Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 15
xnaSur brauzt inn til hans og ætl- aði að stela bruggi, en var grip- inn og yfirheyrður af lögreglunnt. Nei, nú er smyglað, en ekki brugg- að. Þögn. Jakob snússar sig. — Eiginlega er það leiðinlegast við lögreglustarfið, þegar maður er kallaður á heimili í ósætti. Enda sagði séra Björn á Húsavík sem var með okkur stundum á sumrin, að lögreglustarfið væri góður skóli fyrir prestsefni. Einu sinni vorum við kallaðir á heimili, þar sem hjón voru að rífast, bæði drukkin. Hann var í rúminu, en hún á fótum og vildi draga okkur aðkomumenn á ein- tal til skiptis. Manninum líkaði það illa, því að hann var dauð- hræddur um hana. Við vorum í hálfgerðum vandræðum, en þau urðu málalok, að okkur tókst að hátta konuna hjá honum, áður en við kvöddum. Það held ég. Annað skipti lenti ég í að klæða konu. Hún var anzi léttlynd, sú. Þá hafði verið hringt frá Hótel Skjaldbreið og beðið um aðstoð. Við Þorkell Steinsson, sem nú vinnur í danska sendiráðinu, fór- um þangað. Áliðið var nætur. Stúlkan á Skjaldbreið segir okkur, að tveir Ameríkanar hafi tekið á leigu herbergi, en eitthvað fleira muni vera þar inni. Engir auka- gestir megi vera í herbergjunum svo seint. Við berjum upp á hjá Könum og kref jumst inngöngu í nafni laganna. Karlmaður opnar, alls- nakinn, og skýzt um leið bak við hurðina. En uppi í rúmi eru karl- maður og kona, óklædd eins og guð hafði skapað þau. Ekki gát- um viðtekið konuna með okkur öðruvísi en klæða hana fyrst. En fötin voru út um allt herbergið. Við þurftum að leita lengj að buxunum hennar og fundum þær loks fyrir ofan rúm. Ég man, að annar Kaninn spurði, hvort við værum giftir. — Já, þvi spyrðu? anzaði Þor- kell, sem er ágætur enskumaður og á reyndar skozka konu. —Ykkur ferst svo hönduglega að kiæða kvenmanninn, sagði sá ameríski. O-já-já, það er ýmislegt, sem maður lendir í. 0, já-já. En þetta er ekkert einsdæmi. 0, nei-nei. Kannske ég segi frá því al- óhugnanlegasta, sem ég hef kom- izt í sem lögreglúþjónn. Það var jafnframt í eina sktptið, sem lög- reglustöðinni, er þá var í Arnar- hvoli, hefur verið lokað, svo ég vlti. Þetta var eitt fyrsta árið mitt. Við vorum fjórir á vakt, tveir inni, tveir úti. Allt í einu er hringt og beðið um hjálp sem snarast upp í Ingólfsstræti 21, því líf liggi við. Þetta var ekki gott, því við vor- um aðeins tveir inni, bílstjórinn og ég. Við verðum bara að loka stöðinni. Síðan keyrðum við upp- eftir. Þar er ófagurt um að lit- ast. í miðju herbergi stendur gam- all maður og blóðið fossar úr hon- um eins og skorinni kind. Úti í horni liggur gömul kona, sömu- leiðis alblóðug. Á gólfinu liggja tveir menn ofan á þeim þriðja, sem orgar allt hvað af tekur. Við förum með organdi mann- inn út í lögreglubílinn, haldandi hvor sínum úlnlið á honum aft- an við bak, eins og vaninn er. En hann var svo óður, að hann beit í dyrastafinn á leiðinni. Þegar hann var kominn undir lás og slá í fangahúsinu, flýttum við okkur aftur niður eftir. Þá var kommn einn læknir og von á öðrum. Óði maðurinn hafði þá bitið framan af nefinu á báðum hjónunum. Gamli maðurinn, Halldór heitinn Þórðarson, bókbindari, varð að ganga með plástur á sárinu til dauðadags. En hvað gizkarðu á, að hafi verið að manninum? Hann var ekki fullur, nei — allsendis ófull- ur var hann. Hann hafði verið á andafundi um kvöldið og var i transi. Hann leigði hjá gömlu hjónunum, hinn dagfarsprúðasti, og þau áttu sér einskis ills von, þegar hann kom ofan stigann úr herberginu sínu og sagði: „Ég drep, ég drep allt.