Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 9
Lindigarður — það er ekkert uppnefni, meira sannnefni verður varla fengið. Linditré, kastaníur og fleiri suðræn tré hafa vaxið hér, sennilega um aldir. Hávaxin standa þau, og þróttmikil eru þau, bera jarðveginum vitni um frjó- semd og loftslaginu um, að við þeirra hæfi sé það, þótt ekki jafn- ist á við Miðjarðarhafsloftslag. Os svo hávaxin eru trén, að þau gnæfa langt yfir hallarmúrana, en hafa verið gróðursett það langt frá byggingunum, að þau skyggja ekki, en veita skjól gegn storm- unum. Aðeins heyrist þytur í lauf- inu, þegar gusturinn hreyfir það, en svo mikið er rúmið milli þeirra, að geislar sólarinnar ná að ylja alla veggi og útsýn er opin yfir lystigarðinn úr öllum gluggum hallarinnar. Það er svo sem ekkert kot- ræksni, sem hér mætir auganu. Mikil hljóta viðbrigðin að vera fyrir drengina, sem hér dveljast um nokkurra vikna skeið. Flest- ir þeirra eru komnir hingað úr þröngu umhverfi og fátæklegri tilveru í skuggasælum götum borga og bæja eða frá öðrum stöðum, þar sem lífið hefur leik- ið æsku þeirra grátt, eða að minnsta kosti ekki veitt þeim þrótt og heilbrigði sem æskilegt er á uppeldisskeiði. Drengirnir, sem koma hingað á Lindigarð, eru það, sem á dönsku er kallað „miljöbeskadigt“ — ég veit ekki, hvort nokkurt íslenzkt orð er til um það fyrirbæri, en það mundi nánast þýða, að þeir eru andlega hrjáðir. Að mmnsta kosti eru þeir ekki eins og dreng- ir, 7—14 ára, eiga að vera, og gildir einu, hvort það er van- ræksla, kúgun eða eitthvað ann- að, sem því veldur. Það var 'árið 1904, að póstmeist- ari nokkur, Holböll að nafni, gekkst fyrir þvi, að prentuð voru jólamerki, er fólk gat keypt að frjálsu vali og límt á jólabréfin 9ín. Ágóðinn af sölu merkjanna skyldi renna til þess að hjálpa vanræktum drengjum, andlega eða líkamlega hrjáðum, til þess að öðlast nauðsynlegan þrótt og kjark, svo að þeir yrðu ekki eft- irbátar annarra, en fengju tæki- færi til þess a.ð þroskast sam- 'kvæmt meðfæddri hæfni þeirra. Það gátu verið veikindi, fátækt, almenn vanræksla eða enn annað, sem var frumrót þessara ástæðna. Út af fyrir sig skipti það ekki máli. Hitt var aðalatriðið, að þurf- andi drengir, 6—14 ára, kæmust á heimili, þar sem þeim væri hjálpað til persónueflingar. í meira en sextíu ár hefur starf- semi af þessu tagi nú verið rek- in á sjö heimilum, sern njóta á- góðans af jólamerkjunum, og sér- stök nefnd manna sér um útgáf- una, söluna og rekstur heimilanna. Heimilið í Lindigarði var opn- að í fyrsta sinn til móttöku drengja hinn 21. apríl 1928. Bar- ónsdæmið Gavnö á Suður-Sjá- landi hafði verið víðáttumikið landsvæði um aldir. En það fór um það eins og fleiri stórbýli Dana á árunum eftir 1920, að land þess var brytjað niður í smábýli, en eftir stóðu hallir með tilheyr- TrjágarSurinn og aðalbyggingin, en bak við hana akrar, bændabýli og skógar, sem fyrrum voru eignarlendur barónsdæmisins. T f IW I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 81

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.