Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 7
Jeppi Mývatnsbónda á leið inn í Öskju með Ástraliumanninn. Hér hefur verið numið staSar, þar sem vegurinn var allstlrSur. þar sem mikil litadýrð blasti viS augum og spjöld höfðu verið reist til þess að vara gesti við að fara út af veginum, sem lá á milli bullandi leirfhvera. ... Það var nægur tími til þess að fara á annan stað áður en við mötuðumst. Ég hafði ekki búizt við miklu, þegar Stefán var að tala um sundpollinn. En þar var samt ekki aðeins heit laug: Hún var meira að segja neðan jarðar. Ég leit niður í gjána. Það var snarbrattur stígur niður að dökku vatninu. Niðri heyrði ég hlátur bergmála í grjóthvelfingunni, og það var stúlka í baðfötum, sem hló. Ég fór að velta því fyi-ir mér, hvort nógu bjart myndi þama niðri til þess að taka þar myndir. Ég sá, að gætni þurfti til þess að klöngrast nlður, svo að ég nam staðar til þess að loka myndavél- inni, sem var eign forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, þvi að mér höfðu verið lánaðar tvær vélar eft- ir ævintýrið í flóanum við Hvít- árvatn. En ég gætti mín ekki sem skyldi á meðan ég var að þessu. Ég hrasaði á hvassa hraunnybbu. Ég bölvaði í hljóði og hugsaði sem svo, að ég hefði hruflað mig og ætlaði að doka við, þar til verk- urinn liði úr. En þá tók ég eftir því, að buxnaskálmin hafði blotn- að, og þegar ég dró hana upp, sá ég að blóð spýttist úr sárinu. Ég kallaði til Stefáns, að ég hefði höggvið sundur æð og tók af mér trefilinn. Með honum og burðar- ól myndavélarinnar batt hann um fótinn. Ég sneri mér til frú Reck til þess að spyrja hana, hvort við færum rétt að þessu. En hún svar- aði: „Það er orðið allt of langt síð- an ég hef gert að sári. Það eru sem sé geðlækningar, sem ég stunda“. Stefán sagði, að það væri ekki neinn læknir í byggðarlaginu. En hann hélt, að hann hefði séð læknisbíl í Reynihlíð. Við ókum þangað í loftinu, og að skömm- um bíma liðnum hafði geðfelldur maður, sem auðsjáanlega var slíku vanur og hafði þar að auki hent- ugar umbúðir með sér, vafið á mér fótinn frá ökla upp að hné. Það leyndi sér ekki, að þetta var sérfræðingur. Ég sagði við hann, að mér væri kært, að hann tæki við venjulegri þóknun fyrir lækn- ishjáípina. En nei — við það var ekki komandi. ,,Ég er í leyfi“, sagði hann. Ég spurði hann að heiti, svo að ég gæti að minnsta kosti sent hon- um fáeinar bækur. Hann hét Frið- rik Einarsson. Þessi maður var ekki einungis einn af helztu skurðlæknum Reykjavíkur — hann var prófess- or i sinni grein við háskólann. Ég hrósaði happi yfir því, að hann skyldi vera þarna á ferð. En gat ég komizt í Öskju? Mér til mikils léttis sagði pró- fessorinn, að ekkert væri þyi til fyrirstöðu, ef ég reyndi ekki þeim mun meira á fótinn. Það eru 245 kílómetrar fná Reykjahlíð í Öskju og heim aftur. Við iögðum af stað í jeppanum um klukkan níu. Bóndinn reynd- ist ágætur ökumaður, og leiðsögu- mann fengum við, Sverri Tryggva- - son. Með í förinni var, þýzka stúlk- an úr ferðaskrifstofunni. ... Fyrst áttum við greiða leið yfir slétt land. Umhverfj Mývatns er sá hluti íslands, sem hvað merki- legastur er, og valda því bæði elds- umbrotin þar og furðuverkin, sem þau hafa skapað. Meðal þess, sem að því stuðlaði, að Bandaríkja- menn höfðu valið þetta svæði til þess að auka jarðfræðiiþekkingu væntanlegra tunglfara sinna, var gígur einn, sem heitir Lúdent. Vitna eldifjallafræðingar löngum til þess, að hann sé líkur að lög- un þeim gígum, sem sézt hafa í sjónauku má tunglinu. Þess vegna þykir sýnt, að gígar tunglsins séu myndaðir við eldsumbrot, en ekki af firnastórum loftsteinum, er sokkið hafi niður í yfirborðið, eins og sumir hafa viljað halda fram.. .. Þegar við höfðum ekið yfir svarta sandsléttuna, komum við að nýlegu hrauni, sem rann við gos fyrir um það bil hundrað ár- um. Þetta hraun er nakið, en göm- ul hraun eru þakin mosa. Við fór- um fram hjá grjótbyrgi, sem hlaðið hafði verið hestum til skjóls, því að þar óx svokallað- melgras — eins konar villihafrar, sem ís- lendingar matreiddu í harðærum. Annan gróður sáum við ekki fyrr en við kofa, sem byggður hefur verið handa smölum (landið er ekki alltaf gróðurvana). Hann var hlað- inn úr grjótj og torfi og grafinn inn í hól. Á torfþekjunni hafði fjallavíðir og blárautt blóðberg náð að festa rætur. Þegar litið var til baka, sást enginn vegur — að- eins löng slóðin eftir jeppann yfir hrúðaða, svarta flatneskjuna, sem er hluti þess svæðis, er nefnt er Ódáðahraun, af því að þar höfðust einu sinni við útilegumenn. Af brunasöndunum lá leiðin upp á óslétt hraun. Það var sann- kallaður tröllavegur, enda köstuð- umst við svo til i bílnum, að við gátum lítið horft í kringum okk- ur. Ég hélt þó áfram að taka T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.