Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 8
í sinni góðu bók, Lestrarbók Ihanida allþýðu á ísLandi, segir séra Þórarinn Böðvarsson: „f sýslu þess ari — Skaftafellssýslu — vex kormtegund sú, er melur heitir, og er hún sýslubúum oft góð búbót“. Ekki er þarna borið oflof á þessa blessuðu nytjajurt, sem um langan tíma var aðalbrauðkorn manna í sumum sveitum sýslunn- ar. Er varla ofsagt, að þetta korn — melkornið — hafi átt drjúgan þátt í, að fátækar fjölskyldur gátu kom izt af. Það voru einkum sveitirnar Álftaver, Meðal'land og Fljóts- hverfi, sem áttu melalönd og höfðu þeirra not. Melurinn er þróttmikil jurt: Stórgert strá — blaðka — og stöng allgild, há og þroskamikil, gat orðið allt að 90—100 senti- metrar, með allstórgerðu axi, og þar í var kornið, sem varð full- þroskað að úthallandi sumri —í september — dálítið misjafnt eftir tíðarfari. Melur ve2f í lausum, þurrum sándi — aðeins þar. Foksandur er hanis einkaheimkynni og fari samd- urinm að fesfast, þá rýrnar fljótt melgrasið og hopar af hólmi. Því hefur það orðið hlutverk melsins að hjálpa sandgræðslunni til að hefta sandfok og klæða sandblás- in svæði víðs vegar um landið og búa öðrum nytjagróðri lífs- og vaxt arskilyrði. Þegar breyttir atvinnuhættir og samgöngur valda því, að ekki borg ar sig að verka melkorn til mann- eldis, þá er því safnað og það flutt á ný og ný foksandssvæði tii þess að nema land og græða foldarsár, þar sem þörfin kallar. Þess vegna er melurinn nú orðið.víða þekkt- ur. Nú fer þeim mönntrm mjög að fækka, sem þekkja af eigin sjón og raun þau not, sem menm í fyrrnefndum sveitum höfðu af melnum, og vita hvernig háttað var þeim verkum að afla kornsins og gera mat úr því. Þess vegna ætla ég nú að festa á blað nokkra drætti um þessi efni, svo að ekki gleymist sá ekki ómerki þáttur í atvinnu- og bjargræðissögu lið- inna tíma. í Meðallandi voru víðliend mela- pláss. Þau heyrðu til vissum jörð- um og hétu ýmsum nöfnum. Það voru sandhólar, stórir eða smáir, sem melgrasið óx á. Milli hólanma — melkollanna — voru lautir gróð urlausar. Sums staðar voru stórar sandhæðir, þar voru kallaðar mela öldur, og sums staðar dálítil svæði slétt að mestu. Margir melakollar saman hétu bót — melabót. Sums staðar eru blautar leirur milli bóta, annars staðar þurr sandur. . • Þegar melurinn var orðinn skær, það er kornið fullþroskað og farið að losna í axinu, hófst melskurður. Þetta var oftast fyrri hluta septembermánaðar. Þeir, sem áttu ekki ítak í mela- plássi, höfðu tryggt sér einhvern blett eða „bót“, sem þeir máttu ganga að. Melskurðarverkfærið hét sigði, það var lítið blað, vel beitt, fest líkt og ljár í orf í grannt, sívalt tréskaft, um 60—70 sentimtera langt. Um skaftið var haldið hægri hendi, en með vinstri hendi var tekið um melstöngina neðan við axið, eina stöngina eftir aðra og sjundum tvær eða fleiri í einu, hún skorim sundur niðri við sand- inn. Þetta gekk svo fljótt, að varla festi auga á eða sáust handaskil hjá þeim, sem röskir voru .Þegar greipin var full — það hét lófi — var það lagt á afvikinn stað og aftur sfcorin full greip. Tveir lófar hétu hnefi, lagðir saman, og tveir hnefar hétu hönd. Þessum hnipp- um var raðað á sléttan blett í skjóli við melkoll. Þegar komnar voru fimm hendur var það nóg í part eða kerfi. Þá voru slitnar upp 12—16 langar melstangir í bendi. Þeim var skipt svo, að sex eða átta voru í hvorri hendi. Á sér- stakan hátt voru þær svo tengdar saman — efri endarnir — og þá var behdið tilbúið og parturinn bentur svo fast sem unnt var. Nokkur vandi var að benda og líka að leggja saman hnefana. Efri endarnir — stangaraxið — urðu að vera alveg jafnir og varlega varð að fara með þetta, svo að sem minnst tapaðist af korni. Síðan var farið með partana, kerfin, upp á stóran melakol, helzt flatan að ofan. Þar var þeim hlaðið í skrúf. Sex partar voru hestburður. Stundum voru tveir hestár — 12 partar í skrúfi. Ein- att stóðu svo skrúfin nokkra daga. Frásögn Einars Sigurfinnssonar 104 T f M I N N — SUNNUfiAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.