Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 5
Emmelía og Kristabel uppi á húsþaki, þar sem þær földu sig fyrir lögreglunni f októbermánuði 1908. Ohurdhill. Kristalbel stýr'ði þelrra herför, er tófcst svo vel, að Ohurc- Ihill vantaði rúmlega fjögur hundr- að atkvæði tii þess að haldá sæt- inu. Ohurchill varð að leita at- hvarfs í Dundee, þar sem frjiáls- lyndi flokkurinn átti mikið og tryiggt fylgi. Súffragetturnar eltu hann þangað, og þar hafði Emme- Ilína sjálf forystuna. Þar sá Churc- hill sér þann kost að heita kon- um fylgi sínu í réttindamálum þeirra. Samt fékk hann meira en tvö þúsund atkvæðum minna, en sá, sem kosinn hafði verið í aðal- kosningunum. Sjálfur höfuðóvinur inn, Asquith forsætisráðherra, taldi sig tilneyddan, er aukakosningar höfðu sýnt rýrnandi fylgi í sex kjördæmum, að lýsa yfir því, að ríkisstjórnin ætlaði sér að gera endurbætur á enskum kosninga- lögum, og myndi hún ekki setja sig upp á móti, að við þær endur- hætur yrði aukið kosningarétti kvenna, ef þingmeirihluti fengist til þess og konum almennt væri það sýnilegt áhugamál. Þetta túlk- uðu flokksblöðin síðan sem loforð Asquiths um réttlausa lausn á jafnréttismálum kvenna, þótt í rauninni stefndi hann ekki að öðru með þessum ummælum en lægja í bili þá ókyrrð, sem upp var komin í frjálslynda flokknum og ávinna sér gálgafrest. Það var algeng mótbára, að al- menningur sæi þess litla þörf, að konur fengju kosningarétt og kjör- gengi, og sjálf yndi kvenþjóðin yfirleitt hlutskipti sínu vel. Þess vegna varð næsta úrræði súffra- gettanna að freista þess að ná sam- an í Lundúnum fjölmennum fundi, sem hnekkti fullyrðingum andstæðinganna um tómlæti fólks. Þær þóttust þess fullvissar, að þær gætu stefnt saman fullt svo mörgu fólki og tekið hafði þátt í útifund- um þeim, er mest kvað að í enskri lýðræðisbaráttu á nítjándu öld. Emmelína Pankhurst afréð þvi að boða til fundar í Hyde Park seint í júnímánuði. Viðbúnaður var mikill, og kom í hlut Emmelínu Pethick-Lawrence að stjórni honum, Hún lét gera hreýfingunni nýtt merki, blárautt; hvítt og grænt, og festa upp aug- lýsingar með stórurn myndurn af helztu valkyrjum víðs vegar um Lundúnaborg og bæi í nágrenni hennar. Allan fyrri hluta júnímán- aðar voru konur á strætum og gatnamótum að boða fundinn og T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ loks gengu þær hús úr húsi með dreifimiða og önnur áróðursgögn. Stuttu fyrir fundardaginn tóku þær svo á leigu stóran bát, sem þær skreyttu fánum og gífurlega stórum áróðursspjöldum, og sigldu honum síðan upp Tempsá að þinghúsinu, þar sem Flóra Drummond ávarpaði mannfjö’da, sem sáfnaðist saman á árbakkan- um. Sunnudagurinn 21. júni 1908 varð einn þeirra daga, sem ekki gleymast. Tuttugu ræðustólar höfðu verið reistir í Hyde Park, og gífurlegar fjölmennar hópgöngur komu úr siö áttum utan úr borg- inni. Veðrið var fagurt, sól í heiði, og mannhafið slíkt, að annað eins hafði ekki áður sézt. Lúðrar voru þeyttir, og svo stigu konurnar upp í ræðustóla sína. Allt fór næsta friðsamlega fram. Þegar úti voru ræður, voru lúðrar þeyttir á-ný og fundi slitið. Blöðin sögðu, að þennan dag hefði fjórðungur milljónar verið í Hyde Park, og var það haft til samanburðar, að hina mestu fjölda fundi Loyds G-eorges fyrr á ár- \ um, er voru fágætlega fjölmenn- ar, hafði ekki sótt nándarnærri eins margt fólk. Orð ritningarinn- ar þóttu hér helzt hæf til þess að lýsa manngrúanum: Eins og stjörn ur himinsins og sandur á sjávar- strönd. Þótt engar róstur yrðu í Hyde Park, varð friðurinn skamm- vinnur. Emmelína Pankhurst kall- aði saman kvennaþing að viku lið- inni og því fylgdi nýr fundur við þinghúsið — óheyrð ögrun við all- ar reglur. Konur, sem boðið höfðu sig fram til þess að lenda í klón- um á lögreglunni, byrjuðu að flytja ræður, en voru teknar hönd- um hver áf annarri. Leikurinn barst fram og aftur, og í hita bardagans brutu tvær konur, María Leigh og Edit New, rúður í emb- ættisbústað forsætisráðherrans. Það var i fyrsta skipti, að slíkt hafði verið gert, og þær létu Emmelínu Pankhurst þegar vita, svo að hún gæti vitt þær fyrir sjálfræðið. En þegar hún kom á v-ettvang, þakkaði hún þeim verk- ið í áheyrn lögreglunnar. „Við erum vanar þvi að vera 461

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.