Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 21
Helgi Ásgeirsson: LOKAORÐ UM HITÁ OG FLEIRI ÖRNEFNI an blótsyrðin og þvílíkt ragn hafði jafnvel hinn mikilsvirti félagi, Konstantin; sem þekkti sjómann- inn vel, aldrei heyrt á sinni lífs- fseddri ævi. Þetta voru þvílík kjarnyrði, að slíkt og annað heyr- ist annars hvergi nema kannski i Ameríku. Við áttum í talsverðu stímabraki að þoka sjómanninum ofurlítið frá hljóðritanum, svo að við gætum reynt plötuna. En þegar við höfð- um látið hana á sinn stað, þuldi ábaldið það, er við það hafði ver- ið sagt — nákvæmlega sömu blóts yrðin — án minnsta hiks. Þá ruddist hver sem betur gat að bljóðritanum, og al'lir tóku að bölva og ragna eftir því, sem þeir höfðu tungutak, orðaforða og hugkvæmni til. Þeir reyndu líka að gera eins mikið háreysti og þeir gátu: Klöppuðu saman lófunum, stöppuðu, slettu í góminn — og allt þetta endurtók áhaldið góða af óaðfinnanlegum trúleik. Þannig sannfærðust allir um, að þetta væri uppfinning einhvers af- burða snillings. Því miður reyndist þó þetta litla tæki helzt til veikgert og vansmíð- að til þess að þola sérstaklega hvell hljóð. Þegar félagi Konstan- tín skaut á hljóðritann úr skammbyssu sinni — raunar ekki beint á hann, heldur svona ská- hailt — í því skyni að sagnfræð- ingar komandi tíma skyldu ævin- lega geta heyrt þetta skot hljóma, þá gekk eitthvað úr skorðum inni í tækinu. Það fékkst ekki til þess að enduróma þetta skammbyssu- skot. Ég hef því ástæðu til þess að halda, að mesti ljóminn hafi far- ið af amerískum hugvits- og fjár- plógsmönnum í vitund þeirra, er þarna voru staddir. Skoðun mín er samt sem áður sú, að telja megi þjónustu þeirra við mannkynið mikils virði — jafnvel stórkostlega. J.H. þýddi. □ í framhaldi af greinarkorni, er ég ritaði í 45. Sunnudagsblað Tím- ans, fór ég að leiða hugann að því, hvort virkilega væri hvergi í nágrenni við Hítará finnanlegt ör- nefni, sem bent gæti á hitu þessa, ánnað en ámafnið sjálft. Mætti slíkt með fádæmum vera um jafn óvenjusjaldgæft fyrirbæri. Allir, sem alizt hafa upp í sveit- um þessa lands, þekkja þann sæg örnefna, sem tiiheyrir hverri jörð. Segja má, að landareignin sé „kort lögð“ af eintómum örnefnum. Sama máli gegnir um óbyggðir og afrétti landsins. Alls staðar mátti vísa til ákveðins staðar á víða- vangi eftir örnefnum, ef menn vissu deili á. þeim. Sarna var að segja um leiðsagnir milli bæja, ef um torleiði var að fara. Með þessum nafnagiftum öðl- aðist landareignin líf, sem sam- tvinnaðist þeim einstaklingum, er röktu endurminningar sínar til margs konar atvika, er tengd voru slíkum staðheitum. Eins og Ólafur Lárusson pró- fessor bendir á í ritgerð sinni, finnast ekki, í fljótu bragði, nein örnefni, er bendi í þessa átt, en það er með fádæmum, eins og vikið hefir verið að, og þess vegna er þetta ennþá forvitnilegra rann- sóknarefni. Eitt örnefni er þó á þessum slóðum, sem ég hef velt fyrir mér frá fyrstu tíð. Það er nafnið Kráku- nes. Þetta er nú ómerkilegur fitj- arhóimi, sem lágt rofeiði tengir við land, en fellur fljótt yfir. Eins og nafnið „nes“ bendir til, hefur það verið landfast, og það til frekar skamms tíma, eftir leif- um rofgrandans að dæma, og sennilega talsvert stórt um sig, enda trúlegast, að hverinn eða hitan hafi verið í nesinu sjálfu, landföst, sem kallað er, en af- rennsli vatns hafi gert sitt til að sjávarágangi varð greið og opin leið þar inn, enda opið fyrir straumþunga og vestanrosa. Óveru legur móbergsröðull hlífir þess- um nesleifum fyrir þyngstu fall- straumum. Móbergið molast niður, smátt og smátt, og myndar malar- hjastur, er sezt í umvörp hólm- ans og hlífir honum fyrir ágangi ísa og sfrauma. Þess má einnig geta í þessu sambandi, að heim- ildir eru fyrir því, að árrennslið, aðalállinn, sem þarna skiptir landa-, hreppa- og sýslumörkum, rann tiðum sunnanvert við Kjar- ansey, og hefur hann þá legið skammt frá Krákunesinu. Krákunes. Hvaða nafngift er þetta? Nauðalitlar líkur eru til þess, að nafnið sé dregið af fuglsheiti (Corvus cornix). Bæði er það, að sú fuglategund er mjög fágæt hér- lendis og hefur sjálfsagt alltaf verið, og slík flatneskja sem þessi, umflotin sjó, er öðrum stöðurn ólíklegra aðsetur slíkra fugla. í orðabók Blöndals segir, að orðið „krakka“ merki að sjóða, malla, krauma (sbr. krökur, krökt, í merkingunni úandi, morandi, ið- andi). Á Mýrum, minum æskustöðvum, var talað um, að „kraksyði“, þeg- ar átt var við lægsta suðustig, mót- sett við, að „bullsyði". Samkvæmt þessu mætti hugsa sér, að nes þetta, með hitunni eða hvernum, hefði verið nefnt Krakk- eða öllu heldur Krak-nes (sbr. Saltnes, Grjótnes). Þó skiptir engu máli, hvernig framburðurinn var, nema í daglegu tali kemur „u“- hljóð milli hinna samsettu hluta nafnsins, fær þar öruggan sess, er gerir það að verkum, að hið rök- ræna samband máls og örnefnis rofnar. Siðan kemur til getspeki síðari tíma: Hitá verður Hítará og Kraknes verður Krákunes. Hér með lýkur hugleiðingum minum um Hitá. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.