Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 17
□ Gamla konan frá Brimnesjum er komin inn í annan heim. Henni hefur lengi verið það Ijóst, en þennan morgun hrjóta henni ó- sjálfrátt orð af munni í þá átt. Það er allt komið undir græna torfu fyrir löngu, fólkið, sem hún þekkti í æsku sinni heima á Brim- nesjum. Barnabörn hennar eru öll dáin. Jafnvel guðsgræn jörðin á Brimnesjum hefur tekið breyting- um, hvað þá allir mannabústaðir. Hún er ekki lengur í þeirri ver- öld, sem þjáðist með henni frosta- veturinn 1881. Og bernsku hennar man enginn núlifandi maður á ís- landi. Hún getur ómögulega munað það 1 svipinn, hvernig það gerð- ist í einstökum atriðum, að hún lenti hingað. O-jæja, það skiptir auðvitað engu máli, hvernig kerl- ingarskari er skákað afsíðis til að deyja, ef hún fær í sig og á. Undarlegast er þó, að allt, sem gerðist í gamla daga, er svo ljós- lifandi, að hvergi skeikar. Það er Ihægt að vatna músum út af sumu af því enn í dag og brjóta heil- ann um það andvaka, hvernig eigi að komast úr einhverri klípunni, sem þá var til armæðu. Við nánari athugun kemur í ljós, að þeir eru allir dauðir, sem átti að hefna sín á, og líka hinir, sem lifað var fyri'r. Sjóferðin sú í gær var ekki lík þvi, sem tíðkast í gamla heim- inum hennar. Skipið sjálft var Jíkast lifandi veru, sem skelfur af áköfum hrolli. Tveir glaðlegir pilt- ar hlúðu að henni, kerlingarskar- inu, í klefanum skipstjórans og kölluðu hana ömmu sína. Þeir sögðu, að útvarpið hefði nýlega óskað henni til hamingju og sagt, að hún væri elzt allra íslendinga. „Jæja, hann er þá dauður,“ taut- aði hún tilfinningalaust. „Eldri var hann en ég.“ Rétt á eftir mundi hún, að allir aðrir samferða menn voru lika farnir á undan ihenni — og meira að segja heim- urinn sjálfur. Hún er ein í nýjum heimi. Og þar er nýtt mat á göml- um syndum. - Þeir vöfðu ábreiðu um fætur hennar og spurðu um sjón henn- ar, heyrn og minni. Þeir bættu því við, að hér eftir yrði farið með hana eins og drottningu, og vonandi ætti hún eftir að lifa lengi enn, íslenzkri þrautseigju til sóma. „Að hugsa sér“, sagði annar þeirra. „Hún man eftir Jóni Sig- urðssyni, Bólu-Hjálmari, Þjóðhátíð inni og öllu mögulegu, sem okkur finnst vera aftur í grárri forn- eskju.“ O-jæja, ekki hafði hún séð Jón - Sigurðsson, en þekkti menn, sem voru vinir hans. Þeir héldu áfram að spyrja hana um liðna tímann. Hún sagði, að sá dauði hefði sinn dóm með sér, og var ofurlítið hróðug af því að vera ein til frásagna, alveg eins og barn, sem sent er til næsta bæjar og stillir sig stundarkorn um að segja fréttirnar, þegar heim kemur. Ekki lagði hún dóm á nein einstök atriði, en sagði, að merki- legt mætti heita, að mannvonzkan skyldi ekki vera búin að svíða allt gras af jörðunni. Þá spurðu þeir, hvort hún væri ekki hrifin af húslestrum meist- ara Jóns. Hún sagði, að hann hefði verið undravert skáld, slagað hátt upp í Móses, en af þessum ungu skáldum mat hún Þorstein Erlings son mest. Annar piltanna klappaði henni á kinnina og sagði, að Þorsteinn Erlingsson væri dáinn. Ekki þurfti hún að spyrja að því. Það voru meira að segja nokk- ur ár síðan. Héldu þeir, að gamalt fólk væri ruglað í ríminu eins og barnungir óvitar? Hún svaf víst mikið eftir þetta samtal og man ekki greinilega, hvað fram fór. Rökkur, dökkur sjór, þýðar raddir, hlý handtök og undrabjört höll er það næsta, sem hún man. Og nú vaknar hún við allt hvítt og bjart. Hvar er hún? Er hún — —? Æ, því lætur hún svona? Hún er þó ekki orðin elliær. Eng- inn veit betur en hún, að hún á að fá að véra á nýja sjúkrahúsinu á Skriðufirði, vegna þess, að barna börnin hennar eru öll dáin, og barnabarnabörnin eru of fjarskyld til að rækja frændsemi við hana. Nú man hún það lika, að hún býst alls ekki við lífi eftir dauðann. Hún er alls ekki komin til Himnarikis, aðeins inn í annan heim — og það vissi hún fyrir löngu. Una var komin í vistina — fyrstu vistina sína, og hún leit í kring- um sig á hlaðinu, undrandi og umkomulaus. „Þú ert^ þá komin, ræfillinn,“ endurtók húsmóðirin, svipljót og sóðaleg. „Gakktu í bæinn.“ Una leit undan augnaráði kerl- ingar. Lúpulegur loðhundur kom innan úr dimmum göngunum. Una leit enn einu sinni yfir að Breiðabóli, fallega bænum handan við vatnið, og fylgdist með kerl- ingu inn göngin. Kerlingin opnaði gjöktandi hurð, og þær komu inn í kytru með moldargólfi og blakkri skarsúð. Þar var flet undir glugga- boru. Úr fletinu störðu stór, skæi augu fram að dyrum. „Þú verður að sofa inni hjá henni Gunnu ræflinum,“ sagði kerling. „Hún er alltaf mesti aum- ingi þetta grey. Þarna getur þú hreiðrað um þig, þarna, fyrst þú hefur rúmföt.“ Hún benti á rúm- bálk með heyrudda í botni. „Og svo kemurðu inn í baðstofuna, þeg- ar þú ert búin að koma dótinu þínu inn. Þú getur ekki villzt.“ Kerling skjögraði út. Una gekk að fleti stúlkunnar og heilsaði henni með handabandi. Aldrei hafði hún snert svona hönd. Hún var silkimjúk, mjó og þvöl. Andlit stúlkunnar var fölt og nor- að. En mest bar á augunum. Þau voru ljósblá, stór og skær. Oft hafði Una séð fátækleg heim ili, óhrein börn og óhrein rúmföt. En hörmungin, sem hér blasti við, átti ekkert skylt við fátækt. Hér var mannvonzkan að murka lífið úr einstæðingi. Og mannvonzkan var að þessu án sýnilegrar ástæðu, líklega aðeins til að fá að njóta sín. Una varð ofurlítið hugrakkari og öruggari um sjálfa sig, þegar hún minntist þess, að hún átti rúmið hennar mömmu sinnar, hlýtt og gott rúm. Og allan fatn- að hennar átti hún. Farangur Unu var sóttur daginn áður, því að ferð féll í kaupstað. Una fór þegj- andi fram i bæjardyr aftur og sótti rúmfatapokann sinn. Hún bar hann inn og reif upp úr honum. Veika stúlkan horfði stöðugt á hana, og Una gaf henni gætur öðru hvoru. En báðar þögðu þær góða stund. Una varð vandræðaleg í návist T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.