Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 18
þessarar stúlku. Það var eitthvað svo skammarlegt að vita ekki fyrr en nú, að hún lá þarna sjúk og sárt leikin. Hvað átti Gunna að halda um hana og allt það fólk, sem, lét það viðgangast, að hún ætti svona bágt? Hún hafði orð á því, til að segja eitthvað, að húsaskipunin væri undarleg. Gunna hóstaði við og sagði, að þessi kofar hérna vest- an undir væru leifar af gamla bænum, hann hefði aldrei verið rif- inn, en væri að hrynja smám sam- an. Þetta var innsta stafgólf gömlu baðstofunnar. Gólffjalirnar höfðu verið rifnar upp og notaðar í skil- rúm framan við það. í fremri end- anum voru svo höfð lömb á vet- urna. Gunna sagðist hafa haft mikla skemmtun af lömbum og sakna þeirra. Una sneri sér undan og þóttist vera að horfa fram í lambastíuna. --------Börn voru engin á heim- ilinu. Þess vegna varð Una að vaka yfir vellinum, þó að hún væri orS- in sautján ára. Vorið var hlýtt og mörg nóttin fögur. Einu sinni rak hún túnsæknar lambær upp fyrir Hálsinn. Þegar hún kom aftur, beið maður eftir henni við túnfót- inn. Hann sat við götuna og reytti lambablóm af þúfu. Þetta hafði hana oft dreymt í vöku og jafnvel svefni líka, að hann sæti þarna í mónum og biði eftir henni. En aldrei hafði neitt komið henni á óvart, eins og það, að sjá hann þarna. Hún kom nær, og hann þorfði þegjandi á hana. Hann tók heldur ekki til máls, þó að hún staðnæmd- ist faðmslengd frá honum, aðeins horfði á hana. Augu hans höfðu ekki liðið henni úr minni, síðan hún sá hann í kaupstaðnum í fyrra. Þá horfði hann á hana yfir iðandi faxið á rauðum hesti og spurði hana að heiti. Þau töluðu saman litla stund. Eftir það dreymdi hana dag og nótt, að þau ættu samleið úr kaupstað. Að þessu sinni varð það ekki, því að hann var ferðbú- inn, en hún og samferðafólk henn- ar var nýkomið. Og það mátti Guð vita, hvort það hefði átt við, að þau yrðu samferða. Enginn nema Guð mátti heldur vita það, að hún réði sig að Hrafna- gjá í von um að sjá hann við kirkju — aðeins sjá hann. Og eft- ir að hún kom í nágrennið dreymdi hana dag og nótt, að hann sæti úti í hlíðinni og biði eftir henni. En að það gerðist í raun og veru, datt henni aldrei í hug. Hún fann, að þögnin var kjána- leg og gat komið upp um hugsan- ir hennar. Því sagði hún hátt og rösklega: „Komdu sæll.“ Hann svaraði ekki kveðjunni, en sagði eftir litla umhugsun: „Siggi bróðir fór að sofa nokkrar næt- ur.“ Hún spurði, hvort það væri ekki túnið heima hjá honum, sem hann ætti að verja. „Að vísu“, sagði hann. „En það er leiðinlegt að vaka einn.“ Þau horfðu hvort á annað. Jafnvel fugl- arnir sváfu. Hann stakk upp á því, að þau gengju niður í klettana við vatnið og borðuðu saman. Hún hafði ekki komið niður I Kletta. Hann þurfti að sýna henni húsið sitt, sem hann hlóð, þegar hann var drengur. Á leiðinni spurði hann hana, hvernig henni liði í Hrafnagjá. Hún sagði, að sér liði sæmilega, en Gunnu liði illa. Það þóttí hon- um eðlilegt, því að Gunna var veik. Una sagðist hafa orð’ið að klippa hárið af Gunnu, og hún gæfi henni það skásta af matnum sín- um, til að bjarga lífi hennar. Þá spurði hann, hvort hún væri ekki svöng sjálf. Hennj þótti undarleg þessi um-t hyggja hans fyrir henni, heil- brigðri. Það var Gunna, sem átti bágt. Maríuerla svaf í klettaskoru og þaut upp. Þetta voru fallegir kletta stallar með mosagróðri og hávöxn- um súrum og hvönnum hér og þar í sprungum. Hann sýndi henni hús- ið sitt og sagði henni, hvernig hann hefði leikið sér hér áður fyrr. Þau settust hvort á móti öðru, og hann fór aftur að spyrja hana um líðan hennar í Hrafnagjá. Undarleg var þessi óþarfa um- 90 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.