Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 16
heldur Steinþór áfraim. Fjárhag- urinn var ekki sem traustastur, en einkum og sér í lagi varð heilsu brestur honum þungur í skauti. Hann fór, eins og margir aðrir ungir íslendingar, út í veröldina til þess að ná prófi, en ýmis at- vik ollu því, að hann náðj ekki því marki. Hann sneri heim og hóf guðfræðinám. Hann lauk líka guð- fræðiprófi, en þegar kominn var tími til þess að þiggja vígslu, kom aftur babb í bátinn. Var það kann- ski svo, að honum virtist örðugt að samræma prestsembættið sósí- ölskum lífsskoðunum sínum? Steinþór brosir tvíræðu brosi eins og íslendingar einir geta brosað. En það var Reykjavík, sem við vorum að skoða — eins og hún er nú. En einhvern veginn tekst svo til, að það er hið allviðhafnar- mikla líkneski af Ingólfi Arnar- syni, sem við rekum augun i, þeg- ar við komum út úr Lækjargöt- unni og göngum yfir Lækjartorg- ið neðan við stjórnarráðsbygging- una, sem minnir dálítið á sænsk- an herragarð, fornleg og pentileg í senn. Og þá ber sagnfræðina á góma, því að vinur minn, Stein- þór, er kennari af lífi og sál, þótt orðinn sé sjötugur, og það, sem hann veit ekki um ísland og sögu þess, er tæplega mikils vert. . . . Snúum okkur aftur að íslandi, eins og það er nú, og þó einkum Reykjavík, sem sannarlega er ann- ar bær en hún var fyrir einum fimmtíu árum. Hér reikaði Albert Engström um, og þá voru Reyk- víkingar um tíu þúsuncL Nú eru íbúarnir að minnsta kosti sjotíu þúsund. Það eitt út af fyrir sig segir nokkuð um hraðan vöxt bæj- arins og fólksflóttann úr sveitun- um, sem líka er raunar oft nefnd- ur i lesendabréfum sænsku blað- anna. Afleiðingin hefur orðið sú, að Reykjavík er dálítið ruglingsleg að vtri ásýnd. Það er varla unnt að segja, að hún sé falleg og skipu- leg borg i venjulegri merkingu þeirra orða. Hér ægir saman nýj- um verzlunarhúsum og nýjum í- búðarhúsum úr steinsteypu, og timburhúsum, sem vitna um ærsla fengna sköpunargleði. Og báru- járnshús stangast á við ljóta hvolf- þaksskála frá ófriðarárum og neyð artímum. Þetta fer ekki vel. En tilviljunin hefur þó sitt aðdráttar- afl — það uppgötvar maður smám saman. Jafnvel hið vegtega þjóðleikhús er til dæmis klaufalega sett í húsa- kösinni. Úthverfin eru aftur á móti betur skipulögð. Háskóla- hverfið virðist stílhreint og sjálfu sér samkvæmt. Enn er of snemmt að dæma um hin blönduðu bæj- arhverfi, sem rísa upp umihverfis Reykjavík — þau eru enn aðieita sér forms. En auðséð er, að þunga- miðja bæjarins mun meira þokast þaðan, sem hún hefur verið. Nú göngum við niður að höfn- inni. Og Steinþór vísar mór leið og segir frá. Hér er ys og þys. Fólk kemur og fer, og aflvéliarnar þrurna söng hins nýja tíma. Hér er urg og gnauð, hæ og hó, og í þessum svifum sígur einhver fyrsti sild- arbáturinn upp að bryggju, og stórir vélkjaftar, sogrennur og æfðar hendur taka að sýsla við þennan fallega, glitrandi silfur- fisk, sem breytist smám saman í gull, sem notað er til' þess að byggja landið og treysta ríkið. . . . Síld, síld! Það er töfraorð þessa dags, og það berst frá einum til annars, meðal karla og kvenna. Og það streymir linnulaust úr hávær- um