Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 12
Þegar lögregluþiónum var fjölgaS vegna alþingishátíSarinnar 1930, var Jakob Björnsson einn þeirra, sem ráSn- ir voru. Hann hélt starfinu, þangaS til hann hætti í hitteSfyrra vegna aldurs, og var meSal annars fyrsti formaSur lögregluþjónafélagsins. Hér fyrir ofan sfendur hann viS eina „Maríuna", og hér fyrir neSan er viStal viS hann þar sem leit aS landa og fleira ber á góma. Sumir segja, að lögreglu'þjónar séu varla læsir né skrifandi, enda valdir eftir rassbreidd. Er þá gjarna vitnað í söguna um það, þegar tveir verðir laganna fundu víndauðan mann í Fischerssundi, og byrjuðu á því að drasla hon um yfir í næstu götu til þess að kxsna úr þeim vanda" að þurfa að slafsetja Fischerssund, erfitt orð, í lögregluskýrslunni. En ég hef nú komizt að því, að þeir standa mörgum starfshóp- um framar í menningarmálum. I>ejr gefa til dæmis út sitt eigið biað. Og þeir hafa komið sér upp bókasafni, þrátt fyrir ýmsar hindr anir, húsnæðisskort og jafnvel skemmdarverk fanga, eins og nú skai greina. Sakir þrengsla hafði verið grip- ið til þess ráðs, að afþilja dálitia kompu í öðrum endanum á bóka- safnsherberginu. Þar voru geymd- ir menn, oft drukknir, sem biðu yfirheyrslu. En þilið náði ekki al- veg upp í loft, og einn gæzlufang- inn sá sér leik á borði, smevgði sér gegn um rifuna inn í bóka- safnið og þar út um glugga. Þenn- an dag unnu smiðir að viðgerð- um í safninu og höfðu skilið eft- ir í herberginu fötu, fulla af stál- biki, meðan þeir brugðu sér frá. Maðurinn gerði sér lítið fyrir og hellti úr fötunni yfir spjaldskrá safnsins, sem vitaskuld gereyði- lagðist.' Nú, en auk safnsins veit ég að minnsta kósti um einn fyrrver- andi varðstjóra, sem á bækur í sjötíu kössum heima hjá sér. Hann heitir Jakob Björnsson, var í lögreglunni í þrjátíu og sex ár, en er nú hættur fyrir tveim- ur árum. Þegar ég hringdi niður á stöð að spyrja, hvar ég gæti náð í hann í síma, heyrði ég stráx, íð hann var mjög vinsæll. „Ég held það sakni hans allir“, sagði ritstjóri lögreglublaðsins, Sveinn Sæmundsson. „Þetta er s>vo voða góð sál. Oft var verið að glettast við hann, því hann trúði ekíi, að nokkur legði sig niður við að skrökva, en hann tók gamn- inu vel.“ Ég hitti Jakob á heimili dóttur hans (hann ól upp níu börn og tvö fósturbörn). á Barónsstíg 51, þar senl bann býr með dætrum sínum. Hann er nokkuð feitlaginn, áreiðanlega á fjórða hundrað pund, og allur hinn mikilúðleg- asti. Hann segir mér, að félagarnir á stöðinni hafi leyst sig út með stórgjöf, þegar hann lét af starfi, sjötugur. „Þeir buðu mér með Gullfossi til Kaupmannahafnar og Hamborgar og gáfu mér að auki sextán þúsund krónur í farareyri. Ég hafði aldrei komið til útlanda fyrr. Þessa dansaði ég við í næt- urklúbb í Höfn“, segir hann svo- lítið drjúgur og dregur upp úr skúffu mynd af stúlku, sem gæti verið systir Brigitte Bardot, næst- um ekki í neinu. Eins og sönn- um íslendingi sæmir, dregur hann upp úr sömu skúffu sitt fágætasta bókakver, sfxtán síðna skamma- rit um Jóri Guðmundsson, rít- stjóra Þjóðólfs, sem hafði gagn- rýnt rannsókn nafna síns á þjófn- aðarmáli í Grafardal. Pésa þenn- an nefndi sýslumaður Þjóðólf Jóns son. — Ég á líka Bónorðsför Magn- úsar Grímssonar, þó ekki alveg heila, segir Jakob. — Svo á ég um sjötíu kassa af bókum. Ætli ég neyðist ekki til að selja mest af þessu. Börnin mín lesa ekki nema vikurit og ástarsögur, og vilja ekki bækurnar mínar um þjóðlegan fróðleik. — En kanntu ekki eitthvað að segja úr lögreglustarfinu á liðn- um árum? Jakob þykist fyrst ekkert muna, en svo kernur þetta smám saman. Að góðum gömlum sið byrjar hann á þessa leið: — Ætli það sé ekki rétt ég geri grein fyrir mér. Ég fæddist i Haga í Aðaldal árið 1895. Faðir minn hét Björn Sigurgeirsson og móðir mín Jónína Jónsdóttir. í Haga hef- ur ætt min búið afar lengi. Mann- talsárið 1703 bjó þar Árni Bjðr*ss- son, kallaður gamli. Þess er getið í manntalinu, að ekki sjáist grátt hár í hans höfði, en hann var þá níutíu og sjö ára. Sex ár lifði hann eftir þetta. Hann var langafi Skúla fógeta. Ég er kominn af bróður Árna, Þorláki. Bróðir hans var Björn á Laxamýri, sem átti fjölda barna. Afi minn í móðurætt varð yfir hundrað ára. En ég verð ekki svo gamall. Það gera taugarnar kring- um hjartað. Afi minn var alltaf fátækur. Hann bjó í Grímshúsum. Hann var feikna sterkur. Ég kann eina sögu um það. Hana sagði mér Pétur, faðir Stefáns þjóðskjala varðar. Eitt haust höfðu verið slæmar heimtur. Það var ákveðið að senda fjóra menn í eftirleitir um Þeista- reykjaland. Einn þeirra skyldi séra Benedikt eldri Kristjánsson í Múla leggja til. Arnfríður, fyrri kona hans, kom til afa og bað hann að fara fyrir þau. Sagði hún, að aust- ast á afréttinum hefðu gangna- menn slátrað geldri á og grafið í snjó. Mætti afi eiga hana. Þeistareykjaland er nokkuð á- þekkt Þingvöllum, sundurskor- 84 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.