“ Og litlu seinna: „Nú hef ég bitið af ykk- ur nefin. Gott. Nú skal ég klóra úr ykkur augun.“ í því kom ung- ur maður, sem einnig bjó í hús- inu, með mannhjálp, því að ekki hafði hann þorað einn til atlögu við þann óða. Maðurinn sat í steininum í viku, áður en hann fór inn á Klepp. Þeir, sem gættu hans, sögðu. að það hefði verið eins og tvær sálir berðust um líkama, hans hann sjálfur og einhver illur andi illi andinn hefur vist hrökklazt burtu, þvi innan tíðar bráði af mannin- um. Síðan hefur hann fengið orð fyrir að vera hið mesta prúð- menni og vandaður í alla staði. En þetta er einhver ljótasta sjón, sem ég hef séð mn dagana: tvö illa útleikin gamalmenni og blóðsletturnar alls staðar í rúm- fötunum, upp um veggina. Nei, þá er næstum skárra að hirða lík upp úr höfninni. Jakob fær sér í nefið. ’ Það er ekkert með nýdauða. En lík fljóta oft ekki upp fyrr en eftir nokkra mánuði. Gjarna þeg- ar sjórinn hitnar á vorin. Þá er nályktin þannig, að ekki er hægt að hugsa sér neitt hroðalegra. Marflóin kroppar skinnið af hönd- um og fótum. Hún étur af and- litinu og undan hárinu, svo það lafir laust aftur af hauskúpunni. Þá er líkið óþekkjanlegt, nema föt og munir geti gefið einhverj- ar vísbendingar. — Heldur þú, að nokkuð sé til, sem heitir annað líf? — Ja, ekki vil ég sveria fyrir það. Eiginlega get ég það ekki. Ég hef aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfur, o-nei. En konan mín heitin sá oft gamlan mann, sem ekki var af þessum heimi, á rjátli kringum fjárhúskofa á túninu á Bollastöðum, þar sem hún ó’st upp. Löngu seinna var kofmn rif- inn, og grafið þarna fyrir öðru húsi. Þá fannst beinagrind undir kofanum. Það er margt undarlegt. Eins og til dæmis með. að það skuli vera til fylgjur. Jú. það er nú_ það, Þær eru áreiðanlega til. Ég man. að móðir mín sá þær. Einhverja sérstaka sögu? Ja, ég veit ekki, hvort ég kann nokkra. Kannske eina. Vorið, sem ég fermd ist. það var árið 1910. Þá gerði blindbyl þriðja sunnudag í sumri. Laxá var orðin auð. Eftir þetta veður rak í hana aftur. Ég man ég fór á ís yfir ána til að máta fermingarfötin mín. Jæja, skammt frá Eystri-Haga, þar sem ég átti heima, voru beit- arhús bónda, sem Þórhallur hét. Hann bjó hinum megin við ána, kom alltaf yfir á báti. Þennan sunnudag, sem bylinn gerði, var mamma að baka kökur frammi í eldhúsi. Ég sat hjá henni á kistu'. Þá segir hún allt í einu: „ÓWklegt þykir mér, að Þórhall- ur komi núna, en þarna er samt fylgjan hans.“ Ekki hafði hún fyrr sleppt orð- inu, en barið var að dyrum. Gest- urinn var enginn annar en Þór- hallur. Hann hafði lagt bátnum undir bratta brekku. Þar hafði T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.