hátölurum, því að útvarpið ís- lenzka tilkynnir jafnóðum feng hvers báts, sem kemur til hafn- ar: Guðmundur Jónsson er með svo og svo margar tunnur, Ólafur Einarsson er kominn með þetta og þar fram eftir götunum. Maður skynjar það á margan hátt, hve síldin þykir mikils verð á fslandi. En sem við reikum þarna um bryggjurnar frá einum bátnum til annars, skýtur spurningu upp í huga mínum: Hvers vegna liggja þessir stóru, dýru togarar, allar milljónirnar, sem fórnað var til þess að „skapa“ nýtt ísLand — hvers vegna liggja þeir þarna ó- notaðir og yfirgefnir, hlið við hlið eins og ferleg, ryðrauð fornaldar- skrímsli? Mig furðar á því. „Það má nú segja“, segir Stein- þór. „Það er nú svona komið með togarana okkar“. En einmitt nú verður hann að láta lokið leiðsögn sinni — nem- endur hans bíða hans. Og þar með skiljum við að þessu sinni, stúdent Engströms og ég. Einn held ég áfram göngunni og velti fyrir mér gátunni um tog- arana íslepzku. ísland hefur orðið annað land á nokkrum áratugum. Viðhorf ann arra þjóða hefur líka breytzt til muna, ekki sízt bræðraþjóðannia norrænu, sem þó er enn í vitum® sumra íslendinga nafngift, helzt hæfir í skálaræðum. Sjálf' sagt hafa íslendingar vænzt meiu liðsinnis af hálfu norrænna grannn sinna í landhelgismálunum ® dæmis. En verstu rangfærsLurnar erU nú úr sögunni. Og þó — það voru þó væg®sJ sagt furðuleg atvik, sem gátu gerf fyrir einurn þrjátíu eða fjörutíú árum. Miðaldra íslendingur sagbj mér dálítið um skólagöngu sína 1 einu hinna norrænu landa. í Ianda fræðitíma fullyrti kennarinn, a* á íslandi byggi fólk í jarðhýsuni eins og Eskimóar og hvítabimir sæjust á flakki á götum hins lit1-a höfuðstaðar. Drengurinn andmælti. Hann kvaðst hvorki hafa búið í jarðhýs( í heimalandj sínu né nokkru sin,nl ■ séð hvitabjörn. Þetta hefði hann átt að láta ósagt. Þegar hinir nenj- endurnir fóru heim, var hann sett' ur í skammakrókinn, og þar v®r hann látinn skrifa í sífel'Iu: Á ‘s' landi býr fólk í jarðhýsum eins og Eskimóar, og þar eru hvít3' birnir á ferli. Þannig var þetta þá. En nú g^1 slíkt auðvitað ekki gerzt. ... Það er einkennilegt, hve sænskra ferðamanna er á ísland1- Þar ber fyrir .augu fólk frá hi,n' um ólíkustu löndum — Banda' ríkjamenn, Þjóðverja, Dani Norðmenn fyrst og fremst etl einnig Frakka, Englendinga, ani og Kínverja. En enga Svía. Jú — einn varð ég var við b ég veit ekki, hvort ég get tah hann með. Hann var í rauninni leið til New York, en hafði v1^ komu á íslandi og ætlaði að kvnn' ast því á einum sólarhring. Hann skálmaði um og mændi í aLlar a't' ir, og Stokkhólmur loddi enn vl athafnir hans og hreyfingar. .. Hvers vegna fara Svíar ekki tö íslands í sumarleyfi sínu? Það e svo kalt þar, segja sumir. l,a _ ráða þeir af nafninu, og í suma leyfi vilja menn njóta hlýinda fögru umhverfi, baða sig skemmta sér og allt kvað vera !>a svo ári dýrt. Nei, ég kýs Spá-n. í fyrsta lagi eru hugmynnI^ manna um kuldann á íslandi ~f Lega ýktar,— goLfstraumurinn ur hér til sögunnar. Og ba — auðvitað er ekki mikið um Líf við sjóinn. En fólk getur T f M I N N — SUNNUDAGSI!bAt, lceih ðlíf1^ bað' bylt 136

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.