Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 16
skeflt yfir hann, og vantaði Þðr- hall skóflu til að moka frá hon- um. Hvernig fylgjan var? Hún var ljóshnoðri. Ljóshnoðri, sem marama sá bregða fyrir i gang- inum. Ja, það er skrýtið svona margt. Og eitt er alveg satt. Slys, sjálfs- morð og jafnvel drykkja, þetta kemur allt i bylgjum. Oft í kring- um fullt tungl. Já, þið vitið það nú bezt, konurnar, hvaða áhrif tunglfyllingar hafa á ykkur. Einu sinni var ég staddur fyr- ir norðan. i sumarfríi. Þá tek ég eftir því, að á hverjum degi er eitthvert slys. Drengur fer i sjó- inn fyrir vestan. næsta dag ferst verkamaður við uppskipun á Ak- ureyri, og þriðja daginn er enn eitt sviplegt dauðsfall. Þá fer ég að gá í vasabókina mina. Stendur heima, það er fullt tungl. Nokkurn tíma orðið vart við nokkuð niðri á stöð? Ja, ég veit ekki, hvort ég má segja frá því. Ég veit það ekki. En þeíar togarinn Júli sökk, þá fórust nokkuð margir, ja, góð- ir viðskiptavinir ,Og hreingerninga konan okkar, hún sér þá. Já, þeir Uta inn. Það held ég. ★ Nokkrum dögum eftir samtal okkar Jakobs kom hann niður á blað með myndir til að lána okk- ur. Þá gat ég ekki stillt mig að leggja fyrir hann spurningu, sem hafði verið að veltast í höfðinu á mér síðan um daginn. — Heyrðu, Jakob — konan, sem sér mennina af Júlí, sér hún nokkurn tíma látna lögreglu- þjóna? — Já, svo segir hún, já. — Heldurðu, að það geti verið, ég meina ef þú mundir einhvern tíma deyja, að hún sæi þig? — Það held ég gæti vel verið. Það hlýtur að vera rétú. Snúi einhverjir látnir menn til fyrri dvalarstaða á jörðunni þá gætu það einmitt verið menn eins og Jakob, sem í þrjátíu og sex ár hefur setið í lögreglustöðinni og lagt þar fram beztu krafta sína, borgurunum til verndar og félög- um til skemmtunar. „Gamla konan frá Brimnesjum er komin yfir í annan heim.‘ ODDNÝ GUÐMUNDSPÓTTIR Skuld (Upphaf skáldsögu) Inga. 88 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.