Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 4
Úr Herjólfsdal í Eyjum úti / Öskju noriur Þegar Colin Simpson hafði látið þvo brækur sínar, sem saurgazt höfðu vegna óhapps þess, er getið var um í síðasta i blaði, og skilað Önnu Óiafsdótt- ur buxunum, sem hún lánaði honunt, lagði hann leið sína austur á Þingvöll. Þar minntist hann hinnar frægu og rökvísu spurningar Snorra goða, er hraunstraumurinn stefndi á bæ Þórodds goða í Ölfusi og heiðn- ir menn óttuðust reiði máttar- vaidanna: „Um hvað reiddust goðin, er hraun það brann, þar sem nú stöndum vér?“ Þennan fróðleik hafði hann úr bók, sem John nokkur Cole skrifaði upp úr 1880. En önnur bók var honum einnig tiltæk: Paradísarheimt Haildórs Lax- ness. Þar staðnæmdist hann við frásögnina af þeim atburði, er Kristján konungur kom árið 1874 með stjórnarskrá í föður- hendi handa íslendingum: Gleymdu þeir með öllu að þakka konungj fyrir stjórnar- skrána á hátíðinni“, enda fannst þeim ef til vill sem verið væri að gefa þann hlut, sem þeir áttu með réttu. En Ástralíumaður- inn skepimtir sér við, að hér urðu kaup kaups, að því er seg ir í sögu Laxness. Konungur- inn gleymdi að sínu leyti að þakka kvæði átta skálda, þvi að ekki var siður að kveða kvæði fyrir amtmönnum og kjörfurst- um á Þýzkalandi, „og rak Krist- ján Vilhjálmsson upp stór augu og varð hvumsa við, þegar mað- ur gekk undir manns hönd að lesa upp vers framan í honum — hafði hann ekki heyrt vers áður og vissi ekki, hvað það var“. Eftir Þingvallaförina brá Simpson sér til Vestmannaeyja, og tökum við þar upp þráðinn, er hann er kominn til Eyja og hefur nokkuð furðað sig á því, er honum hefur verið sagt um veru Ástralíumanna, Araba og fólks frá Suður-Ameríku í fisk- vcri þessu á vertíðum. Þetta er á laugardegi 7. ágústmánaðar, og þjóðhátíð Eyjamanna er I al- gleymingi: Frýstihúsum og búðum hafði ver ið lojkað, ekkert benzín fékkst í bensíhstöðvunum, mjólkurpóstur inn 'var hættur mjólkurflutning- um og stræti bæjarins voru auð og mannlaus. „Við erum ldklega einu menn- irnir, sem höldum áfram að vinna“, sagði Sigurður Kristinsson, skrifstofumaður Flugfélagsins, sem sótti mig á flugvöllinn. í matsal gistihússins, þar sem við snæddum hádegisverðinn, var fjörmikið fólk í hátíðaskapi, og há- værir hátalarar spúðu yfir okkur hverju laginu af öðru. „Hvar er fólkið annars?“ spurði ég. „Það sjáið þér bráðum. Það er á markaðstorginu, sem þér mynd- uð kalia. Margir eru orðnir sæt- kenndir, og þó er áfengi ekki selt hér í Vestmannaeyjum. Bjór. auð- vitað, en það kaliar enginn bjór- inn áfengi. Brennivín og konjakk pöntum við frá meginlandinu — heila kassa. Það verður enginn hörgull á drykkjarföngum“ Fyrir utan skrifstofu Flugfélags ins voru tveir ungir menn, sem komið höfðu af aðalsamkomusvæð inu. Þeir voru drukknir og'höfðu meðferðis tvo unga lunda. Ég hafði ekki fyrr séð þessa fugla, svarta og hvita og með gríðarstórt höf- uð og eldrautt nef. Ég bauðst til þess að kaupa lund ana á fimmtíu krónur og ætlaði mér að sleppa þeim. En piltarnir reiddust af dæmigerðu stórlæti ís- lendingsins, þegar þeim voru boðnir peningar: Þeir gáfu mér fuglana. Við fórum með þá í bíl niður að höfn- inni, þar sem við slepptum þeim. Þeir gátu með naumindum flogið, en annar þeirra reif sig samt út á sjó, þar sem hann vaggaði sér á bárnnnm Hinn flögraði yfir dá- lítinn garð, og skelfingu lostinn sá sem kveikt hafði verið í. En hann kunni samt fótum sínum forráð. Starfsmenn Flugfélagsins urðu að fara upp á flugvöll, og þeir hleyptu mér úr bílnum við hátíða- svæðið. Ég gekk spottakorn að boga, sem reistur hafði verið und- ir blaktandi fána. Handan hans var Htil tjörn með gosbrunn í miðj- unni, sölubúðir, veitingatjöld og svefntjöld. Hér hafði fólk tjaldað hundruðum saman. Þetta voru fer- hyrnt, hvít tjöld og tjaldsúlurnar úr málmi, ug stærri tjöld á víð og dreif, sum lituð. Þarna var einnig eftirlíking víkingaskips i fullri stærð, skarað máluðum skjöldum úr krossviði. Og líklega svona eitt þúsund manns. Það, sem setti svip á þessa sam- komu, var baksviðið, sjálft lands- lagið. Snarbrött fjallshlíðin reis eins og veggur í hundrað metra hæð eða meira, þakin iðjagrænu grasi, undir einkennilegum, svört- um veggjum brunakletta, sem slúttu fram yfir sig. Hér hefði verið kjörinn staður fyrir leiksvið — Epidaurus íslands. En í þess stað var þarna eins konar kjötkveðjuhátíð fiskibæjar með drykkjusvalli, sem þar heyrðj til. 76 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.