Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Qupperneq 21
Liit’lu ©íitir að við Jón erum sezt-
ir í stofu kemur inn ungleg kona
með kai'fi Ég spyr, hvort þetta sé
heimasætan á Þverá og fæ að sjá
hregða fyrir roða á kinn um leið
og hún svarar, að einu sinni hafi
hún verið það. En í sama mund
er kaHað hátt á mömmu, og í
stofudyrum birtist gullinn kollur
yfir blóðrjóðu barnsandliti. Utan
úr firostsvaianum kemur yngsta
barnið, þriggja ára, að leita skjóls
hjá mömmu sinni. Og á meðan ég
fæ að ve.rma hönd yngstu konunn-
ar d bænum, verður mér ósjálf-
rátt sú bæn í huga, að eftir svo
sem tuttugu ár fái þessi' unga
heimasæta það góða hlutskipti að
taka í hönd einhvers myndarlegs
borgarbúa. leiða hann ur ys borg-
arlifsins vestur undir Snæfellsnes
og með nonum yrkja þa.r land og
eignast börn.
Um kvöldið flytur Jón mig heim
að Laugagerðisskóla. Þó stillt sé
veður, er andkalt úti, enda ís fyr-
ir öilu Norðurlandi og Austur-
landi. Það er því notalegt að finna
ylinn leggja á móti sér í stórum,
rúmgóðum forsal skólahússins,
sem hjtaður er upp með jarðhita
eins og öll skólabyggingin.
Á móti okkur tekur skólastjór-
inn Sigurður Helgason, maður á
bezta aldri. rösklegur og virðuleg-
ur í senn. Állir dagar eru annadag-
ar hjá húsbóndanum á þessu stóra
heimili, og nú bætist við störfin
h.an,s uindirbúningur mótsdns, sem
halda á i sikóianum daginn eftir.
Þrátt fyrir annríki skólastjóra
mæti ég hinni mestu gestrisni.
Skólastjóri býður mér til ibúðar
sinnar, sýnir mér hluta af skóla-
byggingunni og svarar spurning-
um mínum um kennslutilhögun
og reynslu hans í starfi. Skólinn
er heimavistarskóli barna og ungl-
inga í finim eða sex hreppum
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu,
mikil og glæsileg bygging. Þetta
er þriðja starfisár skólans, en þó
er skólahúsið eins og gljáfægð
húsgögn, nýtekin úr umbúðum.
Umgengni er þarna sýnilega til
fyrirmyndar.
BÖrnum á skólasvæðinu er skipt
eítii aldri. og hvor aldursflokkur
dvelst í skólanum hálfan mánuð
í senn. Þá er hinn hópurinn heima,
og þann tima eru sétt fyrir verk-
efni til heimalesturs. Nemendur
unglinigadeilda dveljast hin,s veg-
ar í skólianum samflieytt allt
kennslutímahilið. Skólastjóri segir,
að börnin virðist una vel heima-
vist skólans, þau hlakki að vísu
til að koma heim, en foreldrar
ýmissa þeirra telji, að þau þrái
ekkcrt síður að byrja í skólanum
eftir hálfsmánaðardvölina heima.
Lét skólastjórinn vel af samstarfi
við íoreldia á skólasvæðinu, en
hann taldi að tvískipting kennslunn
ar reyndi á skilningsgott samstarf
skólans og heimila barnanna.
Kvöldið líður fljótt, og ég sofna
sætt og rótt og vakna klukkan
rúmtega átta um morguninr við
rödd skóiastjórans í hátölurum
svefnherbergjanna.
„Góðan dag. í dag er miðviku-
dagur 3. apríl. Nú eiga allir að
fara á fætur og taka vel til í her-
bergjunum sínum.“
Með þessu morgunávarpi er haf
inn nýr starfsdagur. Bjart og fag-
u:rt veður kalliar mig út. Ég geng
að sundlauginni, Kolivðarnesslaug,
sem e,r örskammt frá skólabygg-
ingunni. Laug þessi á merka sögu,
því að strax um 1840 var byrjað
að kenna þar sund. Ungmennafé-
lag sveitarinnar hlóð laug úr torfi
um 1920, en um tuttugu árurn síð-
ar steypti félagið laugina í núver-
andj form'. Og um það leyti, ár-
ið 1938, mun á fundi Ungmenna-
félags Eyjahrepps fyrst hafa kom-
ið fram hugmyndin um að bvggja
heimavistarskóla við Kolviðarness-
laug Sýndi ungmennafélagið í
verki þaKklæti sitt, þegar sá
draumur hafði rætzt svo vel og
myiidarlega sem raun ber vitni,
með því að afhenda heimavistar-
skólanum iaugina að gjöf á vígslu-
hátíðinni 1965.
Frá lauginni geng ég ofan að
bænum Kolviðarnesi, sem ;er þó
nokkur spölur. Útsýni er þaðan
mikið og einkar fagurt eins og
víðar í Eyjahreppi. Ég hitti að máli
bóndann a bænuim, Odd Sigurðs-
son. Við ræddum um búskap og
bjargræðishætti, og að síðustu
berst talið að heimavistarskólan-
um. Bóndi á sjö börn á ýmsum
aldrj og þrjú þeirra dveljast í
Laugagerðisskóla, og er auðheyrt,
að bóndi kann að meta hann.,
Um hádegið borða ég í matsal
með nemendum skólans. Einn
VoriS og bernskan elga samleiS. Hvort tveggja er tkeiS vaxtar og þroska. H6r
sjáum viS unga telpu aS vorlagi viS æSarhreiSur.
Hiósmynrf: Skúli Gunnarsson.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
357