Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 15
honuitn mat og drykk, hæ'glát og rósöm, sinnti öllum duttlungum hans með hýru bragði og hlýju við- móti, vék þráfaldlega tái hliðar öll- uim óskum sjálfrair sín, svo að hún mætti geðjast honum, og lét börn sín jafnvel oft sitja á hakanum vegna hans. Húsbóndinn va'kti yf- ir því, að ekki væri stiigið á neitt það sitrá, er honum mætti þykja miður. Öilum var stranglega bann- að að veita honum nokkurn átroðn ing eða bekkjast til við hann í orði eða athöfn, og gilti það jafnt um börn og fuhorðna, heimamenn og gesti. Sjálfur gaf.hann sér tíma til þess að órva hann til samræðna, þegar búskaparönnin gaf grið. Hin hrjúfari hlið geðbrigðismanns- ins snori sidrei að skjólstæðingi hans. Morgun hvern fór hann úr spjör um sínurn uppi í rúmi, oft í rauða- býtið, og ’hristi þær vandlega. Síð- an steig hann strípaðuir fram á gólfið, smeygði sauðskinnskóinn á fætuirna, greip að því búnu báð- um höndum um klvftir sér, ;inn- arrd að framtan, en hinni að aftan, og gekk þannig fram í bæjardyr, þar sem hann tók af sér skóna. Því næst arkaði ha-nn niður tún- ið. Á sumrurn lagði hann að jafn- aði leið sina að kaldri lind, sem spratt upp í hólbrekku spölkorn niðuir firá túni, og laugaði sig þar í polli undir dálítilli bunu. Stund- um fór hann þó alla leið niður að Svarfaðardailsá og baðaði sig í hyl neðan við svonefnda Kvíamýri. Að loknu baði sneri hann heim, fór í skóna í dyrum frammi og gekk síðan í bæinn með sama hætti og hann h-afði farið út. Á vetrum veiti hann sér i snjó og lét sig einu gildia, hversu veðri var háttað. Matvenjur hans voru enn hinar sömu og verið höfðu. Hann tók við diski sínum sitjandi flötum beinum uppi í rúminu, setti hann á hnjákoll sér og át hvað fyri-r sig, viðbi'tið síðasit. Áldrei notaði hann 'hníf né ön-nur matgögn, nema spón stöku sinnum, stýfði harðfisk inu úr hnefa eins og fyrr á tíð með roði og dálki, ef svo bar und- ir, og bruddi kjötbein öll, er hann fékik komið milli tanna sér. Kenj- óttuir var hann á mat, og kaus helzt kjöt, slátur, harðfisk, hákarl, skyr og mjólk, en þótti þð eink- uim miklu varða, að ekki brysti smjör. Taldi hann sér ekki nægja mimni skamimt en átta lóð, og hafði það til siannindamerkis um Séð heim að Bakká neðan frá Svarfaðardalsá. Bærinn uppi á brekkubrúninni. Hnúkarnir, sem sjást í skarðinu, eru kall-aðir Systur. smjörþörf sína, að litla fingur í hægri hendi tækd að sperrast á stakk út í loftið, þegar henni væri ekki nógsaimlíega fudlnægt. Var þess vegna eitt, sem Kristín hús- freyja gerði honum til eftirlætis, að færa honum jafnan væna smjör kl'ípu aukalega, í hvert skipti sem hún strokkaði. Gekk hann líka sjálfur á lagið og hvarflaði iðu- lega að búrdyrum, þegar hann heyrði á strokkihl'jóðinu, að smjör- ið var í þann veginn að kirnast, og beið þar hlutdeildar sinnar. Kristín Jónsdóttir — Ijós heimilisins, fórnfús, jafnlynd og æðrulaus. Sætsúpu, sósu og þess konar mátti hann ekki sjá. Lézt hann ekki bafa magahreysti til þess að melta slíkt, og mætti það þó vera að kenna eitrinu, sem Skaftasen hellti ofan í hann á Hnausum forð- um. Mestum vandræðum oili, eð eng inn mátti færa honum mat né veita hon-um þjónustu nema Krist- ín sjálf. Stundum var það þó, að sú vinnukona-n, sem rosknust var og ráðsettust og handgengnust hús freyju, Jakobína Halldórsdóttir, Vilhjálmur Einarsson — mikiil búforkur og geðbrigðamaður með heitt hjarta. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 357

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.