Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 1

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 1
VII. AR. 6 TBL. SUNNUDAGUR 18. FEBR. 19C8 SUNNUDAGSBLAÐ 1 Glaumbær var eitt hinna gömlu, virðulegu prestsetra, þar sem heimilisfólk var margt, búsumsvif mikil og húsakynni meiri en á flestum öðrum bæjum. Á síðustu öld sátu þar lengi prófastar Skagfirðinga, og oft hafa þar verið svipmiklir prestar, þótt ekki væru þeir allir englum líkir. Þegar ný öld gekk í garð og timburhús og steinhús leystu gömlu torfbæina af hólmi í landinu, var bær svo mikill og vandaður í Glaumbæ, að menn kveinkuðu við að rífa hann. Við það sat, þar til reisulegir torfbæir voru orðnir sl‘kt fágæti, að sú hugmynd fékk byr undir vængi að varðveita nokkra þeirra, í þeirri mynd, er þeir höfðu haft, er þar var enn líf og starf með gömlu sniði. Gamli bærinn í Glaumbæ var gerður að heimkynni byggðasafns Skagfirðinga, og nú hýsir hann hvers konar muni og minjar um liðna tíð í héraðinu. Ljósmynd: Páll Jónsson. r I W-) J stv . • Þýtur í skjánum bls. 122 Syndasonurinn í Kolmúla — 124 Rætt við fegrunarsérfræðing — 129 Nótt á Sigluneshlíðum — 132 Úr ferðabók útlendinga — 134 Smásaga eftir Ingólf Jónsson — 138 Bernskuminning að austan — 140 Vers úr Baltíkuför — 141

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.