Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 10
f hliðarbyggingu þessari voru fyrr vistir vinnufólksins. Nú eru þar svefnherbergi og vinnustofur drengjanna, sem dveljast í Lindigarði. andi peningshúsum og hlöðum. Það var aðeins leift rúmlega fimm hekturum lands, sem aðallega var lystigarðurinn, og hver gat svo 6em tekið slíkt á leigu, þegar ekkert land fylgdi annað? Þá var það, að umrædd jóla- merkjanefnd keypti staðinn, og síðan hafa meira en 12.000 dreng- ir hlotið þar dvöl, annað hvort til þess að safna þrótti eða mann- ast, en innan þessa hóps hafa ver- ið og eru alltaf strákar,v sem ó- dælir þykja og þurfa að læra að hlíta stjórn og stjórna sjálfum sér. Á Lindigarði eru að staðaldri 45—60 drengir, oftast við hámark þess, sem þar rúmast. Allir koma þeir þangað eftir tilvísan skóla- lækna, sjúkrasamlagslækna eða sjúkrahússtjórna, en einatt hafa skólasálfræðingar, sjúkrahúsasál- fræðingar, kennarar, félagsráðgjaf ar eða enn aðrir hlutazt til um, að þeir fengju þar inni þá þrjá til fjóra mánuði, sem hvert dval- arskeið nær yfir að jafnaði. Dreng- ir, sem eru sérlega óstýrilátir, koma þó ekki þangað nema þeir hafi fyrst verið á betrunarheim- ili og mannazt þar. Drengjunum er skipt 1 þrjá ihópa eftir aldri og þroska. Þeir verða að hlíta öllum heimilisregl- um, fara á fætur klukkan sjö að mjorgni og að kvöLdi er háttatími klukkan átta. Verkefni er þeim fengið við hœfi hvers aldursstigs, bæði inni og úti. Handavinna er að sjálfsögðu meginuppistaðan, en úti við reyna þgir kraftana við að saga efdivið, hreinsa í kringum hallirnar og annað, sem við á að taka til handargagns eftir árs- tómum. Þeim er séð fyrir öllum þörfum á meðan þeir dveljast á heimilinu, meira að segja eru þeir í fötum stofnunarinnar. HeiH hóp- ur af starfsfólki annast drengina eins og kostur er á og allt er með heimHissniði. Starfsliðið er um tuttugu manns. Heimsóknir eru ekki leyfðar, hvenær er vera skal. Til heim- sókna eru valdir dagarnir 10.—16. í hverjum mánuði. Forstöðumaður heimilisins heit- ir Poul Billgren. Hann er kennari að menntun og stundaði kennslu um áraröð, áður en hann tók við stjórn á Lindigarði. Kona hans heitir Karen. Hún var hjúkr-unar- kona að menntun. Það er einkar hent, að heimilisstjórn sé í hönd- um hjúkrunarkonu, því að þótt strákum sé yfirleitt ekki kvilla- hætt, þá koma farandkvillar að sjálfsögðu við á svona heimili. Og svo fer ekki hjá því, að 40—60 strákar hruflist eða skrámist í leik eða starfi, svo ekki sé talað um, hvað getur hent, ef missætti kemur upp og ekki tekst að stilla til friðar í tæka tíð. Þá ræður til- viljun ein, hvort til handalögmáls kemur og glóðarauga hlýzt af eða orð ein og sundurlyndi er látið nægja sem málalok. Forstöðumaðurinn hafði tals- verða leikni í að stjórna óróaseggj- um, frá því er hann var kennari — það svið var hans sérgrein. Þess vegna tekur hann því víðs fjarri, að sér sé nokkur vandi á höndum, þó að hópurinn sé ósam- stæður og ýmsir kunni að reyna • sprell í tíma og ótíma, svona fyrstu daga vistarinnar á nýja staðnum. Auðvitað koma með baldnir strákar og uppivöðslusamir, sem í þröngum götum borgarinnar hafa ekki notið sín sem foringjar, en ætla sig til þess kjörna, er hing- að kemur. En þeir, sem fyrir eru, þekkja gang hlutanna og fella hina nýkomnu fljótlega í það mót, sem á staðnum ríkir. En stjórn þarf til, og henni beita húsbændurnir — ekki harð- stjórn, 'heldur aga, og í hvívetna er leitazt við að fá alla drengi til að vera þátttakendur í öllum athöfnum, hvort sem um ræðir leikLeða störf. * Við höfum gengið um lystigarð- inn undir krónum hárra hlyna, linditrjáa, gamalla kastaníutrjáa og annarra suðrænna viðartegunda og skoðað vel hirta grasfleti í veður- blíðu hásumarsins. Nú lá leiðin heim í höllina gömlu, þar sem hvorttveggja var í senn — víð- ir salir til afnota fyrir allan hóp- inn og að nokkru heimHi forstöðu- mannsins. Billgren hafði rakið at- hafnaskrá dagsins fyrir okkur og sagt, hvernig hverjum degi væri 82 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.