Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Síða 4
Rætt vtð höfund ístandsklukkunnar HALLOÚR KILJAN LAXNESS um vlbhorf hans til ýmissa hluta Nú ekur sál mín södd aí útlandsgný í sailli bifreið austur yfir heiði um sumarnótt sem sumarnæturský sannlega gersneydd pólitískri reiði. Svo kvað Halldór Kiljan Laxness á leið til Þingvalla árið 1930. Vísa þessi reyndist hið mesta öfugmæli. í útlöndum varð meiri gnýr af verkum hans en nokkurs annars núlifandi íslendings og bárust þau heiminn á enda, en jafnframt flæktist hann inn í beiskar pólitísk- ar deilur innan lands. Södd lífs- reynslu er sál hans langt í frá, í stað þess að halla sér í makindum á lárviðarbeð Nóbelsskálds, þá hef- ur hann hent frá sér skáldsögunni og Iagt til glímu við leikritsformið. Hann ljær ekkj eyra vífilengjum þeirra, sem heldur vilja lesa verk hans í bók en sjá þau leikin á sviði. — Sko, ég hef þá hugmynd, að ef maður er asni, þá sé maður asni tuttugu og fjóra tíma á sól- arhring. En það er komin upþ sú kenning hér á Islandj og reynd- ar í Skandinavíu líka, þar sem menn ekki þekkja leikrit mín, að ég verði asni, hvenær sem ég byrja að skrifa leikrit — á sömu mínútu og ég byrja á leikriti, þá er ég orðinn asni. — Já, ég man einhvern tíma eftir að hafa lesið dóm, þar sem gagnrýnandinn klykkti út með því, að þá mundi amma Staiíns liggja rólegri í gröf sinni, ef hún vissi, hvað amma leikritaskáldsins Laxness hefði mátt þjást! En hef- urðu ekki alla tíð fengið skammir úr vissum hornuim? Ég veit um fólk af Vestfjörðum, sem harð- neitar að lesa staf eftir þig, vegna þess að þú munt hafa tíundað lús á langfeðgum þess frá 11. öld í Gerplu. — Já, það er merkilegt, að lús- in skyldi tengjast mínu nafni svo nánum böndum, segir hið vel- klædda og tandurhreina skáld og ljómar af glettni. — Ég hef í sjálfu sér ekki meiri álhuga á lús heldur en flugum eða hverj- um öðrum skorkvikindum. En þeg ar maður er að lýsa lífi í plássi, sem er fátækt og afskekkt og lús algeng, þá er sannleikans vegna ekki hægt að undanskilja hana. í raun og veru mega allir hafa eins mikla lús og þeir vilja fyrir mér. Reyndar vissi ég aldrei, hvorir voru reiðari, þeir, sem höfðu lús, eða höfðu hana ekkl En í til- efni af fyrra bindi Sjálfstæðs fólks gerði bóndi í Laugardal brag, sem þetta var í: sneplótt, loðin lúsatík lifír í skáldsins hjarta. Eftir tvö þrjú ár kom seinna bindið, og þá orti bóndi annan brag og var nú sýnu reiðarj og lét tíkargreyið vera með geitur lika: Loks kom bókin lærdómsrík, leiddist mörgum biðin, nú er sú gulá geitnatík gengin í fjórða liðinn. Annars er helzt, að ég muni ritdóma frá sdðustu árum, því það er ekki svo langt aftur í tím- ann. Ég sá oft, þegar menn eru að skirifa um leikritin min, að þeir eru á allt annarri bylgju- lengd en ég, og þeir tala í aust- ur, þegar ég tala í vestur, eða eitthvað svoleiðis. Það er allt i lagi með þessa menn, en það er enginn snertipúnktur, milli min og þeirra. Þeir skilja ekkert, hvað ég er að fara, og ég fyrir mína parta hef ekkert tf þeim að læra. •En það er akkúrat ekki nokkur óvild milli okkar. — Og þú ert enn með leikrit í smíðum? — Já, ég byrjaði á því í fyrra- vetur. Þá voru tvö leikrit eftir mig í gangj að vísu, en ég hafði svo mikinn áhuga og löngun til að glíma við þetta form og gera alls konar tilraunir með það, að ég gat ekki haldið aftur af mér. En þegar ég var kominn langt út í leikritið, varð mér ljóst, að þetta var svo viðamikið, efni, að ég varð að gera það einfaldara fyrir mér. Til að géra sér hlut einfaldan, verður maður að þekkja hann vel, því aðeins getur mað- ur f'undið hö'fuðatriðin og dregið þau fram. Og mér varð ljóst, að ég varð að gera landkönnun í efn- inu, skrifa meira í kringum það. í þessu skyni bætti ég við mig að minnsta kosti hálfs árs vinnu við að safna þeim efnisatrið- um, sem mér fannst ég þyrfti nauðsynlega að hafa til að vinna þetta verk. Það hrannaðist upp hjá mér efniviður. Allt í einu var ég búinn að skrifa mörg hundruð blaðsiður til viðbótar. Ég sé ekki ég geti gert annað en gefa það út í skáldsöguformi, þegar tímar líða. En svona verk gera sig ekki sjálf, það er ákaflega mikil vinna við þau og maður verður að hafa mikinn og góðan tíma. Og góða heilsu. Skáldið verður allt í einu þreytulegt. Til hliðar við okkur er vinnuborð með ritvél og þétt- skrifuðum pappirsörkum. Flestar setningarnar virðast yfirstrikaðar og leiðréttar. . . . gera aftur og aftur tilraunir og tilraunir. Eftir þvi að dæma, sem búið er, þá virðist mér, að með því að taka mér engan frí- 100 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.