það að vera matarlaus. Auðvitað komst allt í uppnám í búðinni: Fólk tók að hrópa. Af- greiðslustúlkan, sem hafði verið að vega sykur, féll næstum í yfir- lið. Og þegar öll kurl koma til grafar, yrði ykkur sjálfsagt hverft við, ef í stað venjulegs viðskiptavinar væri komið eitt'hvað loðið með rófu. Og það, sem meira er — borgaði ekki vöruna. Fólkið þaut út á götuna eftir ap- anum, og hann hljóp og nagaði gulrótina á hlaupunum. Hann botn aði ekki í neinu. Fremstir hlupu strákarnir, þar á eftir unglingarn- ir, og á eftir þeim kom lögreglu- maður, sem blés í flautu. Skyndilega kom hundur stökkv andi einhvers staðar að og fór líka að hlaupa á eftir apakettinum okk ar. Og ekki nóg með það, að hund urinn gelti og gólaði, heldur reyndi hann að ná apanum og læsa í hann tönuum. Apakötturinn okkar herti nú hlaupin. Kannski hefur hann hugsað eitthvað á þessa leið: „Uss, það var mesta vitleysa að fara úr dýragarðinum. Það er miklu auð- veldara að lifa í búri. Ég er ákveð- inn í að snúa aftur til dýragarðs- ins við fyrsta tækifæri.11 Og svo hljóp hann eins og fætur toguðu, en hundurinn var seigur og nálgaðist hann stöðugt. Þá stökk apakötturínn okkar upp á girðingu, og þegar hundur- inn reyndi að glefsa í leggina á honum, lamdi hann af öllu afli á trýnið á hundinum með gulrót- unum. Hann gaf seppa svo vel útilátið högg, að hann skrækti og hljóp heim með aumt trýni og lafandi skott. Ef til vill hugsaði hann: „Nei, kæru samborgarar. ég vil miklu heldur liggja heima hjá mér í friðj heldur en elta apakött og verða fyrir öðrum eins óþæg- indum.“ í stuttu máli sagt, hundurinn hljóp heim til sín, og apakött- urinn stökk inn í húsagarð. Og um þetta leyti var ungur drengur, Alyoslha Popov að nafni, 92 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ > . /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.