Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Síða 11
ið sem áður. Svitinn rann i lækj-
um af andliti troðslumanna og ryk
dumba fyllti húsið.
Nú gekk driftutrogið ótt og títt
í höndum hins æfða manns, sem
á því hélt. Hvert trogið eftir anm-
að. Sáðhrúgan í horninu hækkaði
smátt og smátt, og tinapokinn
þyngdist ofurlítið við hverja
driftu. Þegar þannig var búið að
troða og drifta allt skarnið, var eft
ir að troða tinann. Alltaf var eitt-
hvað af korni, sem sáðin gekk ekki
af í fyrstu. Því var allt látið í
byttuna aftur og troðið á ný og
svo driftað, þar til varla eða ekki
sást korn með hýði — tininn orð-
inn hreinn. Lengi var þó eitt og
eitt þrjózkukorn, sem ekki gekk
af.
Svo var sofnhúsverkum lokið
að þessu sinni. Það var tekið til
í húsinu, svo að allt væri tiltækt
við næsitu kyndingu. jEf til vill var
næsti sofn „borinn á“ strax á eft-
ir. Eftirtekjan, hið fullverkaða
korn, tininn, var flutt heim.
Eftirtekjan var mjög mismun-
andi. Melaplássin voru misgóð,
hvað það snerti — melurinn vel
eða illa mataður — jafnvel ‘heil
bót, þar sem var matleysa — það
er kornið kjarnalaust, þótt stöng-
in væri stór og axið þrýstið að sjá.
En þá var það mjúkf viðkomu.
Nokkuð fór það líka eftir tíðarfari,
hversu kornið var þroskað og
hvernig eftirtekjan varð.
Fullverkaður tini eftir sofn mun
hafa verið þrjátíu og alit að fimim-
tíu pund.
Bezt var að mala tinann strax
nýjan — annars varð að geyma
hann á góðum stað, vel þurran.
Mölunarkvörn var til á hverjum
bæ. Úr mjölinu var gert deig, en
það var soðið í mjólkurblandi
(sjaldan í tómu vatni), svo þykkt
að skera mátti, þegar það var orð-
ið kalt. Einnig var það haft í pott-
brauð og soðkökur. Þetta var sað-
samur matur og góður til þrifa.
En dýrt myndj pundið nú þykja,
ef vinnustundirnar væru reiknað-
ar fullu verði. En þetta var bless-
uð björg, heimafengin, án útlagðra
peningæsem fáir höfðu í þá tíð
milli 4Hpf.' svo að heitið gæti.
Gott dagsverk var talið að 'skera
mel á einn hest. Korn úr þremur
melhestum var nægilegt í einn
sofn. Dagsverk var að skaka þrjá
hestburði og þrjú dagsverk eða
rúmlega það að kynda og verka
sofninn. áfe
Óverkað korn var ágætur fóður-
bætir handa hestum, og munaði
vel um, þótt aðeins lítið væri gef-
ið af því með heyi.
Melstöngin var notuð til að
þekja með hús undir torf. Þá var
melknippum raðar á raftana eða
súðina, þannig að byrjað var neðst
og lögð röð eftir endilangri þekj-
unni, axið upp. Svo kom önnur
röð, þannig að neðri endi — stél-
stanganna — lagðist yfir axið á
neðri röðinni. Þannig var skarað„_~ -
hver röðin eftir aðra, allt að mæni.
Bezt var, að mellagið væri allþykkt
allt að fet, tólf þumlungar eða þrjá
tíu og fimm sentimetrar. Ef mel-
ur var vel lagður og gott torf,
tvöfalt eða þrefalt, yfir, varð sú
Framhald á 118. síðu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
#
107