Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 22
Síldarþrær og rjúkandi reykháfar blöstu við manninum, sem ætlaði í fótspor En- ström. Rauðnefjaðir prestar létu lítig á sér bera. STEINÞÓR OG STÚDENTINN Á BOTNÍU — Framhald af 137 síðu. „Ja,“ segi ég — „ég ætlaði að spyrja . .. Prú-ú-ú“. . „Um verkunina?“ spurðj hann. „Hvernig farið með afLann?“ „Já“, segi ég. „Einmitt . . . prú- ú-ú“. „Hvað er nnaðurinn að segja?“ spyr íslendingurinn og þerrar svit ann af enninu með hreistrugri hendinni og stingur skóflu sinni niður í sólbakaða, vellandi síldar- beðjuna. Ég hörfa undan og hleyp svo ■sem hundrað metra til þess að anda að mér hréinna lofti. En það er ekki til. Ég hleyp aðra hundrað metra. Ég forða mér út úr bænum, gripin vanmáttugu æði, og loks, loks: Niðri við sjóinn næ ég andanum. Ég soga loftið inn á rnilli skraufþurra, titrandi vara. Ég sný við, þegar ég hef jafn- að mig. Aftur veð ég gegnum þessá vítissvælu. Brátt birtist ég á ný uppi á brúninni, og verkamaðurinn hlær, þegar hann sér mig. En ég síg á hnén, gríp um magann og reyni að halda hon- um í skefjum. „Velkominn11, segir maðurinn, og honum er sýnilega skemmt. „Velkominn!“ „Ég þakka“, segi ég. „Tackar, tackar. Það er ganian að sjá þetta. Og nú er svo .. . prú-ú-ú.“ „Eruð þér danskur?11 spyr ís- lendingurinn. „Ég hélt, að þér væruð sænskur“. „Ú-ú -úvv“, segi ég, kreppi mig saman óg fálma með höndunum Lausn 5. krossgátu eins og ég sé að berjast við að komast upp úr einhverju dýki. „Þér talið sænsku, svo að þér hljótið að vera Svíi,“ segir maður- inn góðlátlega á einhverjum nor- rænum málblendingi og ætlar að fara að lýsa fyrir mér, hvernig síldin er brædd. „Ég bið afsökunar,11 stama ég „Ég bið svo sannaiiegia afsökun- ar — ég . ..“ Maðurinn verður furðu lostinn, þegar ég hleyp burt í annað sinm. Og það skil'di ég betur seinna, þvi að hann hafði staðið þarna í átta klukkustundir við vinnu sína. Ég var efcki þarna í námunda nema í fimm mínútur. Eitt dylst mér ekki: Nútíma- hetjurnar eru ebki íþróttamenn- irnir, sem sfcara fram úr. Nei — hetja, það er maðurinn, sem mok- ar síldinni í síldarverksmiðjunni á Akranesi á íslandi. LEIÐRÉTTING í þættinum um Húsavíikurbrun- ann í síðasta blaði var ísak Jóns- son á Akureyri ranglega sagður sonur Jóns Benjamínssonar á Há- reksstöðum og bróðir séra Sigur- jóns í Kirkjubæ. Hann mun samt hafa verið Austfirðingur að ætt, en nokkru eldri nafna sínum frá Háréksstöðum, sem var eiginmað- ur Jakobínu Johnson skáldkonu. Prentvilla hefur einnig orðið, þar sem segir, að Steingrimur Hallgrimsson hafi verið bróðuir- sonur Vilhjálmssona, Guðmundar Eimskipafélagsforstjóra og Óla. Þar átti að standa bræðrungur. 142 T I M « N N — SUNMUDAG&BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.