Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 13
arnar er grasblettur, sem nefndur er Hústún. Þar voru aðalslægjurn- ar á hlíðunum. Þar hafði verið býli einhvern tíma í fyrndinni, og sáust glögglega merki húsatófta. bæði bæjartóftir og fjárhústóftir. Munnmæli voru, að síðasti ábú- andi þar hefði heitið Jón og verið ýmist auknefndur skjóða eða hnýf- ill. Hef ég heyrt tilefni fyrra auk- nefnisins, en hirði ekki að geta þess. Mikil rækt var í þessum bletti vegna þess, að þar eru ágæt skjól fyrir sauðfé, og lá það þar mikið í slæmum veðrum. En ekki var bletturinn stærri en sem svaraði einum hiektara. Þar fékkst þó venjulega hálft annað kýrfóður af ágætri töðu. Svo var það, þegar ég og Árni, bróðir minn, vorum á tólfta ári, að við fengum að fara á hlíðarn- ar með föður okkar, þegar heyjað var, og skyldum við raka eftir hon um. Af hinum bænum á Siglunesi fór bóndinn með tveim fósturbörn um sínum. Veðrið var ágætt og ládautt við hliðarnar, og fórum við á sexæringi, sem sambýlismaður okkar átti. Við tjölduðum í gömlu bæjartóftinni á Hústúni með segl- inu af bátnum, því að sérstakt tjald var ekki til, enda mátti þetta fullvel fara og var alvanalegt i slíkum tilfellum. Eftir kaffihitun og borðhald var svo byrjað á heyskapnum, og minn ir mig, að slættinum væri lokið þarna á þriðja degi. En nokkuð var þá órakað. Varð nú að ráði hjá bændunum, að fara heim síð- degis með hevflutning, og ætluðu þeir að koma aftur um kvöldið, en við krakkarnir áttum að raka ljána, sem eftir var. Var nú keppzt við að binda og bera á bátinn, og héidu fullorðnu mennirnir svo af stað heim og hurfu okkur fyrir næsta nes. Talsvert var farið að skyggja á nóttunni, en við lukum við rakst- urinn í tíma og fórum svo heim í tjaldið og fengum okkur bita Auk okkar bræðranna var þarna telpa, nokkrum árum eldri en við. fósturdóttir sambýlismannsins Hét iiún Haiidóra (varð síðar nunna i Landakoti og dó þar, ekki þritug að aldri). Áður en dimmt var orðið, vorum við einatt að gæta að þvi, hvort við sæjum ekki til bátsins. En svo var <ækki, og fór- um við þá inn í tjaldið og hugð- umst sofna. Hinir krakkarnir sofn- uðu strax, en hvernig sem ég bældi mig niður, gat ég ekki fest svefninn. Innan til við Hústúnið rennur Fossáin niður af fjallinu í þremur fögrum fossum. Hún er nokkuð vatnsmikil og getur orðið ófær, ef rigningar eru. Niðurinn í ánni heyrist ágætlega út á Hústún þeg- ar logn er eða vindur stendur af ánni. í þetta skipti heyrðist mjög vel til hennar. Ég hafði ekki veitt því eftirtekt áður, en nú hevrðist mér ekki betur en árniðurinn skipti oft um tón. Stundum var hann hvíslandi og sefandi, annað veifið grimmur og ögrandi. Það var eins og trylltur og jafnvel djöf ullegur hlátur í drunum árinnar þessa nótt. Og mér fór ekki að verða um sel. Á hverri sturidu vonaðist ég eft- ir, að mennirnir kæmu á bátnum. Þó var orðið fullrökkvað. Ég skreid ist út úr tjaldinu og gekk niður á klettana, þar sem ég bjóst við að báturinn lenti. En bæði var nokkuð dimmt og svo uppgötvaði ég, að það hafði gengið í sjóinn. Óx nú hræðsla mín um allan helm ing. Ég var hræddur um, að bát- urinn kæmi og mennirnir myndu brjóta hann í lendingu og farast þar. Ég hlustaði eftir hverju hljóði, en ekkert benti til þess, að bát- urinn væri á ferðinni. Skreiddist ég þá heim í tjaldið. Mun ég hafa blundað eitthvað, en hrökk upp aftur, því að mér virtist ég heyra neyðaróp neðan frá sjónum. Ég stökk niður á klettana, og nú var komið háflóð og brimið svarraði við ströndina. Grjótið ískr aði og gnauðaði, þegar báran dró úr. En hvergi gat ég komið auga á neitt, sem benti til þess, að bát- ur væri að velkjast þarna í brim- inu. Að vísu gat það svo sem ver- ið, þótt ég sæi það ekki fyrir myrkr inu. Skjálfandi af kulda, og þó öllu heldur hi'æðslu, dró ég mig heim í tjaldið, vakti krakkana og sagði þeim frá grun mínum um afdrif bátsins. Þau virtu mig ekki einu sinni viðtals og sofnuðu aftur. En ég vakti. Og svo var ótti minn mik- 01, að mér duttu ekkj einu sinni í hug draugar eða forynjur, sem var þó nóg til af þarna á hlíðun- um. Og þó ég hefði séð Jón skjóðu koma þarna út úr gaflhlað- inu á tóftinni, hefði ég t-æplega orðið meira óttasleginn en ég var. Þannig ieið nóttin, og þegar fór að elda aftur, skreiddist ég niður á klettana og gekk út eftir þeim, ef ske kynni, að bátinn hefði bor- ið þar að landi. Nei — sem betur fór sá ég hvergi merki þess, að bátur hefðj nokkurs. sjaðar komið þar að landi. Og nú varð ég von- betri um að ekki hefði orðið mann tjón. Og þegar ég lagði mig út af í tjaldinu, sofnaði ég strax og svaf þar ti] krakkarnir vöktu mig og sögðu, að nú væri báturinn að koma. En nú var ólendandi fyrir brimi. Báturinn kom fram af tjaldinu, og þeir kölluðu til okkar, að þeir gætu ekki lent, en við skyldum reyna að koma inn á svonefnt Krossnes, sem er talsvert innar. Þar ætluðu þeir að reyna að stinga við stafni og taka okkur, ef unnt væri. Svo reru þeir í hægðum sín- um inn með landi, en við hlupum eins og við gátum inn á Krossnes. Og með herkjumunum gátu þeir tekið okkur þar í bátinn. Mörg ár gekk ég á þessar sömu hlíðar, bæði haust og vor, og oft settist ég í gömlu tóftina og hlust- aði eftir árniðnum. Og nú fór mér að skiljast það, að í raun og veru breytti áin aldrei um róm, heldur var það blærinn eða vindurinn, sem endurvarpaði honum á svo breytilegan hátt. Þa& var ekkert, dularfullt við það. En þess er ekki að dyljast, að þessi nótt hefur haft mikil sálræn áhrif á mig alla mina ævi. Ég er einatt hræddur og kvið inn, ef ég veit af fólki á sjó í vondu veðri eða myrkri. Samt hef ég ekki verið sjóhræddur, ef ég hef verið með sjálfur og þannig getað fylgzt með ferðalaginu. En það er þessi nístandi kvíði um aðra, sem einatt hefur setið í méi FRÁSÖGUMAÐUR: GUÐMUNDUR EINARSSON Á BRJÁNSLÆK TÍMINN - sunnudagsblað 133

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.