Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Síða 3
:0W#f? Mhlt* Langt inni í frumskógum Suður-Ameríku er maurateg- und, sem ræktar sveppi. Maurarnir verja öllu lífi sínu til þess að gæta sveppanna, bera að þeim næringar- efni og uppræta aðskotagróður. Ef svepparæktin bregzt, er úti um maurana, því að þaðan fá þeir allt sitt fóður. gili ______________ Maurar þessir eru svokallaðir blaðskerar. Þeir troða sér stiga, þar sem þeir lesta sig á ferðum sínum eins og menn á skógarstígum. í skóginum skera þeir blöðkur úr laufi trjánna og bera heim í borg sina og sérstakar hersveitir eru á verði og verja lestina, ef með þarf. i'. : - ' ** . . / ^ 1 ; ■ . kf£^s. ■ C?* > Í: :Í~Í . ... ....... .................. . Við blaffskurðinn beita maurarnir sterkum kjálkum sinum líkt og skær. um og eru ærið verkahraðir. í ræktuð- trjálundum geta þeir gert mikinn usla. íbúar einnar borgar aflaufga stórt tré á einum sólarhring. Þróttminnstu ibúar borgarinnar fara sjaldan út úr henni. Þeir standa í borgarhliði, þegar burðarmaurarnir koma heim, og taka þar við blöðun um og draga þau inn í gróðurskál- ana þar sem þau eru fuggin i mauk. i ,7S Sveppirnir eru smáir, en ekki ólik ir gulrófum að lögun. Þá rækta maurarnir í beðum, sem þeir gera sér úr tuggnu laufi. Sveppirnir eru þrungnir eggjahvítuefni, næringar- ríkir og f jörefnaríkir, enda éta maur arnir þá einætu. Drottning maurabúsins er hundrað sinum stærri en minnstu verkmaur- arnir. Hún heldur við stofninum. Dætur hennar mata hana, fóstrur ala upp ungviðið, og þernum halda öllu hreinu. Kvöldið fyrir brúðkaupsnótt sína rennir drotningin ekki niður siðasta sveppbitanum. Eftir næturævintýrið grefur hún sér nýja smugu og gróður setur þar sveppinn, sem hún varð- veitti í munni sér í þvi skyni. Níu af hverjum tíu eggjum, sem hún verpir í fyrstu lotu, étur hún sjálf til þess að auka sér hægðir. Þannig fær hún áburð í sveppabeð- ið nýja, enda dafna sveppirnir vel Hinu nýja samfélagi er borgið. T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 99

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.