Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Side 20
Skólasetur HeiSsynninga í grennd viS KolviSarneslaug. BJÖRN STEFÁNSSON: í Laugageroisskóla í Eyjahreppi ÁKir dagar líða að kvöldi, og loks virtist þessi daguir einnig ætla að Mta þvi lögmáli. Það var farið að bera meisana í fjösið og gefa kúnum. En fjósverkunum var ekki lokið, er einhver, sem hafði augun hjá sér, ?á undarlegan mannsöfn- uð silast niður með bæjarlæknum. Það varð uppi fótur og fit, og menn báru hönd fyrii auga. Og fljótt varð hljóðbært, hvers kyns var: Fremstur fór maður, sem teymdi Grána gamla, sem nú iró kerru, en ekki sleða. í Kerrunni sat Jóhann Bjarnason, og meðfram henni gengu þrír eða fjórir menn, sem héldu honum niðri. Hann •hafði verið tekinn með valdi uppi á bæjum, þar sem hann hafði ætl- að _sér gistingú á meðan hann spurðist fyrir um jarðnæði, rétí eins og ótíndur strokumaður og fluttur nauðugur niður á Bakka Jóhann var mjög miður sín og nötraði af bræði. Kristín húsfreyja revndi að sefa hann og hughreysta og fá hann til þess að nærast. En nú stoðuðu ekki einu sinni sign- ingar Inigibiargar. Hann skreiddist í rúm sitt án þess að mæla orð frá vörum, sneri sér til veggjar og stundi þungan. Þannig liðu tveir eða þrír sólar-. hringar: Hann leit ekki upp, sagði ekki aukatekið orð og bragðaði hvorkj þurrt né vott. Svo var það eina nóttina. að Kristín vaknar við það. að riá’að er við herbergishurð ina og stigið hljóðliega inn á góíf- ið. Við rúmstokkinn stendur Jó- hann og nötrar enn. Kristín reis upp við olnboga. virti manninn fyrir sér í húminu og mælti: „Hvað á ég að gera fyrir þig, Jóhann minn?“ „Biðjið þér fyrir mér“, svaraði hann. „É2 sagði svo ljótt við menn ina u.m daginn". Allt var hljótt og kyrrt. Litla bústýran svaf vært í vöggu sinni. og bóndinn hvíldj milli rekkiuvoð- anna og bærði ekki á sér Úti við gluggann kraup konan við hlið hins hrjáða manns: Faðir fvrirgef þeim, sem vita ekki, hvað þeir gera. í suðri gnæfði Stóllinn við him- in, sem var í þann veginn að lýs- ast við skin upprennandi sólar. Þriðjudagur 2. apríl — ys og þys á urrjj'erðamiðstöðinni. Áætl- unarbílar að fara í ýmsar áttir, þar á meðal þrír vestur á Snæ- fellsnes. Ég bið u-m farmiða að Lauga- gerðisskóla. Hik kemur á stúlk- una við m'ðasöluna, en nærstadd- ur bílstjóri segir: „Það er við Kolviðarneslaug.“ Og stúlkan réttir mér farmið- ann Búlinn, sem ég fer með, fyllist af farþegum. Þetta eru Skólabqxn á heimleið úr orlofsferð til Reykja- víkur, verziunarmenn, útgerðar- menn og næstum allir mögulegir menn og konur. í Borgarnesi er stanzað í gisti- húsmu tii þess að borða — og þegar gerður er upp reikningur- inn. hefu'- einhver orð á, að dýrt muni að matast- í gistihúsum að staðaldri. En einn farþega segir, að ekki sé mikið að greiða 145 krón- ur fyrir góða kjötmáltíð — í vet- ur hafi hann fengið að greiða í gistihúsi úti á landi 180 krónur fyri' einn málsverð af ýsubollum. Méi kemur í hug, hvað við fs- lendingar erum komnir langt í því að gera mikið úr litlu — og að hlutur þeirra, sem afla verðmæt- anna verður ekki alltaf stór við endanlegar. verðreikning matvæl- anna. Áfram er haldið vestur, og ég bið bílstjórann að henda mér út með mitt hafurtask við afleggjar- ann að Laugagerðisskóla. En þar ætl-i ég að sýna kvikmynd á skóla- móti næsta dag. Þegar ég stíg út úr áætlunarbílnum, er þar fyrir þéttvaxinn maður með jeppabif- reið Er þar kominn Jón bóndi Gunnarsson á Þverá, formaður á- fengisvarnanefndar Eyjahrepps. Býður hann mig velkominn og býðst til að flytja mig að skólan- um, en segist þó helzt vilja, að ég komi fyrst með sér heim að Þverá. Á leiðinni þangað fæ ég að vita, að Tón er Vestfirðingur að ætt og uppruna — fluttist til Reykjavík- ur um tvítugt og gerðist þar leigu- bílstjóri. Þar kynntist hann heima- sætunni á Þverá, sem var við nám í Reykjavík, og sá kunnimgs- skapur leiddi til þess, að á Þverá hafa þau hjónin nú búið í nær tuttugu ár og eignazt sjö börn. 356 T f M I N N — SUNNUD AGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.