Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 13
ið af gjám. Við Þeistareyki, þar sem gangnakofinn er, eru síloðn- ir vellir og margar grastegundir vaxa þar. Það gerir jarðliitinn. Um kvöldið hittast þeir þrír í kofan- um, Pétur, sem áður getur og tveir aðrir, en afa vantar. Þeir spjalla og syngja frarn eftir kvöldi, en hann kemur ekki. Veður var frek- ar gott, en rigningarsuddi og þúfna fyllir af snjó. Ekki er hann kom- inn, þegar þeir fara að sofa. En klukkan tvö um nóttina birtist karl loksins. Hann er þá með kind- arskrokkinn, á annað hundrað pund með gæru, á bakinu og rek- ur undan sét- tvö lörnb. Eitthvað var hann slakur í leitinni daginn eftir, en á þriðja degi sneru þeir heim, og bar afi minn skrokkinn heim til sin. Það mun vera um átta tíma gangur. Jakob þagnar og stútar sig dug- lega af bauk. — Hefurðu ekki fengið mörg tækifæri til að reyna afl þitt í lög- reglustarfinu? — Það hefur lítið komið til. Ég er svo stór, að menn hafa yfirleitt róazt, þegar þeir hafa séð mig. Síður lagt út í slagsmál. Nema í borgarstjórnarslagnum fræga. 9. nóvember 1932, þegar ég pípu- brotnaði við úlnliðinn. En því hef ég sagt frá annars staðar á prenti. Já, þá varð oft að hafa lögreglu- vörð um bæjarstjórnarfundina í Gúttó. Það var æst til óeirða. Kommúnistar stóðu fyrir því, nátt- úrlega. Kreppa og svo sem erfitt að lifa. Einu sinni um vetur, og tjörn- in frosin, hélt bæjarstjórn fund í styttra lagi, en hafði á eftir lokað- begar alþingishátiðin var haldin árið 1930 á Þingvöllum, langaði nokkra reyk- víska lögreglumenn til að taka þátt í gleðinni. Að morgni dags, eftir að hafa staðið tólf tíma næturvakt, tóku sig saman eins margir og þáverandi flug- vélakostur landsmanna, Súlan og Veiði- bjallan, gat borið, og flugu á Þingvöll. Þessi mynd var tekin af köppunum, þegar þeir höfðu aftur fast land undir fótum. Talið frá vinstri: Ingólfur Þorsteins- son, Geir Sigurðsson, Jakob Björnsson, Guðbjörn Hansson, Matthías Svein. bjij'nsson, Margrimur Gislason. an fund um eitthvert mál. Ég man ekki lengur hvað. Kommúnistarn- ir höfðu verið á fundi í Fjalakett- inum í Bröttugötu, og komu svo niður eftir og kröfðust inngöngu, þegar búið var að loka. Við Sveinn i^pm hjálp ofan og við fleygðum þeim í rólegheitum út úr gang- inuin — já, bara ósköp rólega. Þeir reyndu að kasta i okkur ldaka af tjörninni, iss. Jakob bandar frá sér stórri hendi. — Á þessum árum var mikið bruggað, heldur hann áfram. — Björn Blöndal, löggæzlumaður var aðalmaðurinn i bruggleit úti um land. Hann vildi helzt hafa mig og nokkra aðra með sér, alltaf sömu mennina. Ég hef víst sagt frá því annars staðar, þegar mér datt í hug að þreifa niður með dýnu í barnsvöggu í húsi, þar sem við vorum að leita. Ungbarn lá í vöggunni, en undir dýnunni voru margar flöskur af bruggi. Seint á sumri árið 1935 höfðu tveir bændur uppi í Borgarfjarð- ardölum kvartað undan óreglu á samkomum þar urn slóðir. Lék grunur á, að mikið væri bruggað á tilteknum bæ og þang- að rakinn drykkjuskapurinn. Nú fóru réttir í hönd og var ákveðið að freista þess, að ljóstra upp um bruggarana áður. Björn bað mig að koma með sér, ásamt Sigurði heitnum Gíslasyni og Pálma Jóns- syni. <* Það gerði okkur erfiðara fyrir, að ekki var bílfært alla leið inn dalinn. Þetta var árið 1935. Við urðum að senda skeyti á undan okkur, svo að við yrðum sóttir á hestum að Drageyri bæ, þar sem vegurinn endaði. En nú var bara verst, að enginn mátti skilja skeyt- ið, nema bændurnir tveir, sem kvaitað höfðu. Allir aðrir hefðu varað sökudólgana við. Skeytið varð því að vera á dulmáli. Og það var haft svona: Böggullinn kemur að Drageyri klukkan tíu Stopp Oddný. 'Jæja, við erum mættir á tiltekn- um stað hálftíma fyrr og bíðum og biðum, en hvorki sjást menn né hestar. Loks urðu Pálmi og Sigurður að fara gangandi inn að Haga, þar sem annar vitorðsmað- ur okkar bjó. Björn var slæmur í fæti og treysti sér ekki, og beið ég hjá honum. En það er af hin- um að segja, að þeir komu loks, en höfðu samt einum hesti of lít- ið. Að Haga hafði ekkert skeyti borizt. Við lögðum samt af stað og skiptumst á að ganga, nema Björn, enda lá hann, einn okkar, í harðsperrum daginn eftir. Leið- in var löng, því að við ætluðum á bæ innarlega í dalnum. Bænd- urnir, sem fylgdu okkur. álitu, að bruggstöðin mundi vera uppi i heið inni. Bar einkum til, að hinir grun- uðu tóku margt sauðfé í umsjá fyrir Akurnesinga, en leyfðu helzt engar mannaferðir á fjárgeymslu- svæðinu. Annar vitorðsmanna okk- ar hafði þó átt þar leið um að næturlagi. Þá spratt allt í einu hundur upp úr móunurn, þar sem hann átti hvað sízt von. En ekki sá hann neitt fólk. Með þetta í huga skiptum við liði. Björn fór heim á bæinn, en við fórum upp í heiði. Ekki höf- T i M I N N — SUNNUDAGSBLAO 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.