Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Page 15
of fullar, lífet og henti þá á dög- urn Engströms. Nei, hann rakti menningarsög- una og tók myndir og ók vögn- um með tvöföldum hjólbörðum, eins og hann hefði stundað það alla ævi. Svo að ég sá undir eins, að sitthvað hafði gerzt á íslandi þessa áratugi. Nokkru seinn,a fór ég að rifja upp frásögn Engströms, og þá sá ég, að hann hafði líka komið við 1 Leith og Edinborg. Munurinn var sá einn, að hann fór þar um á heimleiðinni. Og nú var það, að ég las um íslenzka stúdentinn, sem var með á því ferðalagi — fyrir fimmtíu árum sem sagt.. . . Og sé maður nægjanlega bjart- sýnn, þá getur maður gert sér von- ir um að hitta einmitt þennan mann, þegar til íslands' kemur. En hann hlaut að vera kominn á efri ár, kannski var hann líka dá- inn, og þar að auki er hann hvergi nefndur með nafni í bók Engströms: Þetta var eins og að ætla sér að finna saumnál í hey- stakki. Þó hlaut það að vera gaman fyrir þann, sem lagður var af stað í slóð Engströms, jafnvel þótt hann færi hana öfuga, að hitta þennan mann að máli og tengja þannig saman fortíð og nútíð. Nú gerðust þau undur, sem ekki verða á hverjum degi og eiga helzt skylt við það, er maður hreppir mikinn vinning í happdrætti: Sví- inn Karlsson, sem var í Reykjavík, að ganga frá prentvél Þjóðviljans, blaðs íslenzkra sósíalista, hafði fyrir duttlunga mannlífsins og und arlega krókavegu aðsboðað stúd- ent Engströms, sem nú var orð- inn sjötugur að aldri, dugmikill og hressilegur kennari, við að kynn,a þessa nýju vél. Karlsson sagði við mig: „Þú kemur kannski hingað með gróðunmold í vösunum?“ Hvort sean svo var eða ekki, þá' stóð stúdentinn nú' frammi fyrir mér — og hét Steinþór Guðmunds- son. Og þar eð svo fór, að þessi aldni, vingjarnlegi maður varð leiðsögumaður minn í hinni nýju og nýtízkulegu Reykjavík, þá furð- ar senniilega engan á því, þótt mér yrði tíðlitið á hann. Enginn „sveita- beijaki“, hvað sem það hefur nú þýtt í munni Engströms, sýnist mér hann vera. Og augnaráðið inmhverfa hefur greinilega orðið eftir í Leith, Edinborg eða Kaup- mannahöfn — eða í Kína, því að hann hefur farið þangað og tekið í höndina á Maó. Við göngum Austurstræti, aðal- götuna í minnstu stórborg Norð- urlanda, sem sáfellt verður ósvikn- ari stórborg með þrengsli, dýrar bifreiðar, sjálfsafgreiðslubúðir, há hýsi, veitingastaði, klúbba og allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Hest- arnir, sem alls staðar voru á hlaup um á dögum Engströms, eru horfm ir. Stórir vagnar og bifreiðar hafa tekið við hiutverki þeirra eins og hvarvetna annars staðar. Og nýj- ar flugvélar stefna með gný til nýrra, fjarlægra viðkomustaða. Hótel ísland, þar sem tugir Heklu fara úr hópi rithöfunda tóku sér gistingu, og fína fólkið flykktist saman á kvöldin til þess að hlusta á hljómsveit Johansens yfir glasi af límonaði, flösku af sódavatni eða kaffibolla, sem kannski hafði fyriir góðvildar sakir fengizt að* bæta í laumi með nokkrum drop- um af „Stewarts orginal“ — það var nú brunnið til kaldra kola og aðrir staðir teknir við hlutverki þess. Nú er það Hótel Borg, Lídó, Glaumbær, Naust, sem draga að sér fólkið, og ekki má gleyma Klúbbnum, sem er nýjastur. Og þarna eru bæði aðrir drykkir og aðnar hljómsveitir en fyrr á árum. Og Salka Valka þessara ára geng- ur ekki um í upphlut né sveií'lal sér í gömlum þjóðdönsum. Neifj hún er ný af nálinni og fylgistj með tízkunni í öllum greinum og- staupar sig iðulega á áfenginu, sem kennt er við Ameríku eða ; París, áður en hún bregður sér. f j tvistið. En nú erum við komnir að tjörn inni, friðsælu vatni í hjarta Reykja víkur, og þar setjumst við á bekk, Steinþór og ég, og ég spyu,haþn, hvort hann viti, hvernig Albert ! Engström lýsti honum í hinni frægu íslandsbók sinni. Nei — það veit hann ekki. Og ég fæ honum bókina, og hann les kaflann um sjálfan sig með íhygli — ýmist hátíðlegur í bragði eða smáglottandi. „Nú, jæja“, segir hann eins og íslendingar einir geta sagt. „Hvernig var að ferðast með honum?“ Steinþór segir mér, að Albert Engström hafi lofað sér ökuferð, er þeir kæmu til Leith — og ýmsu öðru að auki. „En það var víst eitthvað, sem hindraði efndirnar", sagði Stein- þór íbygginn. „Hvermg fór með stærðfræðina í Kaupmannahöfn? Rættust draum arnir?“ „O-já, á sinn hátt“, svarar hann. En það var margt til tratfala, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 135

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.