Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 2
Htur í skjðnum Fyrir nokkru birtist hér í eim- ihverju blaðanna mynd af heljar- miklum skriðdreka á lækjarbakka. í sjálfum læknum stóðu einkenn- isbúnir menn og krökuðu með prikum niður í vatnið, sem ekki tók þeim þó nema í ökla. Fylgdi sú skýring myndinni, að þetta væru bandaríiskdr hermenn í Viet- Nam að leita að sprengjum í lækn- um, áður en þeir hættu sér út í hann með skriðdrekann. Rótt um þetta leyti hófu skæru- liðar stórsókn, ruddust inn í borg- ir landsins og komust alla leið inn í sendiráðsbyggingu Banda- ríkjamanna í Saigon, er þó átti að vera svo rammgert vígi, að þangað gæti enginn komist óboðinn. Þá birtist í íslenzkum blöðum önnur mynd frá Viet-Nam: Lögreglufor- ingi í Saigon var í þann veginn að skjóta fanga án dóms og laga, með eigin hendi. Ég held, að úr þessum tveim myndum megi lesa mikla sögu. Annars vegar sjáum við Banda- ríkjamenn svo varfærna, að þeir fara ekki yfir seytlu, viðlíka vatns- mifcla og ofurlítinn bæjarlæk á ís- landi, með hinar miklu vígvélar sánar, án þess að kanna áður, ihTOrt einhver háskinn leynist nú ekki í þessari sprænu. Þetta er kannski dálítið brosleg her- mennska, einkanlega andspænis þeirri vitneskju, að óvinirnir leika hvarvetna lausum hala og virðast fara allra sinna ferða. En þetta á sér þó kannski eðlilega skýr- ingu, ef betur er að gáð. Hinir einkennisbúnu menn, sem. eru að pota prikum sínum í lækinn, eru sjáilfsagt ósköp venjulegir Banda- ríkjamenn. Þeir hafa verið sendir frá heimilum sínum og vandafóiki í stríð í landi smáþjóðar í ann- arri heimsálfu. Þeir hafa ef til viill verið þarna árum saman. Öll þessi ár hafa flugvé'ar linnulaust látið rigna eldi og eimyrju yfir bæi og byggðir þessarar þjóðar. Ú.r þeim hefur verið varpað stál- fMsasprengjum, sem tæta sundur menn og dýr, benzínihlaupsisprengj um, sem svíða ailJ.t og steikja, er fyrir verður, eiturefnum, sem brenna gróðurinn, jafnvel skordýr um, sem valda eyðileggingu á mat- björg manna. — Pyndingar fanga firðast taldar sjáifsagðar, og varn- arlaust fólk er skotið unn- vörpum. Samt sem áður virð- ast úrslitin engu nær en þegar lieikurinn var hafinn. Það má í- mynda sér, að við slíkar aðstæð- ur eigi hinn aðkomni hermaður sér helzt þær tvær óskir, að lifa munaðarfullu lííi, þegar þvi verð- ur við komíð, og sleppa lifandi brott úr því víti, sem honum hef- ur verið búið. Hann flanar ekki út í lækinn. Hann á hér ekki' fyr- ir neitt að berjast nema þrákelkni einhverra fjarlægra stjórnarherra. Alþýða manna í Suður-Víet-Nam, sem honum var sagt, að hann væri að berjast fyrir, er sýnilega að meira eða minna leyti á bandi skæruliðanna. Hann vill ekki hætta Mfi sínu ótilneyddur. Og það er eðlilegt eins og í pottinn er búið. Frá sjónarmiði þeirra, sem Randaríkjamenn eiga í höggi við, horfir allt við á annan veg. Þeir telja sig sýnilega eiga alit í húfi — land þeirra er í veði og allt, sem þeim er dýrmætt. Þeir hafa séð heiimilí sín lögð í rústir og vandamenn sína lagða að velli með hinum hryllilegasta hætti. Hinir válegustu viðburðir eru þátt ur í daglegu láfi þeirra. Það hvarfl- ar ekki að þeim að kraka í læki lands síns. Þeir eru reiðubúnir að fórna lífi sínu, hvar og hvenær sem er, þvi að þeim er lifið einskis vert, ef þeir bíða ósigur. Þess vegna er enginn hörgull á mönnum, sem ráðast hiklaust til atlögu, þótt engar líkur séu til þess, að þeir komist lífs úr þeim leik. Lögregluforinginn, sem skýt- ur varnarlausa fanga, hræðir þá ekki, og þeir blikna hvorki né blána, þótt stjórnin í Suður-Víet- Nam komi upp aftökustöðvum á torgum úti í borgum sínum. Þetta er það, sem lesa má út úir myndunum og fréttunum frá Víet-Nam um þessar mundir. Og það er staðfest með síendurtekn- um tilkynningum bandarísku her- stjómarinnar, sem reynir að friða fóikið heima fyrir með því að tí- unda mikið mannfall skæruliða og hersveitanna frá Norður-Víet-Nam og hampa því, hve manntjón Bandaríkjahers sé í rauninni lítið. Það kann vel að vera, að þess- ar tiikynningar lægi óttann og kvíðann meðal þess fólks í Banda- ríkjunum, sem á syni sína, bræð- ur, unnusta og eiginmenn í Víet- Nam. En þær auka ekki hróður Bandaríkjanna erlendis. Þær eru aðeins vitnisburður uim kvöl, hörm ungar og tjón, er löng styrjöld án nokkuirrar fyrirsjáanlegrar niður- stöðu, hefur i för með sér. Hún er þeim mun ógeðslegri sem valköst- urinn er hærri, og breytir þar engu þótt flest líkin kunni að vera gul aðhörundslit. Hér skiptir pólitísk afstaða engu máli. Grimmdin og viðbjóðurinn hafa flutt þessa styrjöld út fyrir þau mörk. Hver sá, sem lúrir á einhverri mannslund, hlýtur ein- faldlega að mótmæla, og mótmæl- in geta ekki beinzt að öðrum en stórveldinu, sem heldur uppi þess- um villimannlega hernaði í landi smáþjóðar í annarri heimsálfu. Hver bundinn fangi, sem dreginn er yfir sjónvarpsskerminn, er hróp andi ákæra gegn þeim, sem seild- ust yfir heilt veraldarhaf með morðtól sín, og hvert andlit, sem þar afmyndast af kvöl, safnar glóðurn elds að höfði þeirra. Það glapræði, að magna þessa styrjöld, verður ekki aftur tekið. Hálfu óhugnanlegra stærilæti er þó að halda henni áfram á sama veg og áður, þegar í það óefni er komið, er engum fær lengur dul- izt. J.H. Þeir, sem hugsa sér aB halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót é bví. 122 